Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 37

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 37
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 5MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 kringum 95 prósenta hlut í Byr í gegnum eignarhaldsfélag þrotabús- ins og svo gæti farið að fimm pró- senta hlutur í honum renni jafn- framt til Bankasýslunnar. Ríkið hefur fram til þessa lagt 900 milljónir króna til Spkef. Jafnhá upp- hæð rann til Byrs, sem ekki var end- urreistur í formi sparisjóðs. Minni sparisjóðirnir fimm sem að mis- miklu leyti hafa lent í fangi Banka- sýslu ríkisins fengu ekki beint eig- infjárframlag frá ríkinu heldur var um að ræða afskriftir og umbreyt- ingu á skuldum í hlutafé upp á rúma 1,8 milljarða króna. Ótalin eru víkj- andi lán. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upp- lýsingafulltrúi fjármálaráðuneyt- isins, segir óvíst hvað endurskipu- lagning sparisjóðakerfisins muni á endanum kosta ríkið. Það muni skýr- ast þegar endurskoðun á ársreikn- ingi Spkef, stærsta sparisjóði lands- ins, lýkur. Hann er væntanlegur á næstu vikum. Rætt hefur verið um að ríkið gæti þurft að leggja Spkef til allt frá tólf til tuttugu milljarða króna. Rósa Björk vildi ekki stað- festa slíkar tölur og lagði áherslu á að á meðan ekkert lægi fyrir um stöðu sparisjóðsins gæti hún lítið sagt. „Við viljum ekkert gefa út fyrr en það liggur fyrir svart á hvítu,“segir hún. ALLT UNDIR Í ENDURSKIPULAGNING- UNNI Elín Jónsdóttir, forstjóri Banka- sýslunnar, vill ekkert spá fyrir um hversu mikinn kostnað ríkið gæti þurft að bera vegna Spkef. Hún telur hins vegar líklegt að spari- sjóðurinn renni allur til ríkisins og verði hann lokahnykkurinn á end- urfjármögnun sparisjóðakerfisins. Hún segir allt undir og útilokar ekki að tveir eða fleiri sparisjóðir verði settir saman í einn, útibúum lokað og leitað frekari leiða til að hagræða í rekstri þeirra. „Ég tel að rekstrarleg endur- skipulagning sparisjóðanna í kjöl- farið sé ekki síður mikilvæg. Frá okkar bæjar dyrum séð eru allir möguleikar til skoðunar, bæði þarf að skoða rekstrarlega hagræðingu innan hvers sparisjóðs, hvert útibú og kanna hvort það borgi sig; það verður að skoða hugsanlega samein- ingu tveggja eða fleiri sparisjóða, sameiginlegan rekstur sparisjóð- anna, upplýsingatæknifyrirtækið Teris og Samband íslenskra spari- sjóða. Þetta eru hinir tveir miðlægu póstar sparisjóðakerfisins. Að okkar mati á ekkert að vera fyrirfram gefið að neitt sé útilokað,“ segir hún og bendir á að sparisjóðirnir hafi byggt upp kostnaðarsamt kerfi þegar þeir voru sem stærstir og hafi það lítið skroppið saman þótt ytri aðstæður hafi breyst. Heildareignir sparisjóðanna eru í kringum 140 milljarðar króna sem er sambærilegt og fyrir árið 2001. Þar af reka sparisjóðirnir 33 prósent af öllum bankaútibúum í landinu. Á sama tíma eru þeir með innan við fimm prósenta markaðshlutdeild og fleira starfsfólk en stóru viðskipta- bankarnir í hlutfalli við stærð efna- hagsreikningsins. „Það gefur auga leið að töluvert mikið þarf að breyt- ast. Allir innviðir og uppbyggingin tekur mið af gömlu kerfi. Það segir sig sjálft að það er dýrt,“ Elín segir ekki útilokað að einingar verði seld- ar út úr sparisjóðakerfinu. Á meðal eigna sparisjóðanna er upplýsinga- tæknifyrirtækið Teris, sem þjónust- ar fleiri fjármálafyrirtæki. Slíka þjónustu má útvista. „Það er allt undir. Ég tel að það sé mjög mikilvægt þegar búið verð- ur að setja peninga skattborgara í endurreisn fjármálafyrirtækja að tryggja að þau verði rekstrarhæf til lengri tíma litið. Það verður að skoða með opnum huga hvaða leiðir eru vænlegastar til að tryggja það,“ segir Elín en bætir við að gæta verði þess við hagræðinguna að horfa á í hverju verðmæti sparisjóðanna liggi. „Viðskiptamódelið gengur út á nálægð við viðskiptavinina. Þegar við skoðum erlenda banka og spari- sjóði – eða minni banka sem vinna staðbundið í öðrum löndum – þá geta þeir sýnt fram á góða rekstrarnið- urstöðu því þeir þekkja viðskipta- vini sína og eru öruggir í lánveit- ingum sínum. En auðvitað verður að byggja á styrkleikum sparisjóð- anna. Það má ekki eyðileggja það,“ segir hún. Þ R Ó U N H E I L D A R E I G N A S P A R I S J Ó Ð A N N A 000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2009 júlí Sparisjóður Mýrarsýslu í Borgarnesi tapaði 21,2 milljörðum króna árið 2008. Eigið fé hans var neikvætt um 15,1 milljarð í lok ársins og eigið fé neikvætt um 32,1 prósent. Eiginfjárhlutfallið mátti lögum samkvæmt ekki fara undir 8,0 prósent. Fjármálaeftirlitið tók sparisjóðinn yfir. Nýja Kaupþing (nú Arion banki) var stærsti kröfu- hafinn og keypti hann þrotabúið. 2009 mars Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) fer í þrot og SPRON sömu leið. Innlán SPRON voru í kjölfarið flutt yfir í Nýja Kaupþing (nú Arion banka) en greiðslumiðlun spari- sjóðakerfisins var síðar flutt yfir í Byr sparisjóð. Sparisjóðabankinn var mikilvæg- ur hlekkur í sparisjóðakerfi lands- ins. Bæði var hann heildsölu- banki þeirra og helsti kröfuhafi auk þess sem sparisjóðirnir áttu ríflega helmingshlut í honum. Við fall Sparisjóðabankans fluttust innstæður og kröfur á hendur sparisjóðunum yfir til Seðlabankans, sem varð helsti kröfuhafi sparisjóðanna. 2006 desember Byr sparisjóður verður til með samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Heildareignir sameinaðs sparisjóðs nema 104 milljörð- um króna. Ári síðar gengu Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Norðurlands inn í samstarfið við Byr. 2007 október SPRON skráð á hlutabréfamarkað. Heildareignir sparisjóðsins um mitt ár námu 208,5 milljörðum króna. Markaðsverðmæti sparisjóðsins nam 94,5 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag á markaði. banka reglu- bank- gnum emi að kjur í vaxta- konar , voru yndun isjóð- kipta- ddust uleið- m inn- eggur nföld- ra sér yndin dómar gi rétt ð- m ENDURREISN SPARISJÓÐANNA Fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna á að ljúka á næstu vikum. Nokkrir þeirra hafa fallið eftir hrunið en misjafnt er hvernig þeir hafa komist frá hruninu. SAMSETT MYND/KRISTINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.