Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
Reykjavíkur Apótek er sjálf-
stætt apótek við Seljaveg í
Reykjavík. Þar leggur starfsfólk
áherslu á persónulega þjón-
ustu og gott vöruúrval.
„Viðtökurnar hafa verið gríðarlega
góðar en við opnuðum Reykjavík-
ur Apótek hinn 21. mars árið 2009.
Þessi tvö ár hafa verið viðburðarík
og sannarlega hafa Vesturbæing-
ar, Seltirningar og aðrir borgar-
búar tekið okkur opnum örmum,“
segir Margrét Birgisdóttir, lyfsali
og eigandi Reykjavíkur Apóteks á
Seljavegi.
Hún segir að apótekið sé nú
komið með stóran hóp fastra við-
skiptavina sem stækki óðum. „Við
erum sjálfstætt apótek og það er
ákveðinn meðbyr með sjálfstæð-
um apótekum í þessu árferði og
við finnum fyrir því. Bæði má
segja að þjónustan sé persónu-
legri og fólki finnst þetta skipta
verulegu máli.“
Margrét segir að samkeppni í
smásölu lyfja hafi vantað í þennan
bæjarhluta. Því hafi hún ásamt fé-
lögum sínum ákveðið að opna ap-
ótek í Vesturbænum. „Við erum
vel staðsett. Reykjavíkur Apótek
liggur vel við umferð viðskipta-
vina á leið til og frá vinnu. Einnig
sækja margir þjónustu í verslanir
á Grandanum og koma þá við hjá
okkur í leiðinni. Aðkoma að apó-
tekinu er góð og hér eru næg bíla-
stæði. Við bjóðum upp á alla al-
menna apóteksþjónustu og reynum
að uppfylla væntingar viðskipta-
vina varðandi vöruúrval. Við
leggjum okkur fram um að veita
persónulega og góða þjónustu og
hagstætt verð.“
Reykjavíkur Apótek býður
einnig upp á heimsendingu á lyfj-
um fyrir eldri borgara og öryrkja,
þjónustu sem Margrét segir fólk í
hverfinu nýta sér töluvert. „Þetta
er mikilvæg þjónusta fyrir þá við-
skiptavini sem ekki eiga heiman-
gengt. Fólk nýtir sér þetta mest
hér í hverfinu en við sendum um
allan bæ. Í Reykjavíkur Apóteki
starfa alls sjö manns, tveir lyfja-
fræðingar og starfsstúlkur sem
búa yfir áratuga starfsreynslu úr
apóteki. Við viljum leggja okkur
fram um að veita framúrskarandi
þjónustu.“
Föstum viðskiptavinum
fer stöðugt fjölgandi
„Starfsfólk okkar býr yfir áratuga reynslu,“ segir Margrét Vigfúsdóttir í miðið ásamt starfsfólki Reykjavíkur Apóteks við Seljaveg.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reykjavíkur Apótek býður heimsendingarþjónustu á lyfjum fyrir eldri borgara og
öryrkja um allan bæ.
„Hér í Reykjavíkur Apóteki bjóð-
um við upp á mikið úrval af ís-
lenskum vörum, meðal annars frá
Purity Herbs, Villimey og einnig
vörur frá Önnu Rósu grasalækni
sem hún kallar tinktúrur. Vörur
frá SagaMedica eru einnig gríðar-
lega vinsælar, sem og húðdrop-
arnir frá Sif Cosmetics,“ segir
Margrét Birgisdóttir, en íslensk-
ar vörur hafa verið stór hluti af
vöruúrvali Reykjavíkur Apóteks
frá opnun.
„Þetta eru mikið til húðvörur,
krem og olíur en einnig sólhatt-
ur og hvönn til inntöku. Einn-
ig erum við með hefðbundnar
apóteksvörur frá Pharmarctica,
íslensku framleiðslufyrirtæki á
Grenivík.
Við höfum smám saman aukið
úrvalið af því að það er almennur
áhugi fyrir því að kaupa íslenskar
gæðavörur og eru þessar vörur
því mjög vinsælar. Margar af
erlendu snyrtivörunum hafa
hækkað töluvert í verði, sem gerir
íslensku vörurnar mjög vel sam-
keppnishæfar.“
Íslenskar vörur vinsælar
101 Apótek hefur aukið jafnt og þétt við úrval sitt af íslenskum vörum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reykjavíkur Apótek er
sjálfstætt starfandi apótek sem
leggur áherslu á persónulega
þjónustu og hagstætt verð.
Apótekið er í gamla
Héðinshúsinu við Seljaveg 2.
Við þökkum góðar viðtökur
á þeim tæplega 2 árum sem
apótekið hefur starfað.
Öryrkjar og eldri borgarar
njóta sérkjara hjá okkur.
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu
við Seljaveg 2.
Í hjarta Reykjavíkur!