Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2011 Tónlist ★★★★ Finger Of God (Toes Of Paul McCartney) Sigurður Eyberg Sigurður Eyberg er sennilega þekktastur fyrir að vera söngv- ari keflvísku rokkhljómsveit- arinnar Deep Jimi and the Zep Creams, en hann er líka mennt- aður leikari. Finger Of God er fyrsta sólóplatan hans og hún kemur veru- lega á óvart. Sigurður lærði leiklist í Bret- landi sem er kannski að einhverju leyti ástæðan fyrir þessum enska hljómi sem einkenn- ir plötuna. Hafi einhver verið að von- ast eftir því að tónlistin á Finger Of God væri eitthvað í líkingu við sígilt hipparokk Deep Jimi þá verður sá hinn sami fyrir von- brigðum. Hér er á ferð blanda af rafpoppi og rokki sem minnir mig í senn á Bowie, Beck, Egil Sæbjörnsson og enskar nýbylgju- sveitir frá níunda áratugnum. Mörg laganna og textanna eru bráðskemmtileg og svo er þessi hrái hljómur plötunnar sérstak- lega vel heppnaður. Lög og text- ar eru eftir Sigurð, en það er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem stjórnar upptökum og sér um hljóðfæraleik. Það kemur reyndar nokkuð á óvart þar sem maður er ekki vanur svona hráum og ferskum hljómi frá Þorvaldi, þó að hann hafi auð- vitað gert marga og ólíka hluti á ferlinum. Á hei ldina litið má segja að góðar laga- og textasmíðar, húmor (saman- ber nafn plötunn- ar!) og hrár og skemmtilegur hljómur leggist á eitt um að gera þessa fyrstu sóló- plötu Sigurðar Eyberg að prýði- legri poppplötu. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Sigurður, söngvari Deep Jimi, kemur sterkur inn á sinni fyrstu sólóplötu. Óvæntur glaðningur Jennifer Aniston er undrandi á því hversu mikið fólk veltir sér upp úr aldri hennar. Leikkonan hélt upp á 42 ára afmælið sitt á veitingastað í New York í síðustu viku ásamt leikurunum Adam Sandler og Hugh Jackman. „Skyndilega ertu stimpluð, þú breytist í einhverja tölu,“ sagði Aniston í viðtali við Rachel Ray. „Allt í einu er gefið í skyn að líf þitt sé fljótlega á enda. Það er mjög skrítið.“ Ef leiklistarferill hennar hefði ekki gengið upp hefði Aniston vilja skipuleggja veislur. „Mér finnst svo skemmti- legt að skipuleggja partí blanda saman ólíkum hópum.“ Stimpluð vegna aldurs JENNIFER ANISTON Er orðin þreytt á því að vera orðin að einhverri tölu. Þú færð meira, meira eða miklu meira í Vodafone Gull 20% fleiri innifaldar mínútur og SMS í farsíma Skráðu þig í 1414 strax í dag vodafone.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.