Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 26
16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● apótek
Garðs apótek er eitt af fáum einka-
reknum apótekum höfuðborgar-
svæðisins og tengist hvorki lyfja-
keðjum né eignarhaldsfélögum.
Apótekið dregur nafn sitt af Hólm-
garði 34, þar sem það var fyrst
opnað í október fyrir 55 árum, en
síðan flutti það að Sogavegi 108 þar
sem það er nú til húsa.
Stofnandi og fyrsti lyfsali Garðs
Apóteks var Mogens A. Mogensen.
Hann rak apótekið til ársins 1984
en þá tók Örn Ævarr Markússon
við apótekinu og var lyfsali þess til
loka ársins 1997. Jón R. Sveinsson
tók næstur við lyfsöluleyfinu og rak
apótekið til 1. ágúst 2006 að núver-
andi apótekari, Haukur Ingason,
keypti Garðs Apótek og tók við lyf-
söluleyfi þess. Haukur er því fjórði
apótekarinn í meira en hálfrar aldr-
ar sögu Garðs Apóteks.
Haukur er Kópavogsbúi, ætt-
aður úr austri og vestri, frá
Reyðarfirði og Ísafirði, stúdent
frá Menntaskólanum í Kópavogi
og lyfjafræðingur frá Lyfjafræði-
háskólanum í Kaupmannahöfn.
Eiginkona Hauks er Katrín Þór-
arinsdóttir úr Reykjavík, ættuð
undan Eyjafjöllunum og frá Snæ-
fellsnesi. Saman eiga þau fjögur
börn.
Einkarekið apótek í 55 ár
Garðs Apótek er á horni Sogavegar og Réttarholtsvegar, en dregur nafn sitt af fyrstu
heimkynnum sínum sem voru við Hólmgarð 34. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Garðs Apótek er afbragðs-
dæmi um að með nýjum
mönnum koma nýir siðir og
ný tækifæri sem eru einkar
hagstæð almenningi.
„Mig langaði að breyta til eftir
mörg ár í starfi hjá lyfjafram-
leiðendum og keypti Garðs Apó-
tek þegar það bauðst fyrir fimm
árum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari
og þótti það spennandi áskorun,
enda hefur gengið afar vel allar
götur síðan,“ segir Haukur Inga-
son apótekari í Garðs Apóteki
þar sem verslun og viðskipti hafa
margfaldast síðan Haukur tók við
lyfsöluleyfinu.
„Ég byrjaði á að lækka lyfja-
verð allverulega og viðskiptavin-
ir streymdu að. Síðan höfum við
ávallt komið vel út úr verðkönn-
unum á lausasölulyfjum og lyf-
seðilsskyldum lyfjum og ótal sinn-
um verið með lægsta verð á land-
inu. Fljótlega tók ég svo húsnæði
apóteksins í gegn, bæði að utan
og innan, skipti um þak, glugga
og setti upp ný skilti, ásamt því
að stækka innra rýmið til mik-
illa muna með því að opna ónot-
uð herbergi. Garðs Apótek hefur
því tekið miklum stakkaskiptum
síðustu fimm ár og er nú orðið
miklum mun opnara, rúmbetra
og bjartara en áður,“ segir Hauk-
ur um apótekið sitt sem er sann-
kallað fjölskyldufyrirtæki.
„Frúin, sum barnanna okkar
og fleiri í stórfjölskyldunni vinna
hér með mér og í apótekinu ríkir
heimilislegt andrúmsloft. Fólki
líkar vel að koma því starfsfólk-
ið tekur vel á móti því, og marg-
ir njóta þess að tylla sér niður á
notalegum „kaffibarnum“ okkar
með tímarit eða bara í slökun á
meðan þeir bíða eftir lyfjunum
sínum. Þá er viðtalsherbergi
okkar fyrir viðkvæm mál við-
skiptavinanna vel nýtt, og einnig
til blóðþrýstingsmælinga,“ segir
Haukur sem fundið hefur mikla
velvild nágranna sinna í Bústaða-
hverfinu, en viðskiptavinir koma
víða að.
„Hverfisbúar hafa tekið okkur
opnum örmum og líkar vel við
breytingarnar á þessu rótgróna
apóteki, sem og hagstætt vöru-
verðið. Við erum líka alltaf að
taka inn nýjar vörur og erum
með sérsamninga í sölu næring-
ardrykkja, þvagleggja og fleira
sem fólk getur sótt beint til okkar.
Þá erum við með úrval snyrti-
vara, ekki síst íslenskra húð- og
heilsuvara og erum alltaf að bæta
inn spennandi heilsuvöru,“ segir
Haukur sem í Garðs Apóteki
býður upp á lyfjaskömmtun fyrir
þá sem óska og heimsendingar á
öllu höfuðborgarsvæðinu ásamt
póstsendingum um land allt.
„Eftir að lyfseðlar fengust
sendir rafrænt í apótek hefur
fólk á landsbyggðinni orðið með-
vitaðra um tækifæri sín til að fá
ódýrari lyf heimsend í póstkröfu,
án þess að þurfa nokkurn tímann
að fara sjálft í apótek um langan
veg og á dýru bensínverði. Það er
auðvitað miklu hagstæðari kost-
ur, og æ fleiri sem nýta sér það,“
segir Haukur sem kann ákaflega
vel við sig í apótekinu.
„Starfið er afskaplega ánægju-
legt og gefandi samskiptin við
almenning, þótt konan segi
skemmtilegast fyrir mig að vinna
með fríðum flokki starfskvenna
apóteksins,“ segir Haukur hlæj-
andi. „Við erum akkúrat í nýút-
reiknaðri miðju höfuðborgar-
svæðisins og því í alfaraleið úr
öllum áttum, en margir koma úr
nágrannabæjunum og austan að,
því aðgengi er gott og verðið ein-
stakt, en margir láta uppi að þeir
vilji síður versla við stóru lyfja-
keðjurnar eftir hrunið og aðild
kaupahéðnanna frægu að þeim.“
Garðs Apótek er opið alla virka
daga frá klukkan 9 til 18, en lokað
um helgar. Sími 568 0990. Sjá
www.gardsapotek.is.
Konan segir skemmtilegast fyrir mig
að vinna með fríðum flokki kvenna
Haukur Ingason apótekari í Garðs Apóteki þar sem sífellt fleiri koma til að kaupa lyf á lægra verði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einkarekið apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 • Sími 5680990 • www.gardsapotek