Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 52

Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 52
 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is 67 ÞORGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR kórstjóri er 67 ára„Söngferðalögin eru sérstök og ólík öðrum ferðalögum að því leyti að þú ert ekki einungis búinn að safna fyrir þeim veraldlega heldur einnig andlega.“ Tískusýning íslenskra hönnuða, Bolly- wood-sýning, ráðleggingar stílista, upplestur og happdrætti. Allt verður þetta til skemmtunar á fyrsta gala- kvöldverði kvenfélagsins Silfurs, sem haldinn verður í fundarsal Hall- veigar staða annað kvöld. Elsa María Jakobsdóttir verður kynnir kvöldsins og Unnur Arngrímsdóttir leggur gest- um lífsreglur í sambandi við fram- komu. Aðgangur kostar 6.500 krón- ur og innifalið í því verði er matur og drykkur. Afraksturinn rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. „Þetta er góðgerðarkvöldverð- ur þar sem allir borga sig inn og við leggjum mikinn metnað í að hann heppnist sem best,“ segir Ingibjörg Rafnar, ein fjögurra stúlkna í stjórn kvenfélagsins Silfurs. Hún upplýsir að nokkrir miðar séu enn eftir á gala- kvöldverðinn sem er fyrsti viðburð- urinn á vegum félagsins að hennar sögn. „Við erum í raun að hefja starfsemi Silfurs,“ segir Ingibjörg og lýsir til- drögum að félagsstofnuninni nánar. „Við vorum nokkrar stelpur sem hitt- umst um jólaleytið 2008. Okkur lang- aði allar að láta gott af okkur leiða og þá einkum að efla tengslanet kvenna og styðja við málefni sem snúa að konum og börnum. Byrjuðum á að viðra hugmyndirnar við vinkonur okkar og úr varð kvenfélagið Silfur með 30 virkum félagskonum úr öllum áttum sem vonandi á eftir að fjölga. Starfið verður blanda af skemmtun og fjáröflun til góðra mála og stefn- an er sú að styrkja eitt til tvö málefni hverju sinni.“ En af hverju að stofna nýtt kven- félag í stað þess að ganga til liðs við eitthvert þeirra sem fyrir eru? „Við berum mikla virðingu fyrir öðrum kvenfélögum og þeim konum sem hafa rutt brautina. En í Silfri höfum við áhuga á að móta starfsemina eftir okkar höfði. Hver sem er getur kynnt sér hana á fésbókinni og mætt á næsta fund,“ segir Ingibjörg. Í þessum mán- uði segir hún fyrirhugaða umræðu um stjórnlagaþingið en næsti fundur þar á eftir gæti snúist um haustliti í förð- un og tísku. „Það veltur allt á félags- mönnum um hvað fundirnir fjalla. Við höfum allar eitthvað fram að færa og þátttakan er lýðræðisleg,“ tekur hún fram. Kvenfélagið Silfur gekk nýlega í Bandalag kvenna í Reykjavík og er því einn af hlekkjunum í Kvenfélagasam- bandi Íslands, þar sem Ingibjörg segir þeim Silfurskonum hafa verið sérlega vel tekið. „Það er afl í ungum konum og þegar þær koma margar saman eykst slagkrafturinn. Við höfum hug á að nýta hann til góðs.“ gun@frettabladid.is HIÐ NÝJA KVENFÉLAG SILFUR: HELDUR FYRSTA GALAKVÖLDVERÐ SINN Viljum láta gott af okkur leiða Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, Rúnars I. Sigfússonar verkfræðings, Freyjugötu 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11B, deildar 11E og líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Björg Østrup Hauksdóttir Einar Þorbjörn Rúnarsson Eva Arnarsdóttir Marta Margrét Rúnarsdóttir Daníel Pálmason Sigrún Birna Rúnarsdóttir Helena Katrín Einarsdóttir Baldur F. Sigfússon og fjölskylda Sigmundur Sigfússon og fjölskylda Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, Þuríður Valgerður Björnsdóttir Hjallaseli 55, andaðist mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Alda H. Grímólfsdóttir Valdimar Guðlaugsson Andrés H. Grímólfsson Guðrún Grímólfsdóttir Jón Steinar Snorrason Eiríkur Steinþórsson Hjördís Björg Andrésdóttir Sverrir Ö. Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðborg Siggeirsdóttir Kirkjulundi 8 (áður Álfhólsvegi 28a), verður jarðsungin frá Vídalínskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Rannver Stefán Sveinsson Sigurjón Sveinn Rannversson Fjóla Finnsdóttir Guðrún Magnea Rannversdóttir Snorri Snorrason Katla Björk Rannversdóttir Kristján Albert Eiríksson Birna Mjöll Rannversdóttir Arnfinnur Daníelsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur, Gísli Hauksson Hólmvaði 2, Reykjavík, lést föstudaginn 29. október. Útför hans fer fram frá Breiðholtskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning Krýsuvíkur samtakanna. 0313-26-004896 Kt: 610486- 1699. Karen S. Kristjánsdóttir Unnur Gísladóttir Einar Ómarsson Anna Kristín Gísladóttir Unnur Gísladóttir Haukur Berg Bergvinsson Halldór Hauksson Sumarlína Pétursdóttir Bergrós Hauksdóttir Kristjana Berg Hauksdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Hekla Árnadóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Geir Guðmundsson Margrét Geirsdóttir Gestur Jónsson Árni Jón Geirsson Sigríður Þ. Valtýsdóttir Guðrún Geirsdóttir Jón Friðrik Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir og mágur, Jón Sigurgeir Sigurþórsson véltæknifræðingur til heimilis að Álftamýri 8, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans 30 okt. sl. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. nóv- ember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sigurþór Jónsson Sigurþór Jónsson Sigurborg V. Jónsdóttir Garðar Sigurþórsson Sigrún Sigurþórsdóttir Reynir Guðmundsson Sigurþór Sigurþórsson Hjartkær eiginmaður minn, Tryggvi Georgsson múrarameistari, Hamragerði 13, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bergljót Pálsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og andláti okkar ástkæra bróður og frænda, Jónasar M. Bjarnasonar Skeiðarvogi 1. Bjarni S. Bjarnason Páll Ragnar Haraldsson Jóhann Óskar Haraldsson Anna Guðmundsdóttir Lilja Hafdís Guðjónsdóttir Pálmi Hamilton Lord Auður Sigurðardóttir Þorgrímur Guðmundsson og fjölskyldur okkar MOSAIK STJÓRN SILFURS Jóhanna Ella Jónsdóttir, Inga Birna Kjartansdóttir, Katrín Stefánsdóttir og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.