Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 30
 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR8 ● apótek Apótek Vesturlands var opnað á Akranesi fyrir tæpum fjórum árum. Ólafur Adolfsson lyfsali segir viðtökurnar hafa verið góðar og að samkeppnisum- hverfi apóteka fari batnandi. „Baráttan er í fullum gangi,“ segir Ólafur Adolfsson lyfsali í Apóteki Vesturlands. „Við erum himin- lifandi með þær viðtökur sem við höfum fengið hér á Skaganum,“ bætir hann við og fagnar breyttu samkeppnisumhverfi apóteka. „Í dag eru lyfjafræðingar að opna ný apótek en það hafði ekki sést um langa hríð. Við opnuðum á Akranesi 30. júní 2007 og inn- leiddum með því samkeppni í lyf- sölu á Akranesi.“ Ólafur segir kröfur neytenda og breytt hugar- far almennings eiga stóran þátt í að fleiri sjálfstæð apótek komi nú inn á markaðinn. „Þó að þjónusta apóteka sé í sjálfu sér nokkuð eins- leit er hún í eðli sínu mjög persónu- leg. Svigrúm til verðtilboða er ekki mikið þar sem smásöluálagning á lyfjum er lág og verðmunur milli apóteka því gjarnan lítill. Eignar- haldið skiptir hinn almenna neyt- anda miklu máli. Nú dugar ekki lengur að breyta um nafn á apótek- um eða kalla sig Emil til að blekkja neytendur. Fólk gerir sér far um að sneiða hjá ákveðnum eigendum og leggur það jafnvel á sig að sækja apóteks- þjónustu um langan veg. Við sem rekum annaðhvort hverfisapótek eða apótek úti á landi þekkjum það að þjónustan er mjög persónuleg og við leggjum áherslu á þann þátt. Oft er það líka svo að þeir sem eiga mikið undir því að hlutirnir gangi eru tilbúnir að leggja meira á sig fyrir viðskiptavininn.“ Ólafur segir ríkið hins vegar hafa verið að færa þjónustu út úr apótekunum yfir til heildsölunnar. „Þar nefni ég atriði eins og þjón- ustu við stómasjúklinga, þjónustu í sambandi við sérhæfða næringu og fleira. En ef smásölustiginu er sleppt hverfur ákveðin nærþjón- usta, sem er að mínu mati miður. Erindi fólks í apótek eru persónu- leg og gott er að geta sest niður með lyfjafræðingnum sínum og rætt málin frekar en að þurfa að gera það í síma eða í tölvupósti. Hér í Apóteki Vesturlands er sjö manna vösk sveit sem telur tvo lyfjafræðinga, lyfjatækni og sér- hæft afgreiðslufólk. Við reynum að veita góða og trausta þjónustu og bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma.“ Fólk gerir meiri kröfur Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands, segir sérhæft starfsfólk reyna að veita góða og trausta þjónustu og bjóða sam- keppnishæft verð á hverjum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Apótek Vesturlands er með mikið vöruúrval en auk þess að bjóða allar almennar apóteksvör- ur höfum við haslað okkur völl í lífrænum vörum,“ segir Ólaf- ur Adolfsson lyfsali og bætir við að slíka þjónustu hafi vantað á Akranesi. „Þetta er þjónusta við viðskipta- vini okkar sem til dæmis eru með ýmiss konar fæðuóþol eða sér- þarfir. Við höfum verið með líf- rænar vörur frá GMÓ Bíóvör- um, Heilsu, Yggdrasil og fleirum. Einnig er boðið upp á breiða línu af lífrænum hreinlætis- og snyrti- vörum eins og til dæmis hára- liti, krem og smyrsl. Almennt má segja að úrval af lífrænum vörum sé að aukast hjá apótekum í takt við auknar kröfur og vitund við- skiptavina um heilnæmt líferni. Apótek eru í mörgum tilfell- um orðin fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Því fylgir mikil ábyrgð og þess vegna er mjög mikilvægt að öll ráðgjöf sem starfsfólk apóteka veitir sé fagleg, vönduð og örugg.“ Úrval lífrænna afurða Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is – til betra lífs Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Sjáfstætt og óháð apótek sem þorir að taka þátt í óheftri samkeppni. Apótek Vesturlands hefur haslað sér völl í lífrænum vörum að sögn Ólafs Adolfs- sonar lyfsala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.