Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 37

Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 37
5. nóvember föstudagur 9 jafngóð stökk og allar hinar. Hrefna segir íþróttina hafa þróast mikið undanfarin ár og að nú sé öll aðstaða orðin til fyrirmyndar. Hún bendir einn- ig á að fimleikar séu í dag fjöl- mennari en flestar boltaíþróttir en að lengi vel hafi fjárveiting- ar til íþróttarinnar verið tak- markaðar. „Það er mikill kostn- aður sem fylgir þessu og hingað til höfum við þurft að fjármagna allar okkar keppnisferðir sjálfar. Ég er búin að vera í fimleikum nánast alla mína ævi og ég held að fjölskylda mín sé komin með alveg upp í kok af því að kaupa klósettpappír og lakkríspoka af mér. Við erum því afar þakklátar fyrir ríkisstyrkinn sem við hlut- um í kjölfar titilsins, hann mun koma sér afskaplega vel.“ ERFITT AÐ HÆTTA Aðspurð segist Hrefna oft hafa leitt hugann að því að hætta í fimleikum og snúa sér að öðru. „Ég skal ekki neita því að ég hef oft leitt hugann að því að hætta í fimleikum en það er bara svo erfitt að hætta þessu þegar maður hefur áhugann og svona góðan hóp í kring um sig. Það er mjög erfitt að segja bless,“ segir hún og hlær. „Þetta tekur auðvitað mikinn tíma frá einkalífinu en maður reynir í staðinn að skipuleggja frídagana enn betur svo maður geti sinnt vinum og fjölskyldu. Vinkonur mínar eru oftast mjög skilningsríkar en það kemur fyrir að maður fái samviskubit yfir því hvað maður hefur lítinn tíma aflögu fyrir sína nánustu. Í raun hef ég samt alltaf verið svona upptekin því ég hef verið í fimleikum nánast alla ævina og þekki ekkert annað.“ Þegar Hrefna er innt eftir því hvort hún eigi sér önnur áhuga- mál utan fimleikanna nefnir hún ferðalög, göngur og skíði. „Fimleikarnir eru samt eigin- lega eina áhugamálið sem ég sinni af alvöru enda gefst lítill tími til annars.“ DEILA ÁHUGAMÁLINU Björn Björnsson, kærasti Hrefnu, stundaði fimleika í Ármanni á árum áður og þar kynntust þau fyrst. Hann þjálfar nú lið Gerplu en hún segir það koma sér ágæt- lega því þá sjái hún meira af honum en annars. „Þetta fyrir- komulag gengur mjög vel, við höldum einkalífinu alveg fyrir utan salinn en í salnum er ég bara ein af stelpunum þó að það geti af og til verið erfitt að láta hann segja sér fyrir. Fimleikarn- ir eru samt alveg heill heimur út af fyrir sig og það er mjög gott að við getum lifað og hrærst í sama heimi. Það er heldur ekki verra að geta eytt tíma með honum þó maður sé á æfingum, ég er mjög heppin með það,“ segir hún brosandi. Raddir hafa verið uppi um að stúlkurnar í Gerplu eigi að hljóta fálkaorðuna fyrir afrek sín á sviði íþrótta. Hrefna segir það gott og blessað og hefur sjálf ekkert á móti því að hljóta slíka viðurkenningu. „Við náðum okkar markmiðum og hugsuðum aldrei lengra en það. Mér þætti frábært að fá slíka viðurkenn- ingu og við höfum svo sannar- lega unnið fyrir henni sem fyrsti hópur á Íslandi sem hefur hamp- að Evrópumeistaratitli. En hver og einn verður að dæma um það ✽ b ak v ið tj öl di n Hæfileikarík Þarna er ég að gera spíkathopp á trampolíni. Ég fór með Ár- manni í æf- ingabúðir til Danmerkur árið 1997. Ung fimleikastjarna Ég á leið á mót í áhalda- fimleikum í gamla einkennis- búningi Ármanns. Evrópumeistarar P1 er samansettur af stelpum á aldrinum 17- 26 ára. Þrátt fyrir breitt aldursbil er þetta þétt- ur hópur sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt saman til að ná sínum markmiðum. Kringlunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.