Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 38

Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 38
MARKAÐURINN 16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur hrósað sér af því að stjórnvöld fyrir hrun hafi framkvæmt flestar tillögur þess. Það hjálpaði til við að skapa bóluhagkerfið sem sprakk með eftirminnilegum hætti haust- ið 2008. VÍ er á ný komið á fulla ferð með boðskap um afturhvarf til fyrri tíma og þeir stjórnmála- flokkar, sem á sínum tíma veittu VÍ brautargengi, dansa enn sem fyrr eftir tónlist VÍ. Í grein í Markaði Fréttablaðs- ins 2. febrúar síðastliðinn reynir Viðskiptaráð að styðja endurtekn- ar en órökstuddar fullyrðingar sínar um skattahækkanir talna- legum rökum. Greinin er prýdd súluritum sem eiga að sýna gífur- legar hækkanir skatta frá 2007 til 2010. Af þeim má lesa að skattar hafi frá 2007 til 2010 hækkað um 9% til 100% auk upptöku á nýjum skatti, auðlegðarskatti. Hækkun- in á að vera frá 48% upp í 157% auk nýrra gjalda á heitt vatn og rafmagn og kolefnisgjald. For- maður Framsóknarflokksins end- urómar talnafárið og boðskapinn í grein í Fréttablaðinu 11. febrú- ar og í Morgunblaðinu 14. febrúar síðastliðinn. Það segir sig sjálft að þessar meintu hækkanir á sköttum ættu að koma fram í tekjum ríkissjóðs. Því er fróðlegt að líta á staðreyndir um þróun skatta síðustu ár. SKATTAHÆKKANIR Starfshópur fjármálaráðherra um endurskoðun á skattkerfinu skil- aði áfangaskýrslu í september síðastliðnum. Í henni er meðal annars að finna talnalegt yfirlit yfir þróun skatt- tekna ríkisins frá árinu 2005 til 2011. Uppfærslu á þeim tölum sem þar birtust, með tilliti til fjárlaga fyrir 2011 og að teknu tilliti til til- færslu fjár til sveitarfélaga vegna breyttrar verkaskiptingar, má sjá í töflunni hér á eftir. Skattar eru þar sýndir sem hlutfall af VLF, sem er algengasti mælikvarði til að sýna þróun skatta og saman- burð við aðrar hagstærðir. Tafla 1 sýnir að skattar hafa lítið breyst á síðustu tveimur árum og eru nú í flestum tilvik- um lægri sem hlutfall af lands- framleiðslu en þeir voru á árun- um fyrir hrun. Undantekningar eru fáar og eiga sér skýringar og rök. Eignaskattar hafa hækk- að nokkuð vegna upptöku auð- legðarskatts en eru samt lægri nú en þeir voru á árunum fyrir 2008 þegar almenni eignarskatt- urinn var við lýði. Sá skattur var greiddur af mjög mörgum. Auð- legðarskatturinn er hins vegar nú greiddur af litlum hluta gjald- enda, sem er tekjuhæstur og á mestan hluta eigna í landinu, þar á meðal af þeim sem juku eignir sínar í bóluhagkerfinu og hruninu á meðan allur almenningur mátti þola eignarýrnun. Ný gjöld, undir liðnum Önnur vörugjöld, eru umhverfisgjöld, sem flestir hagfræðingar og um- hverfismeðvitaðir menn eru sam- mála um að séu skynsamlegir og hagkvæmir, sem og orkuskattar, sem fyrst og fremst eru greidd- ir af þeim erlendu aðilum sem nýta auðlindir landsins fyrir lítið fé. Vegna andstöðu talsmanna atvinnurekenda við þann skatt og að tillögu þeirra var trygginga- gjaldið hækkað nokkuð í stað- inn og má segja að það sé eina skatttegundin sem hækkað hefur afgerandi. LÆGRI SKATTAR OG LÆGRI HEILDARSKATTBYRÐI Súluritið sýnir heildarskatta á föstu verðlagi á hægri ásnum og sem hlutfall af VLF á vinstri ásnum. Af súluritinu í töflu 2 má lesa í fyrsta lagi að skattar hafa ekki hækkað frá 2007 til 2010, held- ur lækkað. Á föstu verðlagi hafa þeir lækkað um yfir 100 milljarða króna frá 2007 til 2010. Fullyrðing um að skattar hafi almennt hækk- að á þessu árabili er því röng. Í öðru lagi sést að 2007 voru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu 31,2 prósent en á árinu 2010 var þetta hlutfall 26,9 prósent, eða 4,3 prósentustigum lægra. Það sýnir að ríkið er nú að taka minna í sinn hlut en áður, þ.e. heimilin halda meiru eftir. Í þriðja lagi má sjá að skattbyrðin nú er mun lægri en hún var í þeirri gósentíð fyrir 2009 sem VÍ þráir. Á árunum 2005 til 2007 var skattbyrði af sköttum ríkisins að jafnaði um 32% af VLF en á árunum 2009 til 2011 verð- ur hún um 27% af VLF eða um 5 prósentustigum lægri en áður. Sá munur samsvarar um 80 milljörð- um króna. BREYTINGAR Á TEKJUSKATTI EINSTAKLINGA Nánari athugun sýnir að flestar fullyrðingar VÍ um hækkun á ein- stökum sköttum eru rangar eða villandi. Dæmi um það er meint hækkun á almennum tekjuskatti einstaklinga um 9 prósent og á fjármagnstekjuskatti um 100 pró- sent. Þegar litið er á efstu talna- línu töflu 1 sést að í reynd lækk- uðu tekjuskattar einstaklinga milli 2007 og 2010 sem hlutdeild af VLF úr því að vera 8,75 pró- sent í 7,67 prósent, eða um rúm- lega 1 prósentustig, sem þýðir að sem hlutfall af tekjum einstakl- inga hefur lækkunin verið um 1,5 prósent. Hluti þessarar lækkunar er vegna samdráttar í fjármagns- tekjustofninum en meginástæð- an er lægra skatthlutfall á lágar tekjur í almennum tekjuskatti og að hækkun skatthlutfalls fjár- magnstekna var ekki 100% þar sem lágar vaxtatekjur voru und- anskildar hækkun 2009 og verða skattfrjálsar hjá yfir helmingi gjaldenda á árinu 2010. Hækkun verður hins vegar hjá þeim tiltölu- lega fáu sem safna á sínar hend- ur stórum hluta vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hafa til þessa goldið af því lítinn skatt. BREYTT SKATTBYRÐI Eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan eru þær staðhæfing- ar að skattar hafi stórlega hækk- að rangar. Það sem breyttist var hins vegar dreifing skattbyrðar- innar. Á árunum fyrir 2009 hafði skattbyrði aukist jafnt og þétt hjá öllum nema þeim sem höfðu allra bestu tekjurnar og þeim sem höfðu framfæri af atvinnurekstri, eink- um fjármálavafstri og einkahluta- félagavafningum, svo og erlend- um aðilum sem höfðu tekjur hér á landi. Hjá þeim lækkaði skattbyrð- in. Með þeim breytingum á skött- um sem gerðar voru á árunum 2009 og 2010 er snúið af þessari braut, sem merkjanlegt er af tölum og hörðum viðbrögðum þeirra sem áður nutu sérstakrar vildar. Línuritið í töflu 3 sýnir tekju- skatta og auðlegðarskatt við álagn- ingu á árinu 2010 í samanburði við 2009 (tekjuárin 2008 og 2009) sem hlutfall af tekjum hjóna sem raðað hefur verið eftir tekjuhæð. Tekju- skattar, þar með talið útsvar og fjármagnstekjuskattur, og auðlegð- arskattur er lægra hlutfall tekna hjá yfir 60 prósentum gjaldenda í neðri hluta tekjuskalans. Þar fyrir ofan er nokkur hækkun, einkum efst í honum, svo skatthlutfall þar verður ekki lengur undir meðaltali eins og áður var. Hin stóra breyting í skattlagn- ingu 2010 er að í fyrsta skipti koma nú fram breyttar áherslur í þá átt að beita sköttum markvisst í um- hverfismálum og að því að endur- heimta hluta af arði af auðlindum landsins, sem spilað hafði verið úr höndum þjóðarinnar á síðustu árum. RANGAR ÁLYKTANIR VÍ Súluleikfimi VÍ kann að einhverju leyti stafa af óvandaðri tölfræði- vinnu en það dugar ekki til að skýra hana að fullu og afsakar ekki þær fullyrðingar sem byggð- ar eru á henni, svo sem þá að þvert ofan í þá staðreynd að skatttekj- ur ríkissjóðs voru um 1% umfram áætlanir á árinu 2010 er fullyrt að skattstofnar hafi dregist saman miðað við áætlanir. Aðrar álykt- anir í grein VÍ eru sama marki brenndar. NIÐURSTAÐAN AF FRAMAN- GREINDU ER: Skattahækkanir á árunum 2010 og 2011 hafa verið mjög hófleg- ar. Hrunið sem varð 2009 leiddi til lækkunar skatttekna um 6- 7 prósent af VLF. Síðan hafa skattar hækkað um 1,6 prósent af VLF. Skattar eru nú sem nemur um 5 prósent af VLF lægri en þeir voru á árunum 2005–2007. Að því leyti sem tekjuskattar hafa hækkað hefur sú skattbyrði verið lögð á hin breiðu bök sem áður nutu skattalegra vildar- kjara en hinum minna megandi verið hlíft. Tekjuskattar einstaklinga með miðlungstekjur og lægri hafa • • • • lækkað, en hækkað nokkuð á fólk með mjög háar tekjur. Nýir skattar til verndar um- hverfi og til að tryggja þjóð- inni aukinn arð af auðlindum hafa verið teknir upp þótt í tak- mörkuðum mæli sé. Það er algengur kækur hags- munasamtaka að láta sem þau tali fyrir hag allra þótt það sé sjaldan raunverulegur tilgang- ur þeirra. Það er ekki óeðlilegt • að talsmenn ákveðinna þrýsti- hópa í samfélaginu kveði sér hljóðs og flytji mál umbjóðenda sinna en gera verður þær kröf- ur að fram komi í hverra þágu þeir tala og að þeir haldi sig við staðreyndir í málflutningi sínum. PS. Grein þessi var stytt nokkuð og línuritum fækkað að ósk Fréttablaðsins. Greinina óstytta má nálgast í vefriti mínu http://web.me.com/ inhauth/Indriði_H._Þorláksson/Greinasafn.html Furðuskrif Viðskiptaráðs um skatta % af VLF 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Tekjuskattur einstaklinga 8,59% 8,89% 8,75% 9,00% 7,33% 7,67% 7,61% Tekjuskattur lögaðila 2,28% 2,77% 2,80% 2,23% 2,07% 1,38% 1,62% Eignarskattar 1,30% 0,75% 0,91% 0,50% 0,35% 0,54% 0,65% Virðisaukaskattur 11,12% 11,31% 10,52% 9,08% 8,08% 8,16% 8,10% Vörugjöld af bensíni 0,85% 0,77% 0,70% 0,59% 0,73% 0,75% 0,76% Olíugjald 0,17% 0,48% 0,48% 0,40% 0,41% 0,41% 0,42% Áfengisgjald 0,69% 0,65% 0,62% 0,55% 0,65% 0,66% 0,67% Tóbaksgjald 0,37% 0,33% 0,30% 0,26% 0,29% 0,30% 0,31% Önnur vörugjöld 1,66% 1,52% 1,42% 0,93% 0,58% 0,95% 0,98% Aðrir óbeinir skattar 1,22% 0,86% 0,86% 0,77% 0,75% 0,77% 0,81% Tollar og aðflutningsgjöld 0,34% 0,40% 0,42% 0,40% 0,35% 0,38% 0,33% Aðrir skattar 0,87% 0,27% 0,43% 0,48% 0,89% 0,80% 0,75% Tryggingagjöld 3,19% 3,29% 3,03% 2,82% 3,06% 4,13% 4,09% Skatttekjur alls 32,7% 32,3% 31,2% 28,0% 25,5% 26,9% 27,1% S K A T T A R R Í K I S I N S S E M % A F V L F 2 0 0 5 T I L 2 0 1 1 ( T A F L A 1 ) Indriði H. Þorláksson hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra O R Ð Í B E L G 35% 28% 21% 14% 7% 0 600 480 360 240 120 0 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 502 519 532 481 409 418 429 32,7% 32,3% 31,2% 28,0% 25,5% 26,9% 27,1% S K A T T A R A L L S ( T A F L A 2 ) Skattar alls, fast verðlag 2010 Skattar % af VLF % af VLF Ma. kr. 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Tekjubil (5%) S K A T T A R Á T E K J U R O G A U Ð L E G Ð ( T A F L A 3 ) - álagning tekjuskatts og auðlegðargjalds á hjón 2009 og 2010 - % af heildartekjum Samtals 2010 Samtals 2009 Almennur tekjuskattur 2010 Almennur tekjuskattur 2009 Í VERSLUNARFERÐ Í grein sinni segir Indriði Þorláksson rangt að skattar hafi hækkað hér á landi á árunum 2007 til 2010, þvert á móti hafi þeir lækkað um yfir 100 milljarða króna á því árabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.