Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 42
14 föstudagur 5. nóvember ÁSGEIR KOLBEINSSON, 35 ÁRA Umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Sjáðu á Stöð tvö, einn af eigendum skemmtistaðarins Austurs og sálfræðinemi í Háskóla Íslands Ásgeir býr í flottri piparsveinaíbúð á Laugaveginum, eða í Stjörnuport- inu þar sem Stjörnubíó var áður fyrr. Þar hefur hann búið í þrjú ár og kann vel við sig á þessum stað í miðbænum, segir hann vera í hæfi- legri fjarlægð frá skarkala skemmtanalífsins. Hann hefur búið í mörgum hverfum í borginni um árin og því ekkert eitt sem á hug hans allan. Áður en hann flutti í miðbæinn bjó hann í Vesturbænum í Reykjavík og var einnig mjög ánægður á þeim slóðum. TOPP 10 FARTÖLVA „Apple Macbook Pro. Þegar maður eignast einn hlut frá Apple þá líður ekki á löngu þar til þú færð þér eitt- hvað meira. Þessi fartölva er sú skemmtilegasta sem ég hef átt hingað til og nota ég hana mikið í leik og starfi.“ BORÐTÖLVA „Apple iMac borðtölva. Þessi tölva er í miklu uppáhaldi, enda er þetta ekki bara gríðarlega öflug vél heldur líka mikið augnayndi.“ SÍMINN „IPhone 4. Ég er forfallinn iPhone-eigandi og er búinn að eiga alla þá síma sem komið hafa frá Apple. Gríð- arlega öflugt tæki sem er í raun eins og lítil tölva, og því nota ég hann mikið. LIST „Málverkið er eftir frábæra listakonu sem heitir Gerður Sigurðardóttir. Æðisleg mynd og í réttu ljósi er hreinlega eins og sólsetrið lifni við í myndinni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÓNLISTIN „Stórkostleg græja frá GENEVA. Hátalari með alveg mögn- uðum hljómi, geislaspilari, útvarp og iPod-spilari, allt í einu og sama box- inu. Þetta leysti mikið græjuvandamál á mínu heimili.“ MÁLVERK „Þessi mynd eða klessa, er eftir stór- vin minn Loga Bergmann. Hann gaf mér þessa mynd í afmælisgjöf fyrir fjórum árum og ég trúi því að þetta eigi eftir að verða verðmætasta eign mín í komandi framtíð.“ KAFFIVÉLIN „Ég drakk ekki kaffi fyrr en ég fékk að smakka það úr góðri kaffivél. Þess vegna varð ég auðvitað að eignast eina. Ég drekk samt voða lítið kaffi, enda er kaffi ekki alveg hollasti drykurinn sem völ er á.“ GRILL „Ég er mikill grillari og á því að sjálfsögðu stórt og mikið gasgrill. Ég elska að grilla og ekki bara á sumrin. Grillið er í skjóli svo það er alveg verið að setja jafn mikið af steikum á það í janúar og í júlí.“ FJÖLSKYLDUMYNDIR „Myndir af mér og syni mínum Ívani Degi sem voru teknar hjá Gassa fyrir fjórum árum. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að þessi myndarammi sé í miklu uppáhaldi hjá mér.“ BLANDARI „Það er nauðsynlegt að eiga góðan blandara. Ég geri mikið af boozt-drykkjum, með ávöxtum, skyri og söfum og því er þetta nauðsynleg græja.“ Borgardekk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.