Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 24
16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● apótek
● BRANDARI
Kona nokkur kemur inn í apótek
og biður um arsenik.
„Og hvað ætlarðu að gera við
það?” spyr apótekarinn.
„Ég ætla að eitra fyrir manninum
mínum því hann er byrjaður að
halda framhjá mér.”
„Ég get ekki selt þér arsenik til
þess,” segir apótekarinn, „jafnvel
þó að hann sé farinn að halda
framhjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af
manninum sínum í ástarleik við
konu apótekarans.
„Ó,” segir apótekarinn, „ég gerði
mér ekki grein fyrir því að þú værir
með lyfseðil.”
● FYRSTI LYFJAFRÆÐINGURINN Á
ÍSLANDI Fyrsti lærði íslenski lyfjafræðing-
urinn var Björn Jónsson (1738-1798) lyfsali í
Nesapóteki. Nesapótek eða landlæknisapótek-
ið varð síðan að Reykjavíkurapóteki árið 1834
og var það lagt niður hinn 1. apríl 1999. Þetta
elsta apótek á Íslandi hafði því verið á tveimur
stöðum í 236 ár þegar því var lokað. Akureyr-
arapótek starfaði frá 1819 til 1823 og svo á ný
eftir 1836 og lyfjabúð var sett á stofn í Stykkis-
hólmi árið 1835. Uppbygging lyfjafræðináms á
Íslandi og fjölgun apóteka gekk því hægt fyrir
sig. Heimild: laeknabladid.isLækningaminjasafn Þjóðminjasafns Íslands er nú til húsa í Nesstofu.
● ÓPERA UM ÁST OG
AFBRÝÐISEMI Apótekarinn
eftir Franz Joseph Haydn er
gamanópera um ást og afbrýði-
semi. Grilletta er ung og efnuð
stúlka, skjólstæðingur gamla
apótekarans Sempronio. Hann
hefur lítinn áhuga á apótek-
arastarfinu og kysi helst sjálf-
ur að kvænast Grillettu, en hún
á sér tvo vonbiðla. Þeir eru hinn
ríki Volpino og ungi pilturinn
Mengone, sem starfar í apó-
tekinu til að vera nálægt sinni
heittelskuðu þótt hann kunni
lítt til verka. Eftir mikinn mis-
skilning og fjaðrafok sigrar ástin
að lokum og allt fellur í ljúfa löð.
Austurríska tónskáldið Franz
Joseph Haydn (1732-1809) samdi
gamanóperu sem gerist í apóteki.
● SHAKESPEARE-ÞÝÐ-
ANDI OG LYFJAFRÆÐ-
INGUR Helgi Hálfdanarson
(14. ágúst 1911-20. janúar
2009) var menntaður lyfja-
fræðingur og var lyfsali á
Húsavík og
í Reykja-
vík. Hann
var helsti
þýðandi Ís-
lendinga á
20. öld og
þýddi með-
fram vinnu
sinni öll leikrit Williams Shake-
speare, gríska harmleiki eftir
Æskýlos, Sófókles og Evripídes,
Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen
og mörg önnur þekkt leik-
rit í bundnu máli. Hann þýddi
einnig Kóraninn og mörg ljóð
frá Japan og Kína og töluvert
frá Evrópu og víðar. Helgi skrif-
aði auk þess mikið um íslensk
fræði og pistla í dagblöð og á
mörg velheppnuð nýyrði í ís-
lensku eins og til dæmis „heil-
kenni“ (syndrome).