Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 18
MARKAÐURINN 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Fjármálaeftirlit Danmerkur
krafðist þess sjö sinnum á síð-
asta ári að yfirmanni í fjármála-
geiranum yrði vikið úr starfi, að
því er fram kemur í frétt Berl-
ingske Tidende. Þrír í þessum
hópi voru bankastjórar og hafa
nú allir horfið til annarra starfa,
eftir því sem Berlingske hefur
eftir Fjármálaeftirlitinu ytra.
Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í
fyrra auknar heimildir til að
knýja á um breytingar hjá fjár-
málafyrirtækjum í tilvikum þar
sem vafi lék á hæfi stjórnenda.
Fram kemur í Berlingske að
fyrir utan bankastjórana þrjá
hafi verið fjallað um mál for-
stjóra tryggingafélags, stjórn-
arformanns í tryggingafélagi og
tvo starfsmenn greiðslumiðlun-
arfyrirtækja. Berlingske greinir
frá því að áður hafi komið fram
í fréttum að brottvikni forstjóri
tryggingafélagsins hafi farið
fyrir félaginu Brandkassen. - óká
Sjö látnir víkja í fyrra
Fjármálaeftirlit Dana fékk auknar valdheimildir.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Áhugi þeirra sem vildu reisa hér
gagnaver hefur lifnað við á ný
eftir doða í kreppunni. Undan-
þágur frá virðisaukaskatti og
samræming skattareglna um
starfsemi gagnavera innan að-
ildarríkja Evrópusambands-
ins hafa orðið til að glæða lífi
í hann.
„Þetta frumvarp um breyt-
ingu á virðisaukaskattslögum
sem samþykkt var fyrir jól réði
úrslitum um það hvort þessi iðn-
aður fer af stað hér eða ekki,“
segir Guðmundur Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Farice, sem
rekur sæstrenginga tvo, Farice
og Danice. „Ef það hefði ekki
gerst hefðu þeir aðilar bara
pakkað saman sem eitthvað
voru að skoða hér.“
Guðmundur segir að allir
þeir sem viðrað hafi áhuga á
því að reisa hér gagnaver hafi
beðið svo mánuðum skipti eftir
niðurstöðum frumvarps um
starfsumhverfi þeirra hér í
fyrra. Þegar það náði í gegn hafi
komið kippur í málið.
Töluverður áhugi var hér
fyrir um þremur til fjórum
árum á byggingu gagnavera og
talið að það myndi valda spreng-
ingu í eftirspurn eftir fólki með
hátæknimenntun. Fyrstu niður-
stöður athugunar á samkeppnis-
hæfni Íslands fyrir netþjónaúbú
voru kynntar um mitt ár 2007
og voru þær einkar jákvæðar. Í
kjölfarið lýstu erlendir hátæknir-
isar á borð við Yahoo, Microsoft
og Google yfir áhuga á að reisa
hér gagnaver og var stefnt á að
þau myndu rísa á næstu tveimur
til þremur árum. Síðan þetta var
hefur lítið þokast. Eina gagna-
verið sem risið hefur til þessa
er á vegum Thor Data Center í
Hafnarfirði auk þess sem vinna
stendur yfir við byggingu vers
Verne Holding á gamla varnar-
liðssvæðinu á Reykjanesi.
Jón Viggó Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Thor Data Cent-
er, tók í samtali við Fréttablað-
ið á dögunum í svipaðan streng
og framkvæmdastjóri Farice;
áhugi á vistun gagna hér hafi
aukist mikið eftir að frumvarp-
ið hafi komist í gegn. Tækifæri
séu fyrir hendi fyrir gagnaver
hér enda farið að þrengja um
þau í öðrum löndum.
Helsti þröskuldurinn á sínum
tíma sem talinn var geta staðið
í vegi fyrir uppbyggingu gagna-
vera var ótryggt netsamband
Íslands við umheiminn. Guð-
mundur hjá Farice segir örygg-
ið hafa batnað stórum frá því
þetta var. Sæstrengirnir eru nú
orðnir tveir auk þess sem fyr-
irtækið hafi síðastliðin tvö ár
einnig haft aðgang að Green-
land Connect, sæstreng Tele
Greenland sem liggur á milli
Íslands, Grænlands og Kan-
ada og kemur á land í Landeyj-
um eins og Danice-strengur-
inn. Detti niður tenging á einum
streng taki annar við. „Ísland er
nú mjög vel tengt við umheim-
inn og getur þjónað ýmiss konar
starfsemi,“ segir hann.
ERUM VEL TENGD Ísland er tengt við umheiminn um þrjá sæstrengi. Tveir liggja héðan
til meginlands Evrópu en einn til Grænlands og þaðan til Kanada. Þegar einn strengur
bilar tekur annar sjálfkrafa við.
BIÐIN Á ENDA Kippur komst í viðræður
við þá sem vilja reisa hér gagnaver eftir
að Alþingi samþykkti frumvarp um breyt-
ingar á skattareglum fyrir jól, að sögn
Guðmundar Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Farice.
Gagnaverin farin að
láta vita af sér á ný
Breytingar á skattareglum hafa ýtt við þeim sem vilja reisa
gagnaver hér. Allt er tilbúið, segir framkvæmdastjóri Farice.
Eignarhaldsfélag Farice var
með níu milljarða króna skuld-
ir í vanskilum í árslok 2009.
Það jafngilti rétt tæpum helm-
ingi allra skulda fyrirtækisins.
Eignarhaldsfélagið átti í viðræð-
um við kröfuhafa um fjárhags-
lega endurskipulagningu nær
allt síðasta ár og var fyrirtækið
með kyrrstöðusamning nánast
allan tímann. Uppstokkun lauk
rétt fyrir lok síðasta árs þegar
ríkið og Landsvirkjun lögðu Far-
ice til ellefu milljónir evra, jafn-
virði 1,7 milljarða króna. Á sama
tíma samþykktu lánardrottnar
að breyta kröfum sínum á hend-
ur félaginu í hlutafé. Við það
hurfu Skipti og Vodafone ásamt
Orkuveitu Reykjavíkur og HS
Orku út af hluthafalista Farice.
Í þeirra stað komu kröfuhafarn-
ir, Arion banki, Landsbankinn
og skilanefnd Glitnis.
Farice var á barmi gjaldþrots
„Ef það kemur upp vafamál þessu
líku þá er það hlutverk okkar að
komast til botns í því eða eyða
vafanum,“ segir Gunnar Ander-
sen, forstjóri Fjármálaeftirlits-
ins, FME.
Danski fjárfestingarsjóðurinn
William Demant Holding keypti
í síðustu viku 2,4 prósenta hlut í
stoðtækjafyrirtækinu Össuri á
hlutabréfamarkaði í Danmörku.
Sjóðurinn er helsti hluthafi Öss-
urar og á eftir viðskiptin 39,6
prósenta hlut.
Yfirtökuskylda miðast við 30
prósenta hlut í skráðu félagi. Al-
þingi breytti reglunum fyrir jól í
fyrra á þann veg að þeir sem áttu
yfir 30 prósent atkvæðisréttar í
skráðum félögum fyrir 1. apríl í
fyrra mega ekki auka við hlut.
Greiningarfyrirtækið IFS bend-
ir á að kaupin veki upp spurning-
ar um það hvort yfirtökuskylda
hafi hugsanlega myndast af hálfu
William Demant.
Eftirlit með yfirtökureglum
er í höndum FME og hefur það
túlkunar- og úrskurðarvald í
málinu. Gunnar vildi ekki tjá
sig um málið að öðru leyti.
Stoðtækjafyrirtækið er skráð
á markað hér og á hlutabréfa-
markað í Kaupmannahöfn og
eru dönsku yfirtökureglurnar
rýmri en þær íslensku. Stefnt
er að afskráningu félagsins og
verður fjallað um hana á hlut-
hafafundi Össurar í næsta
mánuði. - jab
Vafamál um kaup á
hlutabréfum í Össuri
FME skoðar mögulega yfirtökuskyldu.
Fyrir endurskipulagningu (2009):
Landsvirkjun 30%
Fjármálaráðuneytið 25%
Orkuveita Reykjavíkur 17%
Skipti 13%
Og fjarskipti (Vodafone) 11%
HS orka 4%
Eftir endurskipulagningu (lok árs 2010):
Arion banki 43,47%
Fjármálaráðuneytið 28,07%
Landsvirkjun 26,69%
Landsbankinn (NBI) 1,05%
Skilanefnd Glitnis 0,71%
H L U T H A F A R
„Ég fer innan tíu daga,,“ segir Jón Ólafsson,
stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins
Icelandic Water Holdings, um fyrirhugaða
ferð sína til Haítí.
Fyrirtæki hans hefur sent 160 tonn af
flöskuvatni undir merkjum Icelandic
Glacial þar sem það er gefið nauð-
stöddum á Haítí. Þar hefur mikil
neyð ríkt síðan jarðskjálfti upp á
7,0 á Richter-skalanum reið þar
yfir og lagði höfuðborgina Port-
au-Prince í rúst. Vatnið kom
þangað um síðustu helgi.
Tala látinna er á reiki og hleyp-
ur hún á hundrað til þrjú hundruð
þúsund manns. Allt að tvær millj-
ónir eru taldar hafa misst heimili sín og millj-
ón til viðbótar orðið fyrir áhrifum af völdum
hamfaranna. Þá skemmdust grunnstoðir sam-
félagsins, hreint drykkjarvatn er af skorn-
um skammti og sjúkdómar tíðir af þeim
völdum.
Fyrirtæki Jóns, sem bandaríski
drykkjavörurisinn Anheuser-Busch á
fimmtungshlut í, hefur frá því fljótlega eftir
að skjálftinn reið yfir sent nú fjórum sinn-
um á bilinu 400-500 tonn af drykkjarvatni
til hamfarasvæðanna. Áætlað verðmæti gjaf-
arinnar, vatnsins, sem tappað er á flöskur í
landi Hlíðarenda í Ölfusi, nemur um einni
milljón Bandaríkjadala, um 120 milljónum
íslenskra króna. - jab
Gefur vatn til Haítí fyrir milljónir
JÓN ÓLAFSSON
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
*Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö
daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25%
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
0,90%A
11,45% 11,40%
Vaxtaþrep
1,90%
11,50% 11,50%
Vaxtareikningur
1,40%B
11,45% 11,45%
MP Sparnaður 9,50 til
2,30%
11,40% 11,40%
PM-reikningur 11,25 til
2,35% 11,40% 11,45%
Netreikningur
2,45% C
11,45% 11,45%
Sparnaðarreikningur
2,45%
10,20% Ekki í boði.
Tæp fjörutíu prósent forsvars-
manna í íslensku atvinnulífi telja
mestu verðmætasköpun hér næsta
áratuginn liggja í nýtingu orku-
auðlinda og hækkun raforkuverðs,
samkvæmt niðurstöðum könnunar
Viðskiptaráðs.
Á eftir fylgir ferðamennska og
ferðaþjónusta en þrjátíu prósent
þeirra sem þátt tóku í könnuninni
telja mestu tækifærin þar. Helm-
ingi færri sjá mestu tækifærin í
nýsköpun, fiskveiðum og iðnaði.
„Þótt svörin endurspegli að
hluta hefðbundnar áherslur í auð-
lindanýtingu, þá er greinilegt að
tækifæri til verðmætasköpunar
á grunni þekkingar eru forsvars-
mönnum atvinnulífs hugleikin.
Þetta er jákvæð þróun,“ segir
Finnur Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs. - jab
Telja tækifærin í orku
og ferðaþjónustu
Geiri Hlutfall svarenda (í %)
Nýting orkuauðlinda 37,9
Ferðamennska/ferðaþjónusta 30,3
Nýsköpun/hugvit 16,9
Fiskveiðar/fiskvinnsla/fiskeldi 16,2
Iðnaður 12,8
Gagnaver/hátækni/hugbúnaður 10,0
Menntun/þekking 6,6
Útflutningur 4,8
Skattar/skattalækkanir 4,1
Áliðnaður/stóriðja 4,1
Virkjanir 2,1
Evra/nýr gjaldmiðill 1,7
Annað 34,5
* Heimild: Viðskiptaráð
M E S T U T Æ K I F Æ R I N *