Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 34
 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR Í öllum fjórum Apótekunum geta viðskiptavinir fengið lyfja- skammta afhenta auk þess sem boðið er upp á heimsendingu. Lyfjaskömmtun er þjónusta sem hentar þeim sem þurfa að taka inn mörg lyf. Lyfjum er vél- skammtað í sérstaka poka sem eru mjög handhægir og tryggja að rétt lyf, í réttum skammti séu tekin á réttum tíma. Einnig er þá yfirfarið hvort öll lyf viðkomandi passi saman gagnvart til dæmis milliverkunum. Betri regla kemst á lyfjainn- töku og öryggi eykst til muna. Með lyfjaskömmtun má einnig koma í veg fyrir að lyfjabirgðir safn- ist upp á heimilinu og minna af lyfjum fer til spillis ef gera þarf breytingar á lyfjagjöfinni. LYFJASKÖMMTUN: ● Hentar vel þeim sem taka lyf að staðaldri. ● Lyfin eru skömmtuð í poka. Einn fyrir hvern inntökutíma. ● Hver poki er merktur með: - Nafni og kennitölu notanda - Heiti lyfjanna og magni - Inntökutíma lyfjanna - Hvaða læknir ávísaði lyfjunum og pökkunarnúmeri ● Skammtað er fyrir 1-4 vikur í senn. ● Tryggir árangursríkari lyfja- meðferð. ● Eykur öryggi við lyfjainntöku. ● Eykur hagræðingu og nýtingu lyfjanna. Til þess að fá lyfin sín skömmt- uð þarf að fá skömmtunarseðla hjá lækni fyrir öllum þeim lyfj- um sem á að skammta. Síðan þarf að koma með lyfseðlana í Apótek- ið og ganga frá þjónustusamningi. Fyrsti skammturinn er tilbúinn 1- 3 dögum seinna og hann má sækja í Apótekið eða fá sendan heim. Komdu í Apótekið eða hringdu í okkur til að fá nánari upplýsingar. Lyfjaskömmtun í Apótekinu Viðskiptavinir geta fengið lyfjaskammta afhenta auk þess sem boðið er upp á heim- sendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Apótekið leggur ríka áherslu á hagstætt verð og góða þjónustu. Í Spönginni í Grafarvogi er apó- tek sem ekki ber mikið á en stát- ar af góðu vöruúrvali og afbragðs þjónustu. Kristjana Samúelsdótt- ir lyfsali hefur töglin og hagld- irnar í stjórn Apóteksins og segir stefnuna skýra, að bjóða vörur á sem hagkvæmustu verði. Apótek- ið hefur boðið lyf á lægra verði í tæp fimmtán ár og er með apó- tek á fjórum stöðum, í Spönginni, Skeifunni, Hólagarði og á Akur- eyri. „Já, við leggjum áherslu á hag- stæð verð, einfalt og gott vöru- úrval og aðgengi,“ segir Kristj- ana og bætir faglegri þjónustu á listann. „Til dæmis erum við með ný tilboð á lausasölulyfjum og annarri vöru í hverjum mánuði en þau er hægt að kynna sér á heima- síðunni www.apotek.is. Samhliða því gefum við út tilboðsbækling, sem er dreift í hús í Reykjavík og á Akureyri. Viðskiptavinir sem mæta með hann fá aukaafslátt af völdum vörum, núna fæst til dæmis fimm prósenta afsláttur í fyrstu komu og tíu í annarri.“ Kristjana tekur fram að vöru- úrvalið sé ívið fjölbreyttara í rúmgóðu húsnæði í Spönginni en í öðrum útibúum Apóteksins þótt þar sé líka margt í boði. „Og vilji viðskiptavinir okkar annars stað- ar festa kaup á vöru sem aðeins fæst í Spönginni er lítið mál að senda hana með pósti,“ útskýr- ir hún og getur þess að eins sé boðið upp á heimsendingarþjón- ustu gegn vægu gjaldi sem nýt- ist til dæmis þeim sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að nálgast vöruna. Gott sé þá að leggja inn pöntun snemma dags og varan sé svo yfirleitt keyrð út seinni partinn. „Við leggjum mikið upp úr því að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið. Til marks um það bjóðum við upp á vélstýrða skömmtunarþjón- ustu í gegnum Lyfjalausnir, en þá er kennitölu viðkomandi slegið inn í vél sem skammtar honum sín lyf, starfsmaður gengur úr skugga um að allt sé rétt og lyfið síðan afhent viðskiptavini í handhægum um- búðum hjá okkur. Þessi vélstýrða skömmtun og mikla eftirlit dregur talsvert úr hættu á mistökum.“ Loks segir Kristjana boðið upp á blóðþrýstingsmælingar í Apótek- inu gegn vægu gjaldi, ekki þurfi þá að panta tíma með fyrirvara heldur sé nóg að mæta á svæðið. Fagmennska í fyrirrúmi Kristjana Samúelsdóttir ásamt starfsfólki Apótekarans í Spönginni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Birkisafinn frá Salus (birch juice) er afar vatnslosandi, þetta er mild jurt sem ertir ekki nýrun og er einstaklega virk gegn bjúg. Birkisafinn hefur verið sérstaklega vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkamans, en eins og flestir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega og andlega vellíðan. Eitt staup er drukkið að morgni, og virknin kemur í ljós mjög fljótlega. Léttari líkami léttari lund. Vatnslosandi og hreinsandi Birkisafi 20% afsláttur í febrúar Bio-Kult Candéa hylki innihalda vinveitta gerla, hvítlauk og grape seed extract. Candida sveppasýking getur orsakað fæðuóþol, útbrot á húð, kláða á kynfærasvæði sár í munni, brjóst- sviða og skapsveiflur. Tvö hylki á dag er góð vörn gegn candida sveppasýkingu. 100% náttúruvara, örugg fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður. BIO-CULT CANDÉA 15% afsláttur í febrúar AUGNÞREYTA OG ÞURRKUR? Thera Tears gervitár og gel -loksins á Íslandi! • Engin rotvarnarefni • Haldast lengur í augunum • Handhægar dagsumbúðir með tappa THERA TEARS 15% afsláttur í febrúar Augnvítamín með zinki og luteini. • Aðeins tvö hylki á dag • Sérþróað af læknum með tilliti til augnbotnahrörnunar VITEYES 15% afsláttur í febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.