Barnablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 14
sungið og spilað, þú hlustaðir á þá i gær- kvöldi, við stóru kirkjuna, og gafst þeim gullpening. Mér finnst gaman að söng en rödd min er skræk. Ég get ekkert nema tálgað. — Komdu inn og prófaðu. Söngurinn i hjartanu er sá, sem skiptir öllu máli. Það eru margar aðferðir til að iðka tón- list. Sumir spila á fiðlu, sumir syngja, aðrir gera höggmyndir og mála, þegar enn aðrir dvelja við blóm. Allir syngja þeir söngva og hjálpa mannkyni að taka undir við hljómlist alheimsins. Ef þú setur allt, sem þú átt, allt þitt besta i það, þá getur söngur þinn leikinn á hnif og tré verið jafngildur söng þeirra Salvator og Giulió með rödd og fiðlu. Og svo varð António nemandi hins mikla Amati. Dag eftir dag vann hann i vinnustofunni og loks varð til fiðla. Það gerðist ekki á degi og ekki heldur á mánuði, þvi meistarinn kenndi honum allar greinar tálgunar slipunar og strengjunar og uppfræddi hann um hinn eina sanna tón, sannleika Guðs og al- heimssálina, kærleikann. Stundum vildi Antónió flýta sér og gætti ekki fyllstu nákvæmni, en kenn- arinn leiðbeindi honum og hann lærði, að nákvæmnin er verðmætust, þeim sem vildi fullkomnast. Hann varð staðfastur við sitt hjartaris verk, reyndi að gera hverja einustu fiðlu betri og fegurri en þá siðustu. Og er árin liðu, urðu fiðlur hans þekktar um alla veröld. Tónlistarmenn dásömuðu undursamlega mýkt og feg- urð tónanna og undruðust, hvernig mannshendur gætu gert slika hluti. En fyrir Antónió var það einfalt, hann gaf hverri fiðlu alla sina ást og kær- leika. Þetta var fyrir meira en tvö hundruð árum, en núna, þegar Cremóna er nefnd, hugsa menn ekki um hina fjar- lægu borg né hina miklu kirkju i Lom- bardia, heldur um hinn heimsins mesta fiðlusmið, Antónió Stradivarius, hann, sem með söng i hjarta, fann nýja leið til að syngja hann. Enn i dag eru fiðlur hans þær bestu og menn fyllast lotningu við að heyra nafnið STRADIVARIUS. 14

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.