Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 30
16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR8 ● apótek
Apótek Vesturlands var opnað
á Akranesi fyrir tæpum fjórum
árum. Ólafur Adolfsson lyfsali
segir viðtökurnar hafa verið
góðar og að samkeppnisum-
hverfi apóteka fari batnandi.
„Baráttan er í fullum gangi,“ segir
Ólafur Adolfsson lyfsali í Apóteki
Vesturlands. „Við erum himin-
lifandi með þær viðtökur sem við
höfum fengið hér á Skaganum,“
bætir hann við og fagnar breyttu
samkeppnisumhverfi apóteka.
„Í dag eru lyfjafræðingar að
opna ný apótek en það hafði ekki
sést um langa hríð. Við opnuðum
á Akranesi 30. júní 2007 og inn-
leiddum með því samkeppni í lyf-
sölu á Akranesi.“ Ólafur segir
kröfur neytenda og breytt hugar-
far almennings eiga stóran þátt í
að fleiri sjálfstæð apótek komi nú
inn á markaðinn. „Þó að þjónusta
apóteka sé í sjálfu sér nokkuð eins-
leit er hún í eðli sínu mjög persónu-
leg. Svigrúm til verðtilboða er ekki
mikið þar sem smásöluálagning á
lyfjum er lág og verðmunur milli
apóteka því gjarnan lítill. Eignar-
haldið skiptir hinn almenna neyt-
anda miklu máli. Nú dugar ekki
lengur að breyta um nafn á apótek-
um eða kalla sig Emil til að blekkja
neytendur.
Fólk gerir sér far um að sneiða
hjá ákveðnum eigendum og leggur
það jafnvel á sig að sækja apóteks-
þjónustu um langan veg. Við sem
rekum annaðhvort hverfisapótek
eða apótek úti á landi þekkjum það
að þjónustan er mjög persónuleg
og við leggjum áherslu á þann þátt.
Oft er það líka svo að þeir sem eiga
mikið undir því að hlutirnir gangi
eru tilbúnir að leggja meira á sig
fyrir viðskiptavininn.“
Ólafur segir ríkið hins vegar
hafa verið að færa þjónustu út úr
apótekunum yfir til heildsölunnar.
„Þar nefni ég atriði eins og þjón-
ustu við stómasjúklinga, þjónustu
í sambandi við sérhæfða næringu
og fleira. En ef smásölustiginu er
sleppt hverfur ákveðin nærþjón-
usta, sem er að mínu mati miður.
Erindi fólks í apótek eru persónu-
leg og gott er að geta sest niður
með lyfjafræðingnum sínum og
rætt málin frekar en að þurfa að
gera það í síma eða í tölvupósti.
Hér í Apóteki Vesturlands er sjö
manna vösk sveit sem telur tvo
lyfjafræðinga, lyfjatækni og sér-
hæft afgreiðslufólk. Við reynum
að veita góða og trausta þjónustu
og bjóða samkeppnishæft verð á
hverjum tíma.“
Fólk gerir meiri kröfur
Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands, segir sérhæft starfsfólk reyna að veita góða og trausta þjónustu og bjóða sam-
keppnishæft verð á hverjum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Apótek Vesturlands er með
mikið vöruúrval en auk þess að
bjóða allar almennar apóteksvör-
ur höfum við haslað okkur völl
í lífrænum vörum,“ segir Ólaf-
ur Adolfsson lyfsali og bætir við
að slíka þjónustu hafi vantað á
Akranesi.
„Þetta er þjónusta við viðskipta-
vini okkar sem til dæmis eru með
ýmiss konar fæðuóþol eða sér-
þarfir. Við höfum verið með líf-
rænar vörur frá GMÓ Bíóvör-
um, Heilsu, Yggdrasil og fleirum.
Einnig er boðið upp á breiða línu
af lífrænum hreinlætis- og snyrti-
vörum eins og til dæmis hára-
liti, krem og smyrsl. Almennt má
segja að úrval af lífrænum vörum
sé að aukast hjá apótekum í takt
við auknar kröfur og vitund við-
skiptavina um heilnæmt líferni.
Apótek eru í mörgum tilfell-
um orðin fyrsti viðkomustaður
sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Því
fylgir mikil ábyrgð og þess vegna
er mjög mikilvægt að öll ráðgjöf
sem starfsfólk apóteka veitir sé
fagleg, vönduð og örugg.“
Úrval lífrænna afurða
Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is
– til betra lífs
Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14
Sjáfstætt og óháð apótek sem þorir
að taka þátt í óheftri samkeppni.
Apótek Vesturlands hefur haslað sér völl
í lífrænum vörum að sögn Ólafs Adolfs-
sonar lyfsala.