Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
HEILSA Af Norðurlöndunum er Ísland
eina landið sem ekki hefur komið
upp mjólkurbanka þar sem hægt
væri að sækja brjóstamjólk handa
fyrirburum í neyðartilfellum. Þetta
segir Arnheiður Sigurðardóttir, lýð-
heilsufræðingur og brjóstagjafaráð-
gjafi. Hún bendir á að hér á landi
séu bara 13 prósent ársgamalla
barna enn á brjósti, samanborið við
40 prósent í Noregi.
„Brjóstagjöf er svo miklu meira
en bara næring. Brjóstabörn eru
miklum mun heilsuhraustari og
brjóstagjöf styður tengslamyndun
og hreyfiþroska,“ segir Arnheiður
og kallar eftir brjóstamjólkurbanka
hér á landi.
„Mjólkurbankar ytra hafa breytt
viðhorfi til brjóstamjólkur og ýtt
undir skilning fólks á mikilvægi
hennar. Nú er til dæmis farið að gefa
krabbameinssjúklingum erlendis
brjóstamjólk og íþróttamenn neyta
hennar fyrir leiki, orkunnar vegna.“
- þlg / Allt í miðju blaðsins
Miðvikudagur
skoðun 14
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Markaðurinn
Mjólkurbankar ytra
hafa breytt viðhorfi
til brjóstamjólkur og ýtt undir
skilning fólks á mikilvægi
hennar.
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
LÝÐHEILSUFRÆÐINGUR
veðrið í dag
16. febrúar 2011
38. tölublað 11. árgangur
16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Þ eir standa hlið við hlið í innkeyrslu á Akureyri Jeepsterarnir A 1666 og A 1667. Eins og samrýmdir bræður. Annar blár og hvítur með stórum brettum, árgerð 1972, hinn hvítur, árgerð 1973. Þeir eru af síðustu módelunum sem framleidd voru af þessari tegund þannig að þetta eru sögulegir bílar. „Já, þetta voru endalokin,“ segir Jóhann Björgvinsson, eigandi þess bláhvíta og kveðst ánægður meðað hafa náð í i
dekk 1988, þá var ekki algengt að bílar væru á svo stórum hjólum. Þetta var svona í upphafi jeppa-breytingarmenningar,“ segir hann brosandi.
Leonard, sonur Jóhanns, á hvíta Jeepsterinn. Fann hann á netinu og keypti hann þegar hann var sextán ára og keppti á honum í sandspyrnu á sautján ára afmæl-inu, þannig að hann var straxtekinn til kostanna
gömlu Willys-jepparnir. Eru líka á mýkri fjöðrum sem þótti gott á malarvegunum í gamla daga,“ segir Jóhann. „Mér finnst þeir hafa góða aksturseiginleika, þeir eru léttir og drífa mjög vel.“ Báðir eru bílarnir notaðir til ferðalaga af og til. Jóhann kveðst hafa verið meðal fyrstu manna sem óku upp á Bárðarbun á1986
Akureyrsku feðgarnir Jóhann Björgvinsson og Leonard Jóhannsson aka létt á sínum öldnu bílum
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Síðustu módelin sem smíðuð voru af Jeepster
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin
12 kg
Þvottavélog þurrkari
Reykjavík hefur fjölda forvitnilegra staða að
bjóða þeim sem vilja skreppa í stuttar ferðir
innan höfuðborgarsvæðisins. Elliðaárdalur er
sérstaklega fallegur nú um mundir og gaman
að ganga þar, til að mynda um Indíánagil.
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Indriði H. Þorláksson
Svarar skrifum
Viðskiptaráðs um skatta
7
Breyttar skattareglur
Gagnaverin láta
vita af sér
2
Sparisjóðirnir
Endurskipulagning
á lokaspretti
4-5
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 16. febrúar 2011 – 3. tölublað – 7. árgangur
VERÐBÓLGA Í KÍNA
Kínverska efnahagsundrið virð-
ist komið út að þanmörkum, í bili
að minnsta kosti. Verðbólga þar
vex hratt og mældist 4,9 prósent
í janúar, og hafði þá hækkað úr
4,6 prósentum síðan í desember.
Mestu munar þar um 10,3 pró-
senta hækkun matvælaverðs.
Sérfræðingar búast við áfram-
haldandi verðbólguvanda, því
Kínverjar glíma nú við hratt
vaxandi eftirspurn sem ekki er
hægt að fullnægja með ódýrum
innflutningi.
METHALLI VESTRA
Barack Obama kynnti fjárlög árs-
ins 2012 og hljóða þau upp á 3,73
billjó
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Við stefnum að því að fyrirtækið verði skráning-arhæft í lok árs 2012 og horfum til tvíhliða skrán-ingar á hlutabréfamarkað árið 2013, hér og annað-hvort í Ósló í Noregi eða í Stokkhólmi í Svíþjóð,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri upplýsingatækni-fyrirtækisins Skýrr. Hann segir nóg að gera í upp-lýsingatækni, uppsveifla sé á hinum Norðurlönd-unum, ekki síst í Svíþjóð og Noregi þar sem staða dótturfélaga Skýrr sé sterk á í
Teymis hafi skilið hvert stef di og því gengið til samninga við kröfu-
hafa, banka og lífeyrissjóði, sem
tóku við félaginu. Þeir afskrifuðu ekkert, stilltu hluta skulda af svo
félagið bæti borið þær og breyttu afganginum í hlutafé.
Í kjölfar nauðasamninga var
fyrir tækjasamstæða Teymis stokk-
uð upp og einblínt á samlegðaráhrif fyrirtækja sem þar voru. Byrjað var á að sameina Skýrr Landsteina Streng E kil
Stefna á skráningu
á hlutabréfamarkað
Teymi var skipt upp í tvo hluta um áramótin. Skýrr er orðið eitt af tíu stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum, segir forstjórinn Gestur G. Gestsson.
GESTUR G.
GESTSSON
Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns-
son, forstjóri Saga Fjárfesting-
arbanka, hefur sagt starfi sínu
lausu. Dr. Hersir Sigurgeirsson,
stærðfræðingur og framkvæmda-
stjóri áhættu-
stýringar bank-
ans, hefur tekið
hans stað.
Þorvaldur
Lúðv í k v i ld i
ekki tjá sig op-
inberlega um
m á l ið þ e g a r
eftir því var
leitað í gær.
Hann var for-
stöðumaður eigin viðskipta hjá
Kaupþingi en hætti þar árið 2006
til að stofna Saga Capital Fjár-
festingarbanka. Hann hefur haft
réttarstöðu sakbornings í tveim-
ur rannsóknum á vegum embættis
sérstaks saksóknara. Önnur lýtur
að Kaupþingi í aðdraganda falls
bankans hin rannsóknin á k
Þorvaldur
hættur
ÞORVALDUR
LÚÐVÍK
SIGURJÓNSSON
ÓDÝRT FYRIR ALLA!
Nýr tilboðsbæklingur í dag
Ísland sagt eftirbátur Norðurlanda hvað varðar neyðaraðstoð handa fyrirburum:
Ísland er eitt án mjólkurbanka
STREKKINGUR NV-TIL af
norðaustri og væta en annars
hæg austanátt og úrkomulítið, en
rigning eða slydda A-til síðdegis.
Hiti 0-5 stig.
VEÐUR 4
2 0
1
2
2
Göfugt verkefni
Íslendingar eru staddir á
Indlandi á vegum Rótarý
í þeim tilgangi að útrýma
lömunarveiki.
tímamót 20
HEILSA Sterkt samband er á milli
koffínneyslu íslenskra ung-
menna og vímuefnanotkunar.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem Rannsóknir og grein-
ing við Háskólann í Reykjavík
gerðu í samstarfi við mennta-
og menningarmálaráðuneytið
í efstu bekkjum grunnskóla
landsins árið 2009.
Niðurstöðurnar eru birtar í
vísindatímaritinu Journal of
Adolescence.
„Áhrif koffíns eru meiri en
okkur grunaði,“ segir Álfgeir
Logi Kristjánsson, prófessor við
Columbia-háskóla í New York,
sem var einn þeirra sem stóðu
að rannsókninni.
Hann vísar þar í sláandi
niður stöður sem sýna meðal
annars að 93 prósent þeirra
sem nota koffín daglega reykja
á hverjum degi eða hafa orðið
ölvuð síðustu 30 daga.
- rve / allt í miðju blaðsins
Rannsókn meðal unglinga:
Fylgni milli
koffínneyslu og
áfengisdrykkju
SNJÓRINN TROÐINN Frábært veður var í Bláfjöllum í gær. Smá gola og frost um fjórar gráður. Að
sögn starfsmanns í Bláfjöllum renndu um fimmtán hundruð manns sér á skíðum þar í gær. Skíðafærið var gott
og nóg af snjó. Gert er ráð fyrir að opið verði í Bláfjöllum í dag og á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bragðmikil terta
Daníel Ágúst sendir frá sér
sína aðra sólóplötu í mars.
fólk 24
Spurs í góðum málum
Peter Crouch tryggði
Tottenham sigur á AC
Milan í Meistaradeildinni.
sport 26
EVRÓPUMÁL Jón Bjarnason, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
útilokar ekki að hann muni greiða
atkvæði með þingsályktunartil-
lögu Unnar Brár Konráðsdóttur
og fleiri þingmanna um að draga
skuli umsókn Íslands um aðild
að Evrópusambandinu til baka.
Þannig gengi hann þvert gegn
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Þetta kom fram í gærkvöldi á
fundi Jóns með Ísafold, ungliða-
hreyfingu sem berst gegn aðild
Íslands að ESB.
„Nú segi ég eins og pókermað-
ur að við bíðum og sjáum þetta
koma fram á Alþingi. En ég vil
bara segja að ef þingið metur
það svo að umsóknarvinnan sé
komin út fyrir
þann ramma
sem þingálykt-
unartillagan
[um umsókn
Í s l a nd s u m
aðild að ESB]
kveður á um þá
á málið að fara
til þingsins og
stöðvast,“ sagði
Jón og vitnaði
til fyrirvara sem Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, hélt á
lofti í aðdraganda þess að Alþingi
samþykkti umsóknina. Fyrir-
vara þess efnis að leggja megi til
á hverju stigi málsins að samn-
ingaviðræðum verði hætt.
Jón minnti á að hann væri „ein-
dreginn andstæðingur þessarar
umsóknar“ og rifjaði einnig upp
„hvernig við greiddum atkvæði
á sínum tíma. Þetta er jú þannig
mál innan ríkisstjórnarflokkanna
þar sem hver og einn fylgir þeirri
stefnu sem hann hefur.“
Ráðherra gerði að umræðuefni
svör Íslands, sem nýlega voru
lögð fram á rýnifundi um land-
búnaðarmál, um að í engu yrði
íslenska kerfið aðlagað kerfi ESB
fyrr en að lokinni þjóðaratkvæða-
greiðslu.
„Við viljum ekki semja um und-
anþágur heldur að það verði ávallt
íslensk lög sem ráða því hvernig
við ráðum okkar landbúnaði.“
Spurður úr sal þvertók ráðherr-
ann fyrir að utanríkisráðuneytið
hefði á einhvern hátt „ritskoðað“
fyrrgreind svör.
Hann sagðist ekki hafa feng-
ið formleg viðbrögð frá ESB við
þessum svörum. Þess má geta að
um síðustu helgi lýsti sendiherra
ESB á Íslandi, Timo Summa, því
í viðtali hér í blaðinu að Íslend-
ingum væri frjálst að bíða með
að laga sig að kerfi ESB þar til að
þjóðaratkvæðagreiðslu lokinni.
Þá sagðist Jón ekki útiloka að
Íslendingar gætu haft áhrif á
sameiginlega sjávarútvegsstefnu
ESB. „En við yrðum ósköp smá,“
sagði hann.“
- kóþ
Gæti kosið gegn stjórninni
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra útilokar ekki að hann greiði atkvæði með þingsályktunartillögu um
að umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka. Minnir á orð formanns Vinstri grænna um fyrirvara.
JÓN BJARNASON