Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 41

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 41
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2011 17 Kynning „Ég fékk brennandi áhuga á brjóstagjöf þegar mér gekk illa að mjólka ofan í frum- burð minn fyrir 23 árum,“ segir Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstagjafaráðgjafi, sem nýlega útskrif- aðist með meistaragráðu í kennslufræðum með áherslu á brjóstagjöf frá Háskólanum í Reykjavík. „Hér vantaði tilfinnanlega hærra mennt- unarstig á sviði brjóstagjafar en markmið mitt er að koma upplýsingum til fólks, þótt ég fari einnig heim til nýbakaðra mæðra þegar þær óska eftir því,“ segir Arnheiður, sem ásamt fleirum rekur hina vinsælu heimasíðu brjostagjof.is. „Heimasíðan var upphaflega hugsuð fyrir mæður en svo komst ég að því að heil- brigðisstarfsfólk þurfti mest á fræðslunni að halda þar sem hún geymir nýjustu rann- sóknir á brjóstagjöf. Áður var stuðst við sextíu ára gamlar rannsóknir, en innan við tíu ár eru síðan rannsóknir á brjóstagjöf hófust af einhverju viti. Þannig eru bara sex ár síðan líffærafræði brjósta með tilliti til brjóstagjafar var skoðuð og eitt ár síðan fyrst var skoðað hvernig börn sjúga,“ segir Arnheiður, sem í námi sínu vann gæða- könnun á kvennadeild Landspítalans undir leiðsögn Geirs Gunnlaugssonar, núverandi landlæknis. „Þar skoðaði ég hvort réttar leiðbein- ingar, samkvæmt rannsóknum, væru viðhafðar á spítalanum og niðurstaðan var sú að þótt nýbakaðar mæður væru allar af vilja gerðar fengu þær misvísandi leiðbein- ingar og misjafnan aðgang að mjaltavélum. Sökum þess þornuðu sumar hverjar upp. Mjólkurmyndun er lífeðlislegt ferli fyrstu dagana eftir fæðingu og ef ekki er gripið inn í með hjálp á þeim tíma missa mæðurn- ar einfaldlega af lestinni,“ segir Arnheiður og bætir við að ekki sé sjálfgefið að koma brjóstagjöf í gang með því einu að leggja barn á brjóst aftur og aftur. „Alltaf skal vera vakandi fyrir því hvort barn vinni gagn, sé fært um að sjúga eða treystandi til þess, því illa nærður hvítvoð- ungur hefur ekki næga orku í sína vinnu, frekar en við í langhlaup á fastandi maga,“ segir Arnheiður og ítrekar að þótt brjósta- gjöf sé erfiðisvinna í upphafi sé hún ávallt þess virði. „Brjóstagjöf er svo miklu meira en bara næring. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lét fyrir fjórum árum taka út allar rannsóknir um brjóstagjöf og sjúkdóma, og niðurstaðan var sláandi þar sem brjósta- börn voru miklum mun heilsuhraustari. Þá styður brjóstagjöf tengslamyndun og hreyfiþroska, og búið er að rannsaka kosti þess að móðir og barn sofi saman, en 68 prósent brjóstabarna sofa upp í hjá mömmu sem er það besta fyrir barnið,“ segir Arnheiður. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með brjóstagjöf minnst fyrstu tvö æviár barna, en þá er ónæmiskerfi ungra barna enn afar óþroskað. „Einungis 13 prósent ársgamalla íslenskra barna eru enn á brjósti, saman- borið við 40 prósent í Noregi. Þarna viljum við sjá aukningu, sem og vegsemd brjósta- mjólkur. Ísland er eina landið á Norður- löndum sem ekki er með mjólkurbanka þar sem hægt er að sækja brjóstamjólk í neyðartilfellum eins og handa fyrirburum og úr því þarf að bæta. Viðhorf til brjóstamjólkur hefur breyst þar sem mjólkurbankar eru og ýtt undir skilning fólks á mikilvægi hennar, en nú er til dæmis farið að gefa hana krabba- meinssjúklingum erlendis og íþróttamenn farnir að neyta hennar fyrir leiki orkunnar vegna,“ segir Arnheiður. „Brjóstagjöf má ekki verða afgangs- stærð í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks því með aðgangi að nýjustu rannsóknum og aukinni fræðslu eru okkur allir vegir færir. Nýbakaðar mæður verða líka að bera ábyrgð á hvernig þeim gengur að gefa brjóst og fara ekki heim af sænginni fyrr en þær hafa fengið kennslu í að leggja barn sitt á brjóst. Þær þurfa einnig að kynna sér brjóstagjöf þegar á meðgöngunni því bilið á milli væntinga og veruleika er stórt.“ thordis@frettabladid.is Ísland vantar eigin brjóstamjólkurbanka Innan við tíu ár eru síðan rannsóknir hófust fyrir alvöru á brjóstagjöf en áður hafði verið stuðst við 60 ára gamlar rannsóknir. Margt ber nýrra við og sífellt meira vitað um kosti þeirrar ofurfæðu sem brjóstamjólk er og mikilvægi brjóstagjafar fyrir ungbörn. Meðal annars er farið að nýta brjóstamjólk sem orkuskot og í meðferð krabbameinssjúkra ytra. „Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem ekki er með mjólkurbanka þar sem hægt er að sækja brjóstamjólk í neyðartilfellum eins og handa fyrirburum og úr því þarf að bæta.“ Einar Már Aðalsteinsson er 44 ára fjallgöngumaður sem hóf að nota Regenovex-vörurnar við eymslum í hnjám og fann mun á sér eftir mánaðarnotkun. „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og stundað fjallgöngur undanfarin ár. Um mitt síðasta sumar fór ég að finna fyrir mikl- um verkjum í hnjám og gat ekki stundað göngur eða íþróttir eftir það. Eftir nokkra mánuði þegar ég hafði náð litlum bata var mér bent á að prófa Regenovex-vör- urnar. Eftir einungis um það bil mánaðarnotkun fór ég að finna mun á mér og gat farið að stunda hlaup og fjallgöngur á ný. Ég mæli með að allir þeir sem finna fyrir eymslum í hnjám eða öðrum liðum prófi Regenovex, það er vel þess virði að prófa ef það verð- ur til þess að maður getur aftur byrjað að hreyfa sig.“ Fann mun á sér eftir einn mánuð Einar Már Aðalsteinsson gat farið aftur á fjöll eftir mánaðarnotkun á Regenovex. Regenovex er einstök samsetn- ing tveggja náttúrulegra efna sem mynda virkni sem dregur úr sársauka, viðheldur og byggir upp liði. Vandamál í liðum skapast með hversdagslegri áreynslu á liðina eða í íþróttum sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og farið að valda óþægindum og sárs- auka. Hýalúrónsýra er meginefni í liðvökvanum sem umlykur beinin og brjóskið og höggverndar bein- in í liðnum. Hýalúrónsýran virk- ar sem smurning og höggdeyfir á liðina og bætir liðleikann. Þegar við eldumst framleiðir líkaminn minna magn af hýalúrónsýru sem leiðir til þess að magn liðvökvans fer minnk- andi og er í kjölfarið ekki eins áhrifarík- ur í að hlífa liðum við minniháttar höggum og áreynslu sem leið- ir til þess að flísast getur úr beinunum. Regenovex er ein- stök samsetning tveggja náttúrulegra efna sem mynda virkni sem dregur úr sársauka, viðheld- ur og byggir upp liði. Virku efnin í Regen- ovex eru hýalúrón- sýra og bionovex-olía. Hýalúr- ónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýal- úrónsýra er talin auka virkni lið- vökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldr- inum gengur á hýalúrónsýruna og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Þ ega r l ið - vökvinn sem umlykur liðina minnkar geta beinin í liðnum farið að nuddast saman, mynda bólgur og valda sársauka. Bion- ovex-olían er unnin úr græn- kræklingi og er því náttúruleg. Bionovex-olían inniheldur ein- staka omega-3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund græn- kræklings og hefur reynst hafa bólgueyðandi eiginleika. Algengt er að fólk sem stundar mikla hreyfingu, svo sem hlaup, lyftingar og þess háttar, finni fyrir verkjum í hnjám, hrygg og á fleiri stöðum vegna mikillar áreynslu á liðamót. Regenovex er árangursrík og fljótleg leið til þess að vinna gegn eymslum og óþægindum vegna þessa. Gelið er sérstaklega hentugt til þess að hafa meðferðis á æfingum. Til- valið er að nota gelið bæði fyrir og/eða eftir æfingar og árangur finnst samstundis. Til viðbótar við gelið eru fáan- legir plástrar fyrir þá liði sem á að meðhöndla sérstaklega. Enn fremur eru fáanlegar perlur til inntöku, en perlurnar virka á alla liði líkamans. Um er að ræða náttúrulega verkjastillingu sem gefur góðan árangur án lyfja eða annarra lyfjatengdra efna. Regenovex er náttúruleg og árangursrík verkjastilling Arnheiður Sigurðardóttir er lýðheilsufræðingur með áherslu á brjóstagjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Regenovex hentar fólki á öllum aldri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.