Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
Fámennt en góðmennt starfs-
lið vinnur í Skipholtsapóteki
og veitir persónulega þjónustu
en þannig má halda vöruverði
niðri. Auk þess er þar mikið
úrval vítamína og fæðubótar-
efna.
„Okkar sérstaða er afar gott úrval
af vítamínum og fæðubótarefnum
en þar erum við með mörg góð
vörumerki,“ segir Eyja Líf Sæv-
arsdóttir, lyfjafræðingur hjá Skip-
holtsapóteki.
Hún segir helsta markmið Skip-
holtsapóteks vera að veita per-
sónulega þjónustu auk þess að
halda lyfjaverði niðri. Það sé gert
með fámennum en góðmennum
hópi starfsfólks.
„Við bjóðum upp á persónulega
þjónustu og þótt við höfum ekki úr
stórum flota starfsfólks að spila
líður okkur eins og viðskiptavinir
okkar séu mjög ánægðir. Fólk leit-
ar mikið til okkar, bæði út af lágu
lyfjaverði og svo vegna kvilla sem
hrjá það, en það fær upplýsingar
hjá okkur og virkilega persónulega
þjónustu. Starfsfólkið býr yfir mik-
illi þekkingu og ef þekking okkar
þrýtur höfum við aðgang að alls
kyns uppflettiritum sem hjálpa
okkur að aðstoða fólk.“
Eyja Líf segir viðskiptavini
mikið spá í vöruverð þessi miss-
erin og hún bendir fólki á að láta
starfsfólk Skipholtsapóteks vita
ef það finnur sams konar lyf á
ódýrara verði annars staðar. „Við
keppumst við að vera með þeim
lægstu og þar sem við stöndum
ekki sjálf í verðkönnunum höfum
við beðið fólk að hjálpa okkur og
benda okkur á ef verðið er lægra
annars staðar.“
Hún segir fólk einnig með-
vitaðra um bætiefni og vítamín
og heilsufar sitt almennt. „Fólk
áttar sig á því að hægt er að bæta
heilsufarið með vítamínum í stað
lyfjagjafar. Sem lítið dæmi má
nefna sinadrátt, sem kemur oft
fram vegna skorts á magnesíum
í líkamanum.
Fólk er líka orðið vakandi
fyrir d-vítamínþörf sinni en Ís-
lendinga skortir gjarnan d-vít-
amín. Bæði byggir vítamínið upp
bein og getur haft fyrirbyggjandi
áhrif gagnvart sjúkdómum, til að
mynda krabbameini.“
Af þeim vörumerkjum sem fást
í vítamínum hjá Skipholtsapót-
eki má nefna Now, Nature´s own,
Windmill og Heilsu-vítamínin.
„Við bjóðum upp á lítið af
snyrtivörum, en erum þess í stað
með góð græðandi krem fyrir
hendur, fætur og húð, andlits-
krem og gott vöruúrval fyrir
eldra fólk sem er til dæmis að
kljást við þvagleka. Og auðvit-
að allar þessar hefðbundnu apó-
teksvörur, sápur, krem og annað
slíkt.“
Markmiðið persónuleg
þjónusta og lágt lyfjaverð
Starfsmenn Skipholtsapóteks: Sigríður Björnsdóttir í afgreiðslu, Eyja Líf Sævarsdóttir lyfjafræðingur og Margrét Friðgeirsdóttir
lyfjatæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
15% AFSLÁTTUR AF NICOTINELL
Taktu skrefið og hættu að reykja
með hjálp Nicotinell. Skipholts-
apótek býður upp á gott úrval
af Nicotinell-vörum og starfsfólk
apóteksins aðstoðar þig við valið.
Í febrúarmánuði er 15% afsláttur
af öllum Nicotinell-vörum í
Skipholtsapóteki.
Afsláttur í
febrúar
20% AFSLÁTTUR AF VÍTAMÍNUM
Hvort sem það er A, B, C, D eða E
þá býður Skipholtsapótek upp á
fjölbreytt úrval af vítamínum sem
styrkja líkama og sál. Starfsfólkið
aðstoðar þig við valið á vítamín-
inu sem hentar þér og þú færð
20% afslátt af öllum vítamínum út
febrúarmánuð.
20% AFSLÁTTUR AF JOHN FRIEDA
HÁRVÖRUM
Hár er höfuðprýði segir á góðum
stað og John Frieda býður upp
á hárvörur sem henta öllum. Nú
í febrúar bjóðum við 20% afslátt
af þessum frábæru hárvörum.
Gríptu tækifærið!
15% afsláttur
af Nicotinell í
Skipholtsapóteki
út febrúar
Skipholt 50b • 105 Reykjavík • 551 7234
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
0
31
5