Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 2
2 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
KJARAMÁL Ekkert varð af verkfalli
í loðnubræðslum sem hefjast átti í
gærkvöldi. Ástæðurnar eru nokkr-
ar, að sögn Sverris Mars Alberts-
sonar, framkvæmdastjóra Afls á
Austurlandi.
Í fyrsta lagi náðist ekki sam-
staða meðal starfsmanna í öllum
loðnubræðslum landsins. Til stóð
að halda áfram bræðslu á Þórshöfn
og hefja bræðslu í Helguvík og það
hefði svipt aðgerðirnar slagkraft-
inum. Þá var óvíst hvort Færeying-
ar myndu áfram vinna loðnu, þótt
verkalýðsfélög þar hefðu lýst yfir
stuðningi við verkfallsaðgerðirn-
ar. Að auki hafi
fyrirtæki verið
að verða kvóta-
laus.
„ Síðast en
ekki síst mátum
við það svo að
Samtök atvinnu-
lífsins (SA)væru
tilbúin að láta
okkur vera í
verkfalli mánuð-
um saman,“ segir Sverrir. Ekkert
eitt atriði hafi ráðið úrslitum en í
sameiningu hafi þau gert samn-
ingsstöðuna mjög slæma.
Sverrir segir ljóst að SA hafi
ekki ætlað að gefa neitt eftir. „Og
ef þeir hefðu ákveðið að fórna
þessari loðnuvertíð þá hefðu þeir
getað látið okkur hanga í verkfalli
fram á haust.“
Sverrir segir að áfram verði
reynt að semja, án verkfallsvopn-
sins, en líklega verði ekki samið
fyrr en við gerð aðalkjarasamn-
inga. Næsti fundur verði líkast til
í næstu viku.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir
þetta svartan dag fyrir íslenska
launþega. „Mér finnst dapurlegt
að menn hafi ekki staðið í lapp-
irnar og fylgt þessu eftir,“ segir
hann. Alþýðusambandið og SA hafi
meitlað í stein samræmda launa-
stefnu sem setji alla Íslendinga í
„sama láglaunavagninn“. - sh
„Hefðu getað látið okkur hanga í verkfalli fram á haust,“ segir samningamaður í loðnubræðsludeilunni:
Hættu við verkfall vegna samstöðubrests
SVERRIR MAR
ALBERTSSON
Mér finnst dapurlegt
að menn hafi ekki
staðið í lappirnar og fylgt
þessu eftir.
VILHJÁLMUR BIRGISSON
FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGS AKRANESS
FÓLK „Þetta er náttúrlega della,“
segir Jón Svanberg Hjartarson,
safnari á Ísafirði, sem vill koma á
fót „Dellusafni“ á Flateyri.
Jón Svanberg óskar eftir því við
bæjarráð Ísafjarðarbæjar að fá
efri hæðina á gömlu bæjarskrif-
stofunum á Flateyri undir safn-
ið. Ætlun hans
er að þar verði,
auk hans eigin
lögreglumuna-
safns, söfn ann-
arra sem safna
gripum af öðru
tagi. Úr verði
eitt allsherjar
dellusafn.
„Ég hef áður
velt því fyrir
mér að koma mínum gripum í safn
sem fólk hefði aðgang að en ekkert
varð af því. Nú spyrja menn hvað
sé til ráða til að bæta úr atvinnu-
ástandinu á minni stöðum og þá datt
mér í hug að taka þessa hugmynd
fram aftur,“ útskýrir Jón Svanberg
sem vonast til að Dellusafnið verði
lyftistöng fyrir Flateyri.
„Það vantar meiri fjölbreytni
í afþreyingu fyrir ferðamenn og
með þessu væri hægt að búa til allt
að einu starfi yfir sumartímann.
Það munar um það,“ bendir Jón
Svanberg á.
Áhugann á lögreglumunum segir
Jón Svanberg tengjast því að hann
hafi verið lögreglumaður í sextán ár
þar til hann hætti fyrir um tveimur
árum. Áhersla hans sé á einkenn-
ishúfur. Hann eigi um 120 slíkar
húfur víðs vegar að úr heiminum,
lengst að frá Kína. Þá segist hann
eiga um eitt þúsund einkennismerki,
nokkra búninga og „valdbeitingar-
búnað“ frá ýmsum tímum, meðal
Dellusafn á Flateyri
fyrir áráttusafnara
Ísfirðingur vill koma upp „Dellusafni“ fyrir söfn af ýmsu tagi og vill fá inni þar
sem bæjarstjórnarskrifstofur voru áður á Flateyri. Sjálfur er hann fyrrverandi
lögreglumaður og á fjölþjóðlegt safn lögreglugripa með 120 einkennishúfum.
FLATEYRI Fyrrverandi lögreglumaður vill auka fjölbreytni afþreyingar fyrir ferðamenn
og skapa umsvif á Flateyri með safni með ýmiss konar einkasöfnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
JÓN SVANBERG
HJARTARSON
EINKENNISHÚFUR Þessir lögreglumenn
voru á útihátíðinni Rauðhettu sumarið
1978.
Hugmyndin þróaðist að lokum út í að koma upp
upp safni um hinar ýmsu dellur, til dæmis fyrir
þá sem safna bátalíkönum og ég hef heyrt um einn sem
safnar sykurmolum.
JÓN SVANBERG HJARTARSON
LÖGREGLUMUNASAFNARI
annars frá óeirðunum á Austur-
velli 1949. „Hugmyndin þróaðist
að lokum út í að koma upp safni um
hinar ýmsu dellur, til dæmis fyrir
þá sem safna bátalíkönum og ég hef
heyrt um einn sem safnar sykurmol-
um,“ segir Jón Svanberg. Forsenda
fyrir því að málið nái á næsta stig
sé að tryggja húsnæði.
„Ég veit ekki um neina fyrirséða
notkun á húsnæðinu og það gæti
hentað,“ segir Jón Svanberg um
aðra hæðina á gömlu bæjarstjórn-
arskrifstofunni. Bæjarráðið vísaði
ósk hans „inn í aðra vinnslu hvað
varðar málefni Flateyrar“ eins og
segir í afgreiðslunni. Hann kveðst
ekki átta sig á merkingu þess.
„Það er góð spurning. Ég hef feng-
ið jákvæð viðbrögð en ekki svar
af eða á og er að bíða eftir frekari
upplýsingum frá bæjarráðinu.“
gar@frettabladid.is
Jón, er gaman að vera saman?
„Já, Ísland brosir.“
Jón Steindór Valdimarssson er formaður
Sterkara Íslands sem sameinaðist öðrum
Evrópusinnum í Já Ísland.
DÓMSMÁL Dómur verður kveðinn
upp í dag í máli níu manns sem
ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í
árslok 2008, auk annarra brota.
Fólkið lenti í ryskingum við
lögreglu og þingverði í anddyri
þingsins og á þingpöllum þegar
það kom þangað til að mótmæla.
Nímenningarnir eru meðal
annars ákærðir fyrir brot gegn
100. grein almennra hegningar-
laga um árás á Alþingi.
Lágmarks refsing fyrir slíkt brot
er eins árs fangelsisvist.
Nokkur fjöldi hefur til þessa
verið viðstaddur þinghöld í mál-
inu. Dómurinn verður kveðinn
upp í Héraðsdómi Reykjavíkur
klukkan 8.30. - sh
Ákærð fyrir árás á Alþingi:
Dæmt í máli ní-
menninga í dag
DÓMSMÁL Fyrirtæki eiga sama
rétt á endurútreikningi eins
og einstaklingar vegna ólög-
mætra gengistryggðra lána til
fasteignakaupa samkvæmt nið-
urstöðu Hæstaréttar. Frjálsi
fjárfestingarbankinn þarf að
endurreikna höfuðstól 500 fyrir-
tækjalána til viðbótar, sem
skipta milljörðum.
Félagið Tölvupósturinn tók
lán hjá bankanum til húsnæðis-
kaupa 2007. Ágreiningur þeirra í
millum um það hvort lánið hefði
verið í íslenskri eða erlendri
mynd endaði fyrir dómi, sem
hefur nú komist að því að það
sé ólögmætt gengistryggt
fasteignalán.
Árni Páll Árnason, efnahags-
og viðskiptaráðherra, segir
dóminn staðfesta að lög sem
sett voru um endurútreikning
lána fyrir jól hafi verið hárrétt
ákvörðun. - ha
Hæstiréttur dæmir um lán:
Fyrirtæki eiga
sama rétt á
endurreikningi
EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs
hækkar um 0,8 prósent í febrúar
að mati greiningardeildar Arion
banka. Helstu áhrifaþættir eru
útsölulok, sem hækka vísitölu um
0,45 prósent, og hækkun flugfar-
gjalda, sem valda hækkun um 0,14
prósent.
Þá er því spáð að eldsneytisverð
hækki, þar sem hækkun á bensín-
gjaldi muni loks koma til fram-
kvæmda.
Þó að greiningardeildin spái
hækkun næstu mánuði, segir
í Markaðspunktum að ekki sé
ástæða til svartsýni þar sem hækk-
anir séu meðal annars árstíðar-
bundnar. - þj
Hærri flugfargjöld hafa áhrif:
Verðbólga eykst
við útsölulokin
ORKUMÁL Landsvirkjun er að reisa 50 metra hátt
mastur fyrir vindmælingar í nágrenni Búrfells-
virkjunar. Framkvæmdirnar eru til að kanna
möguleika á nýtingu vindorku á Suðurlandsund-
irlendinu.
Landsvirkjun er að reisa fjögur möstur til
viðbótar á Suðurlandsundirlendinu. Þau eru 10
metra há, en venjulegir vindmælar hér á landi
eru á milli 7 og 10 metrar á hæð.
Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkj-
un, vonast til að mælingar geti hafist á næstu
dögum.
„Mastrið hjá Búrfelli lítur vel út. Það er verið
að setja upp mælana og vinnan við að reisa möst-
ur og annað slíkt er í fullum gangi,“ segir Rán.
„Þetta ætti að verða tilbúið á næstu dögum.“
Rán segir að rannsóknirnar verði bundnar við
Suðurlandsundirlendið til að byrja með. Búist er
við því að vindmælingar verði skráðar í eitt ár til
þess að ná öllum breytileika vindsins.
Gagnaöflun fer fram með símafjarskiptum og
verður hún stanslaus næsta árið.
Rán segir að til að byrja með verði einungis
mælt á Suðurlandi. Þó séu margir aðrir staðir
sem koma til greina.
„Það verður unnið úr þessum mælingum og á
þeim grundvelli verða teknar ákvarðanir hvað
verður gert,“ segir Rán. „En við erum bjartsýn á
framhaldið.“ - sv
Vindmælingar vegna hugsanlegrar nýtingar vindorku hefjast á næstu dögum:
Mastur rís hjá Búrfellsvirkjun
VINDMYLLUR Vonast er til þess að vindmælingar hér á landi
skili þeim niðurstöðum að mögulegt verði að nýta vindorku til
orkuvinnslu. MYND/IMAGE FORUM
ALÞINGI Allt útlit er fyrir að
atkvæði verði greidd um Icesave-
frumvarp fjármálaráðherra á
Alþingi í dag.
Þriðja og síð-
asta umræða
fór fram í gær-
kvöldi og var
ekki lokið þegar
Fréttablaðið fór
í prentun.
Samþykkt
var í gær, nær
samhljóða, að
taka breyt-
ingartillögu Péturs H. Blöndal,
Sjálfstæðisflokki, um þjóðarat-
kvæðagreiðslu á dagskrá. Sam-
flokksmaður hans, Sigurður Kári
Kristjánsson, sagði hana sam-
bærilega tillögu Hreyfingarinn-
ar nema betrumbætta á ýmsum
sviðum.
Guðlaugur Þór Þórðarson
var inntur eftir afstöðu sinni til
Icesave-málsins. Hann sagðist
vilja það í þjóðaratkvæði en gaf
ekki upp hvernig hann mundi
greiða atkvæði um frumvarpið.
- sh
Komið að afgreiðslu Icesave:
Greiða atkvæði
á Alþingi í dag
PÉTUR H. BLÖNDAL
SPURNING DAGSINS
Garðyrkjunámskeið
Skráning og upplýsingar
í síma 578 4800
og á www.rit.is
Sumarhúsið og garðurinn
Matjurtaræktun
Tvö fimmtudagskvöld
17/2 og 24/2 kl. 19:00-21:30.
Verð kr. 12.800.
Kryddjurtaræktun
Fimmtudagskvöld 24/2
kl. 17:00-18:30.
Verð kr. 3.900.-
Námskeiðin eru haldin í
Laugatungu í Grasagarði
Reykjavíkur.
Leiðbeinendur
Auður I. Ottesen og
Jón Guðmundsson,
garðyrkjufræðingar.