Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur hrósað sér af því að stjórnvöld fyrir hrun hafi framkvæmt flestar tillögur þess. Það hjálpaði til við að skapa bóluhagkerfið sem sprakk með eftirminnilegum hætti haust- ið 2008. VÍ er á ný komið á fulla ferð með boðskap um afturhvarf til fyrri tíma og þeir stjórnmála- flokkar, sem á sínum tíma veittu VÍ brautargengi, dansa enn sem fyrr eftir tónlist VÍ. Í grein í Markaði Fréttablaðs- ins 2. febrúar síðastliðinn reynir Viðskiptaráð að styðja endurtekn- ar en órökstuddar fullyrðingar sínar um skattahækkanir talna- legum rökum. Greinin er prýdd súluritum sem eiga að sýna gífur- legar hækkanir skatta frá 2007 til 2010. Af þeim má lesa að skattar hafi frá 2007 til 2010 hækkað um 9% til 100% auk upptöku á nýjum skatti, auðlegðarskatti. Hækkun- in á að vera frá 48% upp í 157% auk nýrra gjalda á heitt vatn og rafmagn og kolefnisgjald. For- maður Framsóknarflokksins end- urómar talnafárið og boðskapinn í grein í Fréttablaðinu 11. febrú- ar og í Morgunblaðinu 14. febrúar síðastliðinn. Það segir sig sjálft að þessar meintu hækkanir á sköttum ættu að koma fram í tekjum ríkissjóðs. Því er fróðlegt að líta á staðreyndir um þróun skatta síðustu ár. SKATTAHÆKKANIR Starfshópur fjármálaráðherra um endurskoðun á skattkerfinu skil- aði áfangaskýrslu í september síðastliðnum. Í henni er meðal annars að finna talnalegt yfirlit yfir þróun skatt- tekna ríkisins frá árinu 2005 til 2011. Uppfærslu á þeim tölum sem þar birtust, með tilliti til fjárlaga fyrir 2011 og að teknu tilliti til til- færslu fjár til sveitarfélaga vegna breyttrar verkaskiptingar, má sjá í töflunni hér á eftir. Skattar eru þar sýndir sem hlutfall af VLF, sem er algengasti mælikvarði til að sýna þróun skatta og saman- burð við aðrar hagstærðir. Tafla 1 sýnir að skattar hafa lítið breyst á síðustu tveimur árum og eru nú í flestum tilvik- um lægri sem hlutfall af lands- framleiðslu en þeir voru á árun- um fyrir hrun. Undantekningar eru fáar og eiga sér skýringar og rök. Eignaskattar hafa hækk- að nokkuð vegna upptöku auð- legðarskatts en eru samt lægri nú en þeir voru á árunum fyrir 2008 þegar almenni eignarskatt- urinn var við lýði. Sá skattur var greiddur af mjög mörgum. Auð- legðarskatturinn er hins vegar nú greiddur af litlum hluta gjald- enda, sem er tekjuhæstur og á mestan hluta eigna í landinu, þar á meðal af þeim sem juku eignir sínar í bóluhagkerfinu og hruninu á meðan allur almenningur mátti þola eignarýrnun. Ný gjöld, undir liðnum Önnur vörugjöld, eru umhverfisgjöld, sem flestir hagfræðingar og um- hverfismeðvitaðir menn eru sam- mála um að séu skynsamlegir og hagkvæmir, sem og orkuskattar, sem fyrst og fremst eru greidd- ir af þeim erlendu aðilum sem nýta auðlindir landsins fyrir lítið fé. Vegna andstöðu talsmanna atvinnurekenda við þann skatt og að tillögu þeirra var trygginga- gjaldið hækkað nokkuð í stað- inn og má segja að það sé eina skatttegundin sem hækkað hefur afgerandi. LÆGRI SKATTAR OG LÆGRI HEILDARSKATTBYRÐI Súluritið sýnir heildarskatta á föstu verðlagi á hægri ásnum og sem hlutfall af VLF á vinstri ásnum. Af súluritinu í töflu 2 má lesa í fyrsta lagi að skattar hafa ekki hækkað frá 2007 til 2010, held- ur lækkað. Á föstu verðlagi hafa þeir lækkað um yfir 100 milljarða króna frá 2007 til 2010. Fullyrðing um að skattar hafi almennt hækk- að á þessu árabili er því röng. Í öðru lagi sést að 2007 voru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu 31,2 prósent en á árinu 2010 var þetta hlutfall 26,9 prósent, eða 4,3 prósentustigum lægra. Það sýnir að ríkið er nú að taka minna í sinn hlut en áður, þ.e. heimilin halda meiru eftir. Í þriðja lagi má sjá að skattbyrðin nú er mun lægri en hún var í þeirri gósentíð fyrir 2009 sem VÍ þráir. Á árunum 2005 til 2007 var skattbyrði af sköttum ríkisins að jafnaði um 32% af VLF en á árunum 2009 til 2011 verð- ur hún um 27% af VLF eða um 5 prósentustigum lægri en áður. Sá munur samsvarar um 80 milljörð- um króna. BREYTINGAR Á TEKJUSKATTI EINSTAKLINGA Nánari athugun sýnir að flestar fullyrðingar VÍ um hækkun á ein- stökum sköttum eru rangar eða villandi. Dæmi um það er meint hækkun á almennum tekjuskatti einstaklinga um 9 prósent og á fjármagnstekjuskatti um 100 pró- sent. Þegar litið er á efstu talna- línu töflu 1 sést að í reynd lækk- uðu tekjuskattar einstaklinga milli 2007 og 2010 sem hlutdeild af VLF úr því að vera 8,75 pró- sent í 7,67 prósent, eða um rúm- lega 1 prósentustig, sem þýðir að sem hlutfall af tekjum einstakl- inga hefur lækkunin verið um 1,5 prósent. Hluti þessarar lækkunar er vegna samdráttar í fjármagns- tekjustofninum en meginástæð- an er lægra skatthlutfall á lágar tekjur í almennum tekjuskatti og að hækkun skatthlutfalls fjár- magnstekna var ekki 100% þar sem lágar vaxtatekjur voru und- anskildar hækkun 2009 og verða skattfrjálsar hjá yfir helmingi gjaldenda á árinu 2010. Hækkun verður hins vegar hjá þeim tiltölu- lega fáu sem safna á sínar hend- ur stórum hluta vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hafa til þessa goldið af því lítinn skatt. BREYTT SKATTBYRÐI Eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan eru þær staðhæfing- ar að skattar hafi stórlega hækk- að rangar. Það sem breyttist var hins vegar dreifing skattbyrðar- innar. Á árunum fyrir 2009 hafði skattbyrði aukist jafnt og þétt hjá öllum nema þeim sem höfðu allra bestu tekjurnar og þeim sem höfðu framfæri af atvinnurekstri, eink- um fjármálavafstri og einkahluta- félagavafningum, svo og erlend- um aðilum sem höfðu tekjur hér á landi. Hjá þeim lækkaði skattbyrð- in. Með þeim breytingum á skött- um sem gerðar voru á árunum 2009 og 2010 er snúið af þessari braut, sem merkjanlegt er af tölum og hörðum viðbrögðum þeirra sem áður nutu sérstakrar vildar. Línuritið í töflu 3 sýnir tekju- skatta og auðlegðarskatt við álagn- ingu á árinu 2010 í samanburði við 2009 (tekjuárin 2008 og 2009) sem hlutfall af tekjum hjóna sem raðað hefur verið eftir tekjuhæð. Tekju- skattar, þar með talið útsvar og fjármagnstekjuskattur, og auðlegð- arskattur er lægra hlutfall tekna hjá yfir 60 prósentum gjaldenda í neðri hluta tekjuskalans. Þar fyrir ofan er nokkur hækkun, einkum efst í honum, svo skatthlutfall þar verður ekki lengur undir meðaltali eins og áður var. Hin stóra breyting í skattlagn- ingu 2010 er að í fyrsta skipti koma nú fram breyttar áherslur í þá átt að beita sköttum markvisst í um- hverfismálum og að því að endur- heimta hluta af arði af auðlindum landsins, sem spilað hafði verið úr höndum þjóðarinnar á síðustu árum. RANGAR ÁLYKTANIR VÍ Súluleikfimi VÍ kann að einhverju leyti stafa af óvandaðri tölfræði- vinnu en það dugar ekki til að skýra hana að fullu og afsakar ekki þær fullyrðingar sem byggð- ar eru á henni, svo sem þá að þvert ofan í þá staðreynd að skatttekj- ur ríkissjóðs voru um 1% umfram áætlanir á árinu 2010 er fullyrt að skattstofnar hafi dregist saman miðað við áætlanir. Aðrar álykt- anir í grein VÍ eru sama marki brenndar. NIÐURSTAÐAN AF FRAMAN- GREINDU ER: Skattahækkanir á árunum 2010 og 2011 hafa verið mjög hófleg- ar. Hrunið sem varð 2009 leiddi til lækkunar skatttekna um 6- 7 prósent af VLF. Síðan hafa skattar hækkað um 1,6 prósent af VLF. Skattar eru nú sem nemur um 5 prósent af VLF lægri en þeir voru á árunum 2005–2007. Að því leyti sem tekjuskattar hafa hækkað hefur sú skattbyrði verið lögð á hin breiðu bök sem áður nutu skattalegra vildar- kjara en hinum minna megandi verið hlíft. Tekjuskattar einstaklinga með miðlungstekjur og lægri hafa • • • • lækkað, en hækkað nokkuð á fólk með mjög háar tekjur. Nýir skattar til verndar um- hverfi og til að tryggja þjóð- inni aukinn arð af auðlindum hafa verið teknir upp þótt í tak- mörkuðum mæli sé. Það er algengur kækur hags- munasamtaka að láta sem þau tali fyrir hag allra þótt það sé sjaldan raunverulegur tilgang- ur þeirra. Það er ekki óeðlilegt • að talsmenn ákveðinna þrýsti- hópa í samfélaginu kveði sér hljóðs og flytji mál umbjóðenda sinna en gera verður þær kröf- ur að fram komi í hverra þágu þeir tala og að þeir haldi sig við staðreyndir í málflutningi sínum. PS. Grein þessi var stytt nokkuð og línuritum fækkað að ósk Fréttablaðsins. Greinina óstytta má nálgast í vefriti mínu http://web.me.com/ inhauth/Indriði_H._Þorláksson/Greinasafn.html Furðuskrif Viðskiptaráðs um skatta % af VLF 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Tekjuskattur einstaklinga 8,59% 8,89% 8,75% 9,00% 7,33% 7,67% 7,61% Tekjuskattur lögaðila 2,28% 2,77% 2,80% 2,23% 2,07% 1,38% 1,62% Eignarskattar 1,30% 0,75% 0,91% 0,50% 0,35% 0,54% 0,65% Virðisaukaskattur 11,12% 11,31% 10,52% 9,08% 8,08% 8,16% 8,10% Vörugjöld af bensíni 0,85% 0,77% 0,70% 0,59% 0,73% 0,75% 0,76% Olíugjald 0,17% 0,48% 0,48% 0,40% 0,41% 0,41% 0,42% Áfengisgjald 0,69% 0,65% 0,62% 0,55% 0,65% 0,66% 0,67% Tóbaksgjald 0,37% 0,33% 0,30% 0,26% 0,29% 0,30% 0,31% Önnur vörugjöld 1,66% 1,52% 1,42% 0,93% 0,58% 0,95% 0,98% Aðrir óbeinir skattar 1,22% 0,86% 0,86% 0,77% 0,75% 0,77% 0,81% Tollar og aðflutningsgjöld 0,34% 0,40% 0,42% 0,40% 0,35% 0,38% 0,33% Aðrir skattar 0,87% 0,27% 0,43% 0,48% 0,89% 0,80% 0,75% Tryggingagjöld 3,19% 3,29% 3,03% 2,82% 3,06% 4,13% 4,09% Skatttekjur alls 32,7% 32,3% 31,2% 28,0% 25,5% 26,9% 27,1% S K A T T A R R Í K I S I N S S E M % A F V L F 2 0 0 5 T I L 2 0 1 1 ( T A F L A 1 ) Indriði H. Þorláksson hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra O R Ð Í B E L G 35% 28% 21% 14% 7% 0 600 480 360 240 120 0 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 502 519 532 481 409 418 429 32,7% 32,3% 31,2% 28,0% 25,5% 26,9% 27,1% S K A T T A R A L L S ( T A F L A 2 ) Skattar alls, fast verðlag 2010 Skattar % af VLF % af VLF Ma. kr. 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Tekjubil (5%) S K A T T A R Á T E K J U R O G A U Ð L E G Ð ( T A F L A 3 ) - álagning tekjuskatts og auðlegðargjalds á hjón 2009 og 2010 - % af heildartekjum Samtals 2010 Samtals 2009 Almennur tekjuskattur 2010 Almennur tekjuskattur 2009 Í VERSLUNARFERÐ Í grein sinni segir Indriði Þorláksson rangt að skattar hafi hækkað hér á landi á árunum 2007 til 2010, þvert á móti hafi þeir lækkað um yfir 100 milljarða króna á því árabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.