Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 10. febrúar 2011 23 Sérstakt andrúmsloft hefur búið um sig meðal íslensku þjóðar- innar. Hún finnur sig svikna eftir að fjárglæframenn reistu sér og þjóðinni slíkan hurðarás um öxl, að á tímabili mátti vart á milli sjá hvort þjóðarskútan sykki eða næði landi að nýju. Eftir slíka ágjöf er ekki undarlegt að mikil reiði búi um sig og hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Flestar þeirra eðlilegar og heilbrigðar en aðrar sýnu verri. Þjóðfélagsumræðan hefur mótast mjög af hruninu og aukin harka hefur færst í leikinn. Það er eðli- legt þegar tekist er á um mikils- verð mál og erfið. Þó verður að viður kennast að sumt af því sem nú ber fyrir augu og eyru á opinberum vettvangi, virðist fremur eiga rætur sínar að rekja til firringar tíma útrásar víkinganna en þeirrar rétt- mætu kröfu að réttlætið nái fram að ganga. Virðast margir tilbúnir til þess að beita fremur ógeðfelldum aðferðum til að sverta mannorð annarra einstaklinga og þá oft á hæpnum forsendum eða hreinlega fölskum. Samstaða er ekki þöggun Það hefur löngum verið metið til mannkosta þegar fólk getur lagt sig fram um að sjá hið jákvæða í fari náungans, fremur en það sem upp á vantar. Því miður virðist mörgum mest í mun að gera mikið úr göllum samferða fólksins, fremur en kostum þess og því sem það er umkomið að leggja til málanna. Fámenn þjóð má ekki lengi við slíkum hugsunar hætti. Við verðum að geta kallað það besta fram í hverjum og einum og gera öllum kleift að njóta hæfileika sinna og starfskrafta. Í því ljósi er mikil- vægt að við leggjum okkur öll fram um að standa fyrir uppbyggilegri umræðu, þar sem enginn afsláttur er gefinn á gagnrýnni hugsun, þeirri kröfu að lögum sé fylgt, en leitast er við að sýna sanngirni og virðingu fyrir náunganum. Á góðum stað er bent á þá stað- reynd að ríki sem er sjálfu sér sundur þykkt fái ekki staðist. Við verðum að huga vel að því nú þegar miklir erfiðleikar hafa sótt okkur heim. Við höfum alla ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni ná vopnum sínum að nýju, það hefur hún ætíð gert í kjölfar mikilla áfalla. En til þess að það megi verða verðum við að læra að treysta þeim sem traustsins eru verðir og hætta að brjóta niður það góða sem í kringum okkur er. Því miður virðist mörgum mest í mun að gera mikið úr göllum samferðafólksins, fremur en kostum þess. Frá árinu 1990 hefur tíðni örorku vegna geð- og atferlisraskana nánast tvöfaldast hér á landi, án þess að tíðni þessara raskana hafi hækkað að ráði. Þetta kemur fram í grein eftir Sigurð Thorlacius, Sigurjón B. Sigurðsson, Stefán Ólafsson og Krist- in Tómasson sem birtist á síðasta ári í Journal of Mental Health. Sem hlutfal l af heildarfjölda öryrkja á tíma- bilinu 1990- 2007, þá óx tíðni kvenna með örorku vegna geð- og atferlis- raskana úr 14% í 29%, meðan karlar fóru úr 20% í 35%. Höf- undarnir velta fyrir sér ýmsum skýringum á þessari aukningu en eftir lestur greinarinnar stendur eftir mikilvæg spurning: Hvað með geðlyfin? Eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum árum er ávísun geðlyfja hér á landi með því mesta sem þekkist í heiminum. Þegar þetta er haft í huga vaknar eftirfarandi spurning: Af hverju hafa geð lyfin ekki dregið úr aukningu örorku vegna geðraskana? Árið 2004 veltu Tómas Helgason, Helgi Tómasson og Tómas Zoëga þessari spurningu fyrir sér í grein sem birtist í British Journal of Psychiatry, en þar er fjall- að um áhrif þunglyndislyfja á heilsu- far Íslendinga. Niðurstaða greinar- innar er að ekkert bendi til að hröð aukning á ávísun þunglyndislyfja hafi minnkað þann mikla vanda sem þunglyndi veldur. Greinarhöfundar benda enn fremur á að ekki muni draga úr þessum vanda fyrr en með tilkomu betri meðferða. Þegar þessi niðurstaða er höfð í huga er eðlilegt að spyrja hvort langvarandi neysla geðlyfja geti mögulega aukið vanda þeirra sem kljást við geðraskanir. Bandaríski rannsóknarblaðamaðurinn Robert Whitaker svarar þessari spurn- ingu játandi í bókinni Anatomy of an Epidemic sem út kom á síðasta ári. Það er ekki að ástæðulausu því á undanförnum tuttugu árum hefur örorka vegna geðraskana þrefald- ast í Bandaríkjunum á sama tíma og ávísun geðlyfja hefur aukist gríðar- lega. Bók Whitakers, sem er vel rökstudd, hefur komið af stað hörð- um deilum í Bandaríkjunum enda finnst mörgum geðlæknum hann vega að starfsheiðri þeirra. Íslend- ingum mun gefast færi á að hlýða á Whitaker 19. febrúar næstkomandi. Hann verður aðalfyrirlesari á mál- þingi sem Hugarafl, félag notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og fag- aðila, stendur fyrir milli 14 og 17 í salnum Skriðu í húsnæði Kennara- háskólans. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Örorka og geðlyf Heilbrigðismál Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur Af hverju hafa geðlyfin ekki dregið úr aukningu örorku vegna geðraskana? Byggjum upp traust Siðferði Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur E N N E M M / S ÍA / N M 45 32 9 Endurbótum er nú lokið á Vínbúðinni Skeifunni og við bjóðum ykkur velkomin í nýja og glæsilega búð. vinbudin.is Höfum opnað nýja og betri Vínbúð í Skeifunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.