Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 21

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 21
 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Þ eir standa hlið við hlið í innkeyrslu á Akureyri Jeepsterarnir A 1666 og A 1667. Eins og samrýmdir bræður. Annar blár og hvítur með stórum brettum, árgerð 1972, hinn hvítur, árgerð 1973. Þeir eru af síðustu módelunum sem framleidd voru af þessari tegund þannig að þetta eru sögulegir bílar. „Já, þetta voru endalokin,“ segir Jóhann Björgvinsson, eigandi þess bláhvíta og kveðst ánægður með að hafa náð í eintak. „Ég er búinn að eiga minn bíl frá 1979 en er reyndar talsvert búinn að breyta honum í gegnum tíðina. Setti hann á 44 tommu dekk 1988, þá var ekki algengt að bílar væru á svo stórum hjólum. Þetta var svona í upphafi jeppa- breytingarmenningar,“ segir hann brosandi. Leonard, sonur Jóhanns, á hvíta Jeepsterinn. Fann hann á netinu og keypti hann þegar hann var sextán ára og keppti á honum í sandspyrnu á sautján ára afmæl- inu, þannig að hann var strax tekinn til kostanna. Jeepster var framleiddur af Willys-verksmiðjunum. Jóhann segir þá fyrstu hafa verið smíð- aða 1948 en þeir hafi tekið breyt- ingum gegnum árin. „Þeir eru aðeins lengri og rennilegri en gömlu Willys-jepparnir. Eru líka á mýkri fjöðrum sem þótti gott á malarvegunum í gamla daga,“ segir Jóhann. „Mér finnst þeir hafa góða aksturseiginleika, þeir eru léttir og drífa mjög vel.“ Báðir eru bílarnir notaðir til ferðalaga af og til. Jóhann kveðst hafa verið meðal fyrstu manna sem óku upp á Bárðarbungu árið 1986. „Það er búið að prófa ýmislegt,“ segir hann. En hafa þeir feðg- ar aldrei velt bílunum? „Nei, það hefur ekki komið fyrir enn, sem betur fer,“ segir Jóhann en telur soninn reyndar hafa verið mjög nærri því. gun@frettabladid.is Akureyrsku feðgarnir Jóhann Björgvinsson og Leonard Jóhannsson aka létt á sínum öldnu bílum FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Síðustu módelin sem smíðuð voru af Jeepster DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Reykjavík hefur fjölda forvitnilegra staða að bjóða þeim sem vilja skreppa í stuttar ferðir innan höfuðborgarsvæðisins. Elliðaárdalur er sérstaklega fallegur nú um mundir og gaman að ganga þar, til að mynda um Indíánagil.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.