Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 40
12 föstudagur 5. nóvember tíðin ✽ Kveikið á kertum mælistikan Y esmine Olsson hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hún heldur utan til Svíþjóðar í næstu viku þar sem hún tekur þátt í ráðstefnu til- einkaðri heilsu auk þess sem fyrsta mat- reiðslubók hennar hefur verið gefin út í Austurríki og Þýskalandi. Von er á þriðju matreiðslubókinni frá Yesmine innan skamms og mun sú vera með svolítið öðruvísi sniði en fyrri bækurnar. Með bókinni fylgir mynd- diskur sem sýnir hvernig best sé að matreiða hollan indverskan og arabískan mat heima hjá sér. Yesmine fer út í næstu viku og tekur fjölskyldu sína með sér í ferðina. „Ég á svo mikið af íslenskum vinum sem búa í Stokkhólmi þannig við ákváðum að fara saman öll fjölskyldan. Svo tek ég líka með mér tvo dansara og förðunarfræðing til að aðstoða mig á ráðstefnunni,“ segir hún. Í Stokkhólmi mun Yesmine kynna Bollywood-dans- ana sem hún hefur verið að kenna í World Class. Af því tilefni birti sænskt heilsutímarit stórt fimm blaðsíðna viðtal við hana þar sem Yesmine segir frá þessari skemmtilegu líkamsrækt. Yesmine stefnir á að gefa út þriðju matreiðslubók- ina sína í lok nóvember. Aðspurð segir hún sig aldrei hafa rennt grun í að bækurnar ættu eftir að ná slík- um vinsældum þegar hún hóf að rita þá fyrstu. „Nei, þetta var alls ekki planið og ég var búin að ákveða að snúa mér að öðru eftir fyrstu bókina. Þau verk- efni hafa svo setið svolítið á hakanum. En þetta er búið að vera mikið og skemmtilegt ævintýri,“ segir hún að lokum. - sm Yesmine Olsson sækir heilsuráðstefnu í Svíþjóð og gefur út sína þriðju bók: Kynnir Bollywood- dansa fyrir Svíum Mikið ævintýri Yesmine Olsson heldur út til Stokkhólms í næstu viku til að kynna Bollywood-dansa. Hún vinnur einnig að þriðju matreiðslubókinni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ Á uppleið: Notalegar sam- verustundir. Skólar eru hafnir og sum- arfríin búin og því ættu menn að nýta tímann í notalegar samverustundir með vinum og fjölskyldu. Bjóðið heim í spjall og heitt súkkulaði, leigið saman kvikmynd eða farið í göngutúra. Íslensk tónlist. Geislaplötur eru teknar að streyma inn í plötuversl- anir fyrir jólahátíð- ina, þar á meðal er ógrynnin öll af íslenskri gæða- tónlist. Því ekki að taka smá for- skot á sæluna og smella ljúfum tónum á fóninn núna. Framköllun. Stafrænu mynda- vélarnar gera það að verkum að fólk framkallar myndir í minna mæli nú en áður. Það er þó svo miklu skemmtilegra að blaða í gegnum myndaalbúm heldur en að flétta myndum á tölvuskjá. Á niðurleið: Þunnir jakkar. Það er alveg klárt að vetur- inn er geng- inn í garð. Það er því kominn tími til að skipta út þunnu jökkunum fyrir eitthvað aðeins hlýrra og rokheldara. Háir símreikningar. Á tímum farsímanna er fólk alltof gjarnt á að hringja í hvert annað í tíma og ótíma. Hvernig væri að taka skref aftur til fortíðar og reyna þess í stað að mæla sér mót einhvers staðar og spjalla. Þetta lækkar símreikninginn og sparar þannig pening. Baktal. Það getur stundum verið erfitt að sitja á sér og taka ekki þátt í baktali, sérstaklega ef manni er uppsigað við manneskjuna sem verið er að tala um. Baktal er ljótt og því ættu menn að hætta baknagi og hrósa þess í stað. H önnunarmerkið E-label opnar nýja verslun á morgun við Laugaveg 27 og mun við sama tækifæri kynna nýja fatalínu sem ber heitið E-label Exclusive. Að sögn Ástu Kristjánsdótt- ur, annars eigenda E-label, hefur mikið verið lagt í hönnun versl- unarinnar og var innanhússarki- tektinn Agnar Agnarsson, öðru nafni Agzilla, fenginn til að sinna verkefninu. „Hann er lærður inn- anhúsarkitekt frá Parsons-skól- anum í New York en hefur lítið verið að sinna því starfi. Við telj- um okkur því afskaplega heppnar að hafa fengið hann í þetta verk- efni með okkur. Nýja búðin verð- ur mjög ólík þeirri gömlu og allar innréttingarnar eru til dæmis smíðaðar frá grunni,“ segir Ásta og bætir við: „Okkur fannst kom- inn tími á smá andlitslyftingu.“ Exclusive línan frá E-label er meðal annars hönnuð af Hörpu Einarsdóttur og Ernu Bergmann og inniheldur hún flíkur sem eru aðeins dýrari en aðrar flíkur frá E-label. Nýja verslunin opnar klukkan 11.00 og verður fimmtán prósent afsláttur af öllum vörum í tilefni dagsins. - sm E-label opnar nýja verslun á Laugavegi: Verslun E-label fær andlitslyftingu Ný verslun E-label opnar nýja og betri verslun við Laugaveg 27 á morgun. GOTT SKART. Skartgripahönnuðurinn Jóhanna Met- úsalemsdóttir selur nokkur Kríu armbönd á afslætti til styrktar eldri konum á Haíti. Hægt er að nálgast skartið á kaffihúsinu Kaffi Haíti sem er í eigu föður Jóhönnu. Frá- bært framtak og ekki er verra að geta skreytt sig til góðs. Ný sending ! Þökkum frábærar viðtökur Styrking • Jafnvægi • Fegurð CC Flax Frábært við fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og öllum einkennum breytingaskeiðs Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr sjávarþörungum CC Flax gefur frábæran árangur við tifinningasveiflum, pirringi, hita- og svitakófi, svefntruflunum, fitusöfnun og húðþurrki. Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Kemur í veg fyrir bjúg og vökvasöfnun, styrkir nýru og hindrar sýkingu í þvagfærum.* Fjölbreyttar trefjar og ríkt af Omega-3. Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýndi að konur sem hafa mikið Lignans i blóðinu hafa að meðaltali 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum og heilsubúðum www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.