Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 17

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Indriði H. Þorláksson Svarar skrifum Viðskiptaráðs um skatta 7 Breyttar skattareglur Gagnaverin láta vita af sér 2 Sparisjóðirnir Endurskipulagning á lokaspretti 4-5 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 16. febrúar 2011 – 3. tölublað – 7. árgangur Tilboð í febrúar! RayBan sólgleraugu aðeins kr. 19.900.- Model: 3025 www.opticalstudio.is VERÐBÓLGA Í KÍNA Kínverska efnahagsundrið virð- ist komið út að þanmörkum, í bili að minnsta kosti. Verðbólga þar vex hratt og mældist 4,9 prósent í janúar, og hafði þá hækkað úr 4,6 prósentum síðan í desember. Mestu munar þar um 10,3 pró- senta hækkun matvælaverðs. Sérfræðingar búast við áfram- haldandi verðbólguvanda, því Kínverjar glíma nú við hratt vaxandi eftirspurn sem ekki er hægt að fullnægja með ódýrum innflutningi. METHALLI VESTRA Barack Obama kynnti fjárlög árs- ins 2012 og hljóða þau upp á 3,73 billjónir dala, eða 3.730 milljarða dala, en það samsvarar um það bil 440.000 milljörðum króna. Fjár- lagahallinn verður 1,65 billjónir dala, og hefur aldrei verið hærri. Hann á að lækka niður í 1,1 billjón árið eftir og síðan minnka smám saman. Heildarskuldir ríkisins verða komnar upp í 16,7 billjón- ir dala í september árið 2012, og hafa þá hækkað úr 14 billjónum, sem er skuldastaðan núna. HÆGUR VÖXTUR Í ESB Hagvöxtur í Evrópusambands- ríkjunum mældist ekki nema 0,3 prósent síðustu þrjá mánuði ársins 2010, sem er sama tala og mældist á þriðja fjórðungi þess árs. Hag- vöxturinn varð minni í Frakk- landi og Þýskalandi en búist var við, en samdráttur mældist bæði á Grikklandi og í Portúgal. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við stefnum að því að fyrirtækið verði skráning- arhæft í lok árs 2012 og horfum til tvíhliða skrán- ingar á hlutabréfamarkað árið 2013, hér og annað- hvort í Ósló í Noregi eða í Stokkhólmi í Svíþjóð,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri upplýsingatækni- fyrirtækisins Skýrr. Hann segir nóg að gera í upp- lýsingatækni, uppsveifla sé á hinum Norðurlönd- unum, ekki síst í Svíþjóð og Noregi þar sem staða dótturfélaga Skýrr sé sterk á sama tíma og varnar- barátta sé háð hér. Skýrr hefur síðastliðin ár heyrt undir Teymi-sam- stæðuna með Vodafone. Samstæðan var með fyrstu fyrirtækjunum sem lenti í vandræðum í kreppunni 2008 og fór í nauðasamninga um mitt ár 2009. Gest- ur segir það hafa verið hárrétt skref og uppstokkun gengið fumlaust fyrir sig. „Teymi var nánast með allar sínar tekjur í íslensk- um krónum en lán í erlendri mynt. Þegar best lét var Teymi metið á 43 milljarða króna og skuldaði 21 milljarð á móti. Þegar félagið var sett í nauða- samninga hafði dæmið snúist við, skuldir orðn- ar tvöfalt hærri en virði eigna rúmlega helmingi lægri. Á sama tíma voru félögin í fínu lagi með gott sjóðsstreymi,“ segir hann og bendir á að hluthafar Teymis hafi skilið hvert stefndi og því gengið til samninga við kröfu- hafa, banka og lífeyrissjóði, sem tóku við félaginu. Þeir afskrifuðu ekkert, stilltu hluta skulda af svo félagið bæti borið þær og breyttu afganginum í hlutafé. Í kjölfar nauðasamninga var fyrir tækjasamstæða Teymis stokk- uð upp og einblínt á samlegðaráhrif fyrirtækja sem þar voru. Byrjað var á að sameina Skýrr, Landsteina-Streng, Eskil og Kögun í nóvember 2009 og Þórólfi Árnasyni, þáver- andi forstjóra Skýrr sagt upp. Í kjölfarið tók Gest- ur við forstjórastólnum. Sameiningar héldu áfram í fyrrahaust með samruna við EJS. Um áramótin var skrefið stigið til fulls þegar Vodafone og Skýrr voru skilin að og Teymis-nafninu kastað fyrir róða. Við upphaf árs voru starfsmenn 1.070, áætluð velta á árinu er 24 milljarðar króna og búist við að að rekstrarhagnaður eftir skatta og gjöld (EBIDTA) verði 1,4 milljarðar. Gestur segir um sóknaraðgerð að ræða sem muni skila því að Skýrr er áttunda stærsta upplýsingafyrirtækjum Norðurlanda. „Við vildum búa til félag með dýpri og breiðari þekkingu sem gæti þjónustað viðskiptavininn betur og skapað sér samkeppnisforskot,“ segir hann. Stefna á skráningu á hlutabréfamarkað Teymi var skipt upp í tvo hluta um áramótin. Skýrr er orðið eitt af tíu stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum, segir forstjórinn Gestur G. Gestsson. Skýrr 180 starfsmenn Kögun 80 starfsmenn Landsteinar-Strengur 40 starfsmenn Eskill 20 starfsmenn Hugur/Ax 100 starfsmenn Kerfi (Svíþjóð) 270 starfsmenn Hands (Noregur) 200 starfsmenn Skýrr GESTUR G. GESTSSON Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, forstjóri Saga Fjárfesting- arbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. Dr. Hersir Sigurgeirsson, stærðfræðingur og framkvæmda- stjóri áhættu- stýringar bank- ans, hefur tekið hans stað. Þorvaldur Lúðv í k v i ld i ekki tjá sig op- inberlega um m á l ið þ e g a r eftir því var leitað í gær. Hann var for- stöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi en hætti þar árið 2006 til að stofna Saga Capital Fjár- festingarbanka. Hann hefur haft réttarstöðu sakbornings í tveim- ur rannsóknum á vegum embættis sérstaks saksóknara. Önnur lýtur að Kaupþingi í aðdraganda falls bankans, hin rannsóknin á kaup- um Glitnis á skuldabréfi Stíms af Saga Capital. Þorvaldur hættur ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON Hagnaður Icelandair Group eftir skatta á síðasta ári nam 4,6 millj- örðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir var hins vegar 12,6 milljarðar króna. Greiningardeild Arion banka bendir á í umfjöllun sinni um uppgjörið að það sé 1,1 milljarði meira en síðasta afkomu- spá félagsins hafi hljóðað upp á. Heildartekjur félagsins námu um 88 milljörðum króna sem er um 9,5 prósenta aukning frá 2009. Betri afkoma en spáð var

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.