Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 54
30 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Pældu í því! Hann útvistaði störfunum okkar til Indlands! Láttu mig hafa einn til, tsakk fwyrir! Jæja? Segðu mér þá hver er heimavöllur Luton Town! Uuu þetta veit ég! Knnnl... Wöööörth... Knl... Wöö... Takk fyrir í dag! Kenil...worth Road! Þessi væri erfiður fyrir ódrukkinn mann! Kenilworth Road! Kenilworth Road! Léttur leikur! Þið púlarar eruð swoo- oo... Gaur! Þetta er búið! GÓÐA NÓTT! Ojj! Fólk með teina á ekki að brosa þegar það borðar salat. Lóa! Hættu að berja í diskinn þinn! Nóg komið! Þú situr á gólf- inu meðan við klárum að borða! Ég skal ná í leikfang fyrir hana. Takk Hannes, það er mjög... ... fallegt af þér. LÁRÉTT 2. sæti, 6. úr hófi, 8. merki, 9. kirna, 11. skst., 12. bragðbætir, 14. hreinsa, 16. tveir eins, 17. taug, 18. eyrir, 20. skóli, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. eftir hádegi, 4. sandgrynning, 5. sjáðu, 7. nýr, 10. ar, 13. gyðja, 15. þefja, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. of, 8. hak, 9. ker, 11. no, 12. krydd, 14. skíra, 16. kk, 17. sin, 18. aur, 20. fg, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. eh, 4. sandrif, 5. sko, 7. ferskur, 10. ryk, 13. dís, 15. anga, 16. kaf, 19. rá. Þegar ég var lítil fengum við okkur stundum kakó og brauð með osti á köldum vetrarkvöldum þegar farið var að rökkva og snjór úti og svo undurkósí að kveikja á kertum og kúra saman inni í stofu og dunda eitthvað. Og nú langar mig að endurvekja þennan sið með fjölskyldunni minni og bjóða henni upp á kvöldkakó a la ég og æska mín. UPPÁSTUNGUNNI er vel tekið og ég dríf mig svo inn í eldhús þar sem kvöl og sam- viskubit grípa um sig. Kvölin er vegna val- arinnar sem þarf að vera rétt: Eldri dóttirin vill ekkert nema flatkökur. Hún fær feitan ost því hún þarf orkuna, rabarbarasultu undir og smjör, ekki of mikið samt. Hún vill bleika diskinn. Sú litla vill brauð sem er skorið í teninga, ekki of litla og ekki of stóra. Hún vill ost en fær bara sojaost því hún er með mjólkuróþol. Stundum hafnar hún sojaostinum, stundum ekki. Alltaf spennandi. Hún vill sultu, en ofan á ost- inn og yfirleitt ekki rabarbarasultu heldur jarðarberja. Hún vill líka bleika diskinn. SAMBÝLISMAÐURINN er í uppbygg- ingu eftir að hafa verið lasinn og lystarlaus, hann vill ristað brauð með smá smjöri, osti og skinku. Stelpurnar munu sjá það og vilja skinku, ofan á sultuna og ostinn. Sé það fyrir og skelli tveimur auka skinkusneiðum á disk. Sjálf er ég í aðhaldi og fæ hrökkbrauð með 9% osti. KAKÓIÐ er eftirfarandi: Swiss Miss handa eldri dótturinni, blandað með mjólk svo það sé ekki of kalt, borið fram í hálffullri prins- essukönnu, vatnskakó handa þeirri yngri, kælt með sojamjólk, samt ekki of mikilli, borið fram í stútkönnu með röri, súkkulaði- próteindrykkur í háu glasi handa sambýlis- manninum og diet-light-invisible-delight súkkulíkiseitthvað úr bréfi handa mér. OG hér kemur að samviskubitinu: brauðið er ekki heimabakað. Ekki flatkökurnar heldur. Smjörið er smjörvi sem er fullur af transfitusýrum, rabarbarasultan reyndar afagerð en full af hvítum sykri. Ekki sykur í jarðarberjasultunni en örugglega hægt að finna eitthvað annað óhollt. Kakóið tínt af þrælabörnum í Afríku, sykrað með hvítum sykri og örugglega fullt af trans- fitusýrum. Osturinn þjófstolinn frá kúa- börnum, mæður þeirra pyndaðar með ódýrúðlegum mjaltavélum í allt of litlum fjósum og fá aldrei að fara út. Skinkan ekk- ert nema litar- og bragðefni, sem betur fer er meiriparturinn vatn. SVO ber ég fram litar- og bragðefnin á plastdiskum, plaststútkönnum og glösum við mikinn fögnuð en eitthvað hefur glat- ast í undirbúningnum. Í minningunni var kakóstundin ekki svona flókin. Kakó og brauð með osti … allt sem þú þarft Jólahandbókin kemur út 30. nóvember Nánari upplýsingar veitir: Ruth Bergsdóttir 512 5469/ 694 4103 ruth@365.is Auglýsendur tryggið ykkur pláss í blaðinu! Meðal efnis í blaðinu: Allt um jólamatinn; forréttir, aðalréttir, eftirréttir og borðskreytingar. Fjölbreytt jólaskraut og jólaföndur. Ólíkir jólasiðir. Íslenskar og alþjóðlegar uppskriftir að jólakökum og jólasælgæti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.