Fréttablaðið - 16.02.2011, Qupperneq 47
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2011
Tónlist ★★★★
Finger Of God (Toes Of Paul
McCartney)
Sigurður Eyberg
Sigurður Eyberg er sennilega
þekktastur fyrir að vera söngv-
ari keflvísku rokkhljómsveit-
arinnar Deep Jimi and the Zep
Creams, en hann er líka mennt-
aður leikari. Finger Of God er
fyrsta sólóplatan hans og hún
kemur veru-
lega á óvart.
Sigurður lærði
leiklist í Bret-
landi sem er
kannski að
einhverju
leyti ástæðan
fyrir þessum
enska hljómi
sem einkenn-
ir plötuna.
Hafi einhver
verið að von-
ast eftir því
að tónlistin
á Finger Of
God væri eitthvað í líkingu við
sígilt hipparokk Deep Jimi þá
verður sá hinn sami fyrir von-
brigðum. Hér er á ferð blanda
af rafpoppi og rokki sem minnir
mig í senn á Bowie, Beck, Egil
Sæbjörnsson og enskar nýbylgju-
sveitir frá níunda áratugnum.
Mörg laganna og textanna eru
bráðskemmtileg og svo er þessi
hrái hljómur plötunnar sérstak-
lega vel heppnaður. Lög og text-
ar eru eftir Sigurð, en það er
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
sem stjórnar upptökum og sér
um hljóðfæraleik. Það kemur
reyndar nokkuð á óvart þar
sem maður er ekki vanur svona
hráum og ferskum hljómi frá
Þorvaldi, þó að hann hafi auð-
vitað gert marga og ólíka hluti
á ferlinum.
Á hei ldina
litið má segja
að góðar laga-
og textasmíðar,
húmor (saman-
ber nafn plötunn-
ar!) og hrár og
skemmtilegur
hljómur leggist
á eitt um að gera
þessa fyrstu sóló-
plötu Sigurðar
Eyberg að prýði-
legri poppplötu.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Sigurður, söngvari
Deep Jimi, kemur sterkur inn á sinni
fyrstu sólóplötu.
Óvæntur glaðningur
Jennifer Aniston er undrandi á
því hversu mikið fólk veltir sér
upp úr aldri hennar. Leikkonan
hélt upp á 42 ára afmælið sitt á
veitingastað í New York í síðustu
viku ásamt leikurunum Adam
Sandler og Hugh Jackman.
„Skyndilega ertu stimpluð, þú
breytist í einhverja tölu,“ sagði
Aniston í viðtali við Rachel Ray.
„Allt í einu er gefið í skyn að líf
þitt sé fljótlega á enda. Það er
mjög skrítið.“ Ef leiklistarferill
hennar hefði ekki gengið upp
hefði Aniston vilja skipuleggja
veislur. „Mér finnst svo skemmti-
legt að skipuleggja partí blanda
saman ólíkum hópum.“
Stimpluð
vegna aldurs
JENNIFER ANISTON Er orðin þreytt á því
að vera orðin að einhverri tölu.
Þú færð meira, meira eða miklu meira
í Vodafone Gull
20% fleiri innifaldar
mínútur og SMS í
farsíma
Skráðu þig í 1414 strax í dag
vodafone.is