Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 20

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 20
MARKAÐURINN 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T M argir sparisjóðir eru mjög laskaðir. En það er mjög misjafnt hvernig þeim hefur reitt af í hruninu. Það er ekki skrýtið, enda enginn á Ís- landi, sem hefur verið í svona starf- semi sem ekki hefur látið á sjá,“ segir Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða. Guðjón segir óvíst hvað björg- unaraðgerðir sparisjóðanna muni kosta. Þótt ljóst sé að útlánasöfn þeirra séu illa farin mun endanleg mynd ekki fást af stöðunni fyrr en ljóst verði hvernig viðskiptavinir sparisjóðanna standi. „Það eru ekki síður áherslur og ákvarðanir stjórnvalda um skulda- aðlögun íbúðareigenda og fyrir- tækja sem komið hefur niður á sparisjóðunum. Þar er enginn til að taka tjónið á sig aðrir en þeir sjálf- ir,“ segir hann. „Þrýstingur um af- skriftir skulda niður að 110 prósenta markaðsverðmæti fasteigna vegur þungt.“ Hann segir erfitt að átta sig á stöðunni. Viðskiptavinir sparisjóð- anna standi misvel eftir landsvæð- um og nefnir sem dæmi að íbúar Þórshafnar hafi ekki fundið fyrir uppsveiflunni eins og á höfuðborg- arsvæðinu og suðvesturhorninu. Ekki sé útilokað að skuldavanda- málin þar séu minni en gert hafi verið ráð fyrir og því gæti kostn- aðurinn við skuldaaðlögunina orðið mun minni þar en á suðvesturhorni landsins. BJÖRGUNARLÍNAN SEND ÚT Við setningu neyðarlaganna í októ- ber 2008 var veitt heimild til að leggja sparisjóðunum til fjármagn til að fleyta þeim í gegnum þau skakkaföll sem þeir urðu fyrir í hruninu. Framlagið miðaðist við 20 prósent af eigin fé þess sparisjóðs sem eftir því óskaði í lok árs 2007. Þegar þetta var voru tuttugu sjálf- stæðir sparisjóðir í landinu með heildareignir upp á tæpa 450 millj- arða króna. Gert var ráð fyrir að björgunaraðgerðir gætu kostað ríkið í kringum 20 milljarða króna. Átta sparisjóðir hugðust nýta sér líflínu hins opinbera og óskuðu eftir framlaginu skömmu eftir áramót- in 2009. Fljótlega kom hins vegar í ljós að í flestum tilvikum þurfti meira til en aukið fjármagn. Í kjöl- farið tók við vinna að útfærslu á fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna. Það fól meðal annars í sér viðræður við kröfuhafa, flesta erlenda. Í nokkrum tilvikum sigldu viðræður í strand með tilheyrandi afleiðingum. Sparisjóðabankinn féll fyrstur – í mars. Það var fyrsti dóm- ínókubburinn í þéttriðnu sparisjóða- neti. Sparisjóðabankinn var heild- sölubanki sparisjóðanna og samtím- is því helsti kröfuhafi þeirra. Við fall hans fluttust kröfur á hendur sparisjóðunum yfir til Seðlabank- ans og hefur hann í samstarfi við fjármálaráðuneytið og breska ráð- gjafafyrirtækið Oliver Wyman unnið að samkomulagi um endur- reisn sparisjóðanna. Endurskipulagningin til þessa hefur falið í sér að hluta skulda er breytt í eigið fé, víkjandi lán og al- menn lán. Stofnfé er afskrifað í mis- miklum mæli, stundum nær alveg. Það fer eftir eiginfjárstöðu hvers sparisjóðs og því að hvaða marki varasjóðir þeirra eru neikvæðir. Fram til þessa hafa fimm spari- sjóðir sem ekki uppfylltu skilyrði Fjármálaeftirlitsins um lágmark eigin fjár farið í gegnum fjárhags- lega endurskipulagningu á þessum nótum. Seðlabankinn, sem eignaðist kröfur á hendur þeim í kjölfar falls Sparisjóðabankans breytti skuldum og stofnfé í eigið fé og færði um- sjón með eignarhlutnum til Banka- sýslu ríkisins. MIKIL FÆKKUN SPARISJÓÐA Sparisjóðirnir voru tuttugu talsins þegar hrunið skall á fyrir rúmum tveimur árum. Þeir eru nú helmingi færri, þar af einungis þrír sem segja má að séu sjálfstæðir. Starfsmenn eru nú rúmlega 220 á rétt rúmlega 40 afgreiðslustöðum víða um land. Bankasýsla ríkisins á hlut í fimm sparisjóðum og tveir heyra undir Arion banka. Þá var Byr sparisjóði breytt í hlutafélag í apríl í fyrra. Óvíst er hvaða örlög bíða SpKef í Keflavík, sem FME tók yfir á sama tíma og Byr. Kröfuhafar stýra í 800 700 600 500 400 300 200 100 0 1995 1996 1997 1998 1999 20 Afkoma sparisjóðanna hefur verið gagnrýnd lengi. Sparisjóðirnir töpuðu 135 millj- örðum króna á árunum 2008 og 2009. Það er næstum þrefaldur hagnaður þeirra á árabilinu 2001 til 2007. Að meðaltali var hagn- aðurinn 8,1 milljarður króna á ári. Inni í tölunum er tæplega 38 milljarða króna hagnaður í upp- sveiflunni 2006 og 2007. Ef þessi frávik eru undanskilin nam með- alhagnaður sparisjóðanna tæpum fjórum milljörðum króna á ári. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sparisjóða, segir skýr- inguna liggja í því undarlega samkeppnisumhverfi í viðskipta- bankastarfsemi sem verið hafi við lýði í mörg ár. „Með tilkomu umfangsmikillar fjárfestinga- bankastarfsemi viðskiptab á Íslandi minnkaði vægi r legrar starfsemi. Viðskiptab arnir græddu svo mikið á eig og fjárfestingabankastarfse vaxtamunur eða aðrar tek smásölu skiptu engu máli, v munur lækkaði og margs k þjónusta, svo sem kreditkort gefin í stórum stíl. Tekjumy varð mjög óeðlileg, spari ir urðu að keppa við viðsk bankana í verðum og neyd því til að finna aðrar tekju ir en felast í hefðbundnum og útlánum,“ segi hann og le áherslu á að þótt þetta sé ein uð mynd verði fólk að ger grein fyrir því að heildarmy verði að vera skýr áður en d séu felldir um það hvað eig á sér og hvað ekki. Töpuðu 135 milljörð um á tveimur árum M ill ja rð ar k ró na Uppstokkun á sparisjóðunum enn í pípunum Um tvö ár eru síðan fyrstu sparisjóðir landsins óskuðu eftir aðstoð ríkisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nokkrir þeirra fallið í milli- tíðinni. En nú hillir undir að fjárhagslegri endurskipulagningu ljúki á næstu vikum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði gang björgunaraðgerðanna og velti upp hugsanlegum breytingum sem kunna að verða á sparisjóðakerfinu. www.nyherji.is DAGSKRÁ FUNDARINS 1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.5. gr. í samþykktum félagsins. 2) Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Stjórn félagsins leggur fyrir fundinn nýjar samþykktir fyrir félagið. Þær byggja að grunni til á eldri samþykktum félagsins með viðbótum sem stafa af nýlegum breytingum á lögum um hlutafélög. Ekki er um verulegar efnisbreytingar frá fyrri samþykktum að ræða. Helstu breytingar: - Stjórnarmönnum fjölgar úr þremur í fimm og kjörinn er einn varamaður. - Hluthafafundir skulu boðaðir með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara. - Tekin eru upp í samþykktirnar ákvæði um rafræn samskipti og rafræna hluthafafundi og þátttöku í kosningum utan funda. Aðrar breytingar á samþykktum eru orðalagsbreytingar og ákvæðum raðað í nýja númeraröð. Við nýjar samþykktir bætist ný grein, 15.02: Tillaga um heimild stjórnar til aukningar hlutafjár um allt að kr.100.000.000. Forgangsréttur hluthafa fylgir ekki hlutafjáraukningu þessari. 3) Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. grein hlutafélagalaga. 4) Starfskjarastefna. 5) Önnur mál löglega upp borin. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram viku fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 11. febrúar 2011. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.nyherji.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, nýjar samþykktir og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 28. janúar 2011, kl. 16.00. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins viku fyrir fundinn, 11. febrúar 2011, kl. 16.00. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.nyherji.is. Reykjavík, 27. janúar 2011. Stjórn Nýherja hf. Föstudaginn 18. febrúar 2011, kl.16.00 í ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.