Fréttablaðið - 05.11.2010, Side 34

Fréttablaðið - 05.11.2010, Side 34
6 föstudagur 5. nóvember Harpa Þórunn Pétursdóttir. Aldur? 29 ára. Starf? Lögfræðingur hjá Orkustofnun. Lýstu þínum persónulega stíl? Ég held að ég geti ekki til- einkað mér einhvern einn stíl. Ég breyti um fatastíl frá degi til dags og jafnvel oftar en einu sinni hvern dag. Þá fer ég allt frá rómantískum silkikjólum við lága hæla, yfir í rokkarabuxur og alvöru hæla, allt eftir því hvernig skapi ég er í. Myndir þú kaupa þér þessa flík sjálf? Já, ég er jafnvel að hugsa um að gera það. Af hvaða tilefni myndir þú klæðast þessari flík? Ég myndi annaðhvort nota hana í vinnuna, þar sem ég þarf að vera fín og gæti girt hana ofan í hátt pils eða við upp- brettar khaki-buxur með belti. Hverdagslega myndi ég nota hana svona eins og ég er á myndinni en ef ég væri að fara eitthvað fínt myndi ég fara í súkkulaðibrúnar leðurbuxur, meira og stærra glingur um hálsinn og flotta hæla. Hvernig gekk að blanda flíkinni saman við þinn persónulega stíl og af hverju varð þessi samsetning fyrir valinu? Það gekk fínt að blanda henni inn í minn fataskáp þar sem ég hef verið að bæta svolítið í brúnu tónana hjá mér fyrir veturinn. Þegar fer að líða á haust- ið klippi ég gjarnan á mig þungan topp, bæti vetrarlitunum í fataskápinn og stóru þungu peysunum. Ég myndi síðan skella mér í brún- an tweed-jakka yfir með leðurbótum á oln- bogunum. Svala Lind Þorvaldsdóttir Aldur? 21 árs. Starf? Afgreiðsludama í Rokki & Rósum. Lýstu þínum persónulega stíl? Stílinn minn er breyti- legur og fer yfirleitt eftir því í hvernig skapi ég er í hverju sinni. Ég á það til að blanda saman „vintage“ og nýju og hef mikið dálæti á yfirhöfnum og skóm. Myndir þú kaupa þessa flík sjálf? Mér finnst skyrtan þægileg og flott. Ég gæti vel hugsað mér að kaupa hana enda alltaf hægt að bæta við sig hvítum skyrtum. Við hvaða tilefni myndir þú klæðast þessari flík? Mér finnst bæði hægt að nota skyrtuna hversdags við gallabuxur og blazer-jakka eða dressa sig upp með leðurbuxum og flottum pels. Hvernig gekk að blanda flíkinni saman við þinn per- sónulega stíl og af hverju varð þessi samsetning fyrir valinu? Það gekk vel að blanda flíkinni við minn persónu- lega stíl þar sem mér finnst hvítar skyrtur mjög klassískar. Ég valdi leðurbuxurnar og loðvestið við skyrtuna, því það er gaman að blanda grófum og fínum efnum saman. Hvítar skyrtur eru fyrir löngu orðnar klassískar og tímalausar líkt og „litli, svarti kjóllinn“. Þær passa við nánast allt og fara seint úr tísku og eru því góð fjárfesting fyrir hagsýna tískuunn- endur. Hvíta skyrtan fæst í mörgum ólíkum stílum, hneppt, heil, með kraga eða síð og flaksandi, og hana mátti meðal annars sjá á tískupöllunum hjá Balenciaga, Celine og Michael Kors. 1 FLÍK 3 konur Elín Hrund Þorgeirsdóttir Aldur? 37 ára. Starf? Hönnunar- nemi. Lýstu þínum per- sónulega stíl? Hmm, ætli hann sé ekki einhvers konar blanda af smá rokki og svo einhverju skrýtnu og skemmti- legu sem oftast er allt of dýrt. Klæði mig líka mikið eftir veðri og vindum vegna þess að ég er ofur- kuldaskræfa. Myndir þú kaupa þér þessa flík sjálf? Nei, lík- lega ekki. Við hvaða tilefni myndir þú klæðast þessari flík? Ég myndi ekki klæðast þess- ari flík. Hvernig gekk að blanda flíkinni saman við þinn per- sónulega stíl og af hverju varð þessi samsetning fyrir valinu? Það gekk svo sem þokkalega því ég er að öðru leyti mikið fyrir skyrtur. Þessi samsetning lá beinast við. Ómissandi í vetur Angelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn. Angelica gefur þér aukna orku og þú færð sjaldnar kvef. Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Þegar þú kaupir glas eða box af Angelicu færðu annað eins á hálfvirði. Tilboðið gildir 4.-8. nóvember 2010. Kynning á vörum SagaMedica í Kringlunni 5. nóv. kl. 12-17. Helgartilboð Heilsuhússins Heilsuhúsið Laugavegi, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi, Akureyri og Reykjanesbæ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.