Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
Lyf & heilsa í JL-húsinu við
Hringbraut býður upp á alla al-
menna þjónustu apóteka, auk
þess sem áhersla er lögð á for-
varnaþjónustu og persónuleg
samskipti við viðskiptavinina.
„Markmið okkar er að bjóða lyf
og aðrar heilsutengdar vörur
sem auka lífsgæði viðskiptavina
okkar,“ segir Axel Ólafur Smith,
lyfsali í Lyfjum & heilsu í JL-hús-
inu. „Við vitum að viðskiptavinirn-
ir koma til okkar með viðkvæm
og persónuleg mál sem snúast um
það sem skiptir okkur mestu máli
– góða heilsu. Þess vegna leggj-
um við okkur fram um að veita
persónulega, trausta og faglega
þjónustu.“
Axel tók við starfi lyfsöluleyfis-
hafa í Lyfjum & heilsu í JL-hús-
inu árið 2007 og hefur síðan lagt
sig fram við að bæta vöruframboð
og þjónustu. „Lyf & heilsa í JL-
húsinu hefur alltaf lagt áherslu á
gott úrval af vítamínum og öðrum
heilsuvörum. En þegar úrvalið er
mikið er oft erfitt fyrir viðskipta-
vininn að átta sig á hvað hent-
ar best og því erum við boðin og
búin að aðstoða við rétta valið.
Hjá okkur er líka gott úrval af
hjúkrunarvörum, snyrtivörum
og vönduðum barnavörum. Eldri
borgurum og öryrkjum bjóðum
við alltaf fimm prósenta afslátt
af öllum vörum og bjóðum upp á
lyfjaskömmtun fyrir þá sem þess
óska.“
Í Lyfjum og heilsu er líka boðið
upp á forvarnaþjónustu í formi
blóðþrýstingsmælinga, blóðsykurs-
mælinga og blóðfitumælinga. „Við
bjóðum upp á þrenns konar mæl-
ingar: blóðþrýstings-, blóðfitu- og
blóðsykursmælingu,“ segir Axel.
„Slíkar mælingar geta gefið vís-
bendingar um líkamsástand þitt
til framtíðar.
Við bjóðum einnig upp á sér-
hæfða ráðgjöf fyrir reykinga-
fólk sem vill hætta að reykja. Við
leggjum metnað okkar í að veita
ávallt áreiðanlega ráðgjöf um heil-
brigði og heilsu. Fólk getur leit-
að til okkar þegar það vill fræð-
ast nánar um lyfin sem það tekur
eða þegar það vill fá ráðleggingar
um lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld
og aðrar heilsutengdar vörur. Við
leggjum okkur fram um að leysa
hvers manns vanda,“ segir Axel.
„Við erum í góðu samstarfi við
læknamiðstöðvarnar í hverfinu og
lítum á okkur fyrst og fremst sem
hverfisapótek, þótt við eigum líka
stóran hóp viðskiptavina úr öðrum
hverfum.“
Forvarnir og per-
sónuleg þjónusta
„Við leggjum okkur fram um að leysa hvers manns vanda,“ segir Axel Ólafur Smith, lyfsali í Lyfjum & heilsu í JL-húsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lyf & heilsa býður upp á lyfjaskömmtun
fyrir þá sem þurfa að taka fleiri en eitt
lyf að staðaldri.
Lyf & heilsa í JL-húsinu býður
nú upp á lengri opnunartíma en
önnur apótek í vesturhluta borg-
arinnar.
Nú er opið til klukkan 22
öll kvöld vikunnar og á virk-
um dögum opnum við klukkan
8 á morgnana, sem kemur sér
vel fyrir þá sem eru að koma
af heilsugæslustöðinni og vilja
sækja sér lyf á leið til vinnu.
Um helgar opnum við klukkan
10 og höfum opið til klukkan 22.
Viðskiptavinir okkar kunna vel
að meta lengri opnunartíma og
hafa verið duglegir að nýta sér
hann, jafnt snemma á morgnana
og síðla kvölds.
Lengri opnunartími
í Vesturbænum
Eldri borgarar og öryrkjar fá
fimm prósenta afslátt af öllum
vörum í Lyfjum & heilsu í JL-hús-
inu. Auk lyfjaskömmtunar, sem er
afar þægileg fyrir fólk sem tekur
fleiri en eitt lyf að staðaldri, er
einnig boðið upp á þá þjónustu að
geyma fjölnota lyfseðla ef þess er
óskað. Þá er engin hætta á að lyf-
seðillinn týnist og með einu símtali
geta lyfin verið tilbúin þegar við-
skiptavinurinn kemur í apótekið.
Þessi þjónusta er í boði fyrir alla
viðskiptavini.
Þjónusta við
eldri borgara
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462
og Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is s. 512 5432.
www.lyfogheilsa.is
ANDLITIÐ HÚÐVÖRURBARNIÐ
Barnið er gott
fyrir barnið þitt
- án hégóma
Börn eru viðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti og því inniheldur
Barnalínan frá Gamla apótekinu engin viðbætt ilm- og litarefni.
Vörurnar í Barnalínunni eru íslenskar vörur þróaðar í samstarfi
við lækna og lyfjafræðinga.
Kremin, sápan, smyrslin og olíurnar fara mjúkum höndum um
viðkvæma húð barnsins og því líður vel á eftir.
Veljum íslenskt
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
11
0
31
5