Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 32

Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 32
 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR10 ● apótek Guðrún, lengst til hægri, ásamt starfsfólki sínu í Urðarapóteki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðrún Pálsdóttir lyfsali lét drauminn rætast þegar hún opn- aði apótek, Urðarapótek, í huggu- legu húsnæði við Vínlandsveg 16 í Reykjavík á síðasta ári. „Ég fékk hugmyndina eftir að hafa ráðið mig í vinnu hjá litlu apóteki í Laugarnesi og draumur- inn fór að hreiðra um sig. Hafði fram að því starfað um árabil við markaðssetningu á lyfjum og hélt að þessi vettvangur ætti ekki við mig. Annað kom heldur betur á daginn, ég ákvað að láta draum- inn rætast og sagði þáverandi starfi mínu lausu og opnaði mitt eigið apótek þann 10.10. í fyrra,“ rifjar Guðrún upp og segir hrun- ið hafa orðið til þess að fleiri litlir einkaaðilar gerðu slíkt hið sama. Urðarapótek býður upp á alla hefðbundna apóteksvöru og gott úrval af vítamínum, barnavörum og snyrtivörum. „Við bjóðum upp á lyfja- skömmtun, blóðþrýstingsmæling- ar, heimsendingar og svo auðvit- að góða og persónulega þjónustu,“ bendir Guðrún á. Viðtökurnar segir hún hafa farið langt fram úr væntingum, viðskiptavinir og þá sérstaklega íbúar í hverfinu hafi tekið apótek- inu fegins hendi. „Fólk er afar já- kvætt, vill versla hér og hafi það óskir eða tillögur leggjum við okkur fram við að laga okkur eftir þeim.“ Allar nánari upplýsingar á www.urdarapotek.is. Draumur Guðrúnar rættist í apótekinu Laugarnesapótek er rótgróið sjálfstætt apótek sem býður upp á skömmtun lyfja, persónulega þjónustu og bestu verð hverju sinni. „Laugarnesapótek á sér langa sögu, stofnað árið 1964 af Christi- an Ziemsen“ segir Hanna María Siggeirsdóttir apótekari og eig- andi Laugarnesapóteks í dag. „Í þá daga voru hverfisapótek mjög al- geng, þóttu sjálfsögð þjónusta við íbúa borgarinnar og voru hluti af kjarna hverfisins. Fjölda og stað- setningu apóteka var stýrt frá heilbrigðisráðuneytinu“ útskýrir Hanna. Hún keypti apótekið ásamt eiginmanni sínum árið 1997. „Ég hef þó aðeins verið apótekari hér frá 2006,“ upplýsir hún. Hún hefur langa reynslu af apótekarastarf- inu enda hefur hún unnið við það í tæp 30 ár, fyrst í Stykkishólms Apóteki og síðan í Apóteki Vest- mannaeyja. En hver eru sérkenni Laugar- nesapóteks? „Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og dekrum við hvern einasta kúnna,“ segir Hanna glaðlega. Hún nefnir sem dæmi að þau skammti fyrir fólk í skammtaöskjur endurgjaldslaust, en fyrir slíka þjónustu sé greitt víða annars staðar. „Þá sendum við líka ókeypis heim til fólks,“ segir Hanna og tekur fram að í Laugar- nesapóteki sé reynt að halda verð- inu í lágmarki bæði á lyfjum og öðrum vörum. Vegna hinnar góðu þjónustu sem fólk fær hjá Hönnu Maríu og samstarfskonum hennar á Laugarnesapótek marga fasta við- skiptavini sem jafnvel koma langt að og hafa verslað í apótekinu í fjöldamörg ár. „Fólk kann einn- ig að meta að við erum einkarekið apótek,“ segir Hanna glöð í bragði og býður alla velkomna í Laug- arnesapótek að Kirkjuteigi 21 á horninu á Kirkjuteigi og Gullteigi, gegnt Laugarnesskólanum. Dekrum við kúnnana Laugarnesapótek á sér langa og farsæla sögu að sögn Hönnu Maríu Siggeirsdóttur sem er hér ásamt samstarfskonum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● KÚREKINN Í LYFJABÚÐINNI Kvikmyndin Drugstore Cowboy, sem þýða má sem Kúrekinn í lyfjabúðinni, var frumsýnd árið 1989 og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Leikstjóri var Gus Van Sant, sem einnig skrifaði handritið ásamt Daniel Yost, upp úr skáldsögu eftir James Fogle. Tónlistina samdi Elliot Golden- thal. Matt Dillon leikur aðalhlutverkið og Kelly Lynch, Heather Graham og William S. Burroughs koma einnig við sögu. Myndin var að mestu tekin upp í Portland í Oregon. Drugstore Cowboy kom Van Sant á kort kvikmyndaáhugamanna og var valin á topp tíu lista Gene Siskel og Rogers Ebert yfir bestu myndir ársins 1989. ● BIBLÍA BÓND- ANS Elsta handbók sem fundist hefur um lyfja- gerð í Kína er Shennong Bencao Jing, sem þýða má gróflega sem biblía bóndans um rætur og jurtir, en hún er frá fyrstu öld eftir Krists burð. Hún var skrifuð á tímum Han- veldisins og talið er að hinn goðsagnakenndi Shennong hafi skrifað hana. Áður höfðu meðal annars fundist listar með uppskriftum af lyfjum við ýmsum algengum kvillum, kallaðir Upp- skriftir gegn 52 kvillum, sem fundust í Mawang- dui-grafhýsinu sem inn- siglað var árið 168 fyrir Krist. John Keats (1795-1821) var enskt skáld sem orti í anda rómantísku stefnunnar og er ásamt Byron og Shelley talinn eitt áhrifamesta skáld annarar kynslóðar skálda sem aðhylltust stefnuna. Færri vita hins vegar að frá fjórtán ára aldri var Keats lærlingur hjá Thomas Hammond, skurðlækni og apótek- ara, og að loknu því námi, haust- ið 1815, innritaðist hann í læknis- og lyfjafræði við Guy‘s Hospital, sem nú er hluti af King‘s Coll- ege í London, og útskrifaðist sem apótekari árið 1816. Keats vann þó aldrei fyrir sér sem apótekari því ljóðlistin átti hug hans allan auk þess sem heilsu hans hrakaði hratt þau ár sem hann átti ólifuð. Fyrstu ljóð hans komu út fjórum árum fyrir dauða hans og var vel tekið af gagnrýnendum. Það var þó ekki fyrr en eftir dauða hans sem frægðarsólin fór að rísa fyrir alvöru og í lok nítjándu aldar var hann orðið eitt dáðasta enska skáld allra tíma. Áhrif hans á seinni tíma skáld eru óumdeilanleg, meðal annars lét Jorge Luis Borges hafa það eftir sér að fyrstu kynnin af ljóð- um Keats hefðu verið merkilegasta bókmenntareynsla lífs síns. Apótekari eitt ást- sælasta skáld Breta John Keats Við bjóðum upp á fría skömmtun lyfja og fría heimsendingu! Ódýr lyf Laugarnesapótek - Sjálfstætt apótek! OPIÐ 9-18 alla virka daga Kirkjuteigi 21 105 Reykjavík Sími 553-8331 www.apotek.is 113 Reykjavík - Sími 577 1770 urdarapotek@urdarapotek.is www.urdarapotek.is Við bjóðum upp á alla hefðbundna lyfjafræðilega þjónustu s.s. lyfjaskömmtun, blóð- þrýstingsmælingar og heimsendingar lyfja. Vekjum athygli á að allir rafrænir lyfseðlar gilda hjá okkur. Hlökkum til að sjá þig! Verið velkomin í Urðarapótek - nýtt einkarekið apótek í Grafarholti ● SAGA PENSILÍNS Franskur læknanemi, Ernest Duchesne að nafni, uppgötvaði bakteríudrep- andi eiginleika pensilíns fyrstur manna þegar hann skoðaði mygl- una Penicillum glaucum sem notuð er til að búa til gorgonzola- ost. Þetta var árið 1896 en upp- götvun hans vakti enga sérstaka athygli. Heiðurinn af uppgötvun pensilíns er venjulega eignaður skoska vísindamanninum Alex- ander Fleming (1881-1955) sem enduruppgötvaði það árið 1928.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.