Barnablaðið - 01.06.1980, Qupperneq 27
■
út á mitt vatnið. Þegar bátur Parsons var horfinn
úr sjónmáli fyrir bugóu á vatninu, byrjaði
hugdetta að gera vart viö sig í huga Harrys.
Hann setti stein ofan á veiðistöndina svo aö hún
rynni ekki út í vatnið, og snéri sér í áttina aö háa
grasinu. Jú, þarna lá hann Ijómandi laglegur
aborri, allt að því fet á lengd. Harry brosti með
sjálfum sér. ,,Nú þarf ég ekki aö koma tómhentur
heim,“ sagði hann. Hann tók aborrann varlega
upp. Fyrst leit hann um öxl, síðan faldi hann
hann í veiðitöskunni. Svo gekk hann að
veiðistönginni. Harry varð hugsað til þess hve
Parson haföi ávallt verið sér góöur. Hann
minntist þess að öllum var ekki leyft aö veiða í
vatninu. En hann fékk leyfi til þess!
Á þeirri stundu varð honum Ijóst, að hann gæti
aldrei orðiö stoltur af stolinni veiði.
Harry tók upp stöngina sína, dró inn færið og
festi öngulinn í endann. Hann var búinn að taka
ákvörðun. Án þess að líta til baka, flýtti hann sér
þangað þar sem hann hafði skilið aborrann hans
Parsons eftir í töskunni. Hann var kyrr á sínum
stað. Hann kyppti honum snarlega upp úr henni,
og áður en honum snérist hugur hljóp hann að
vatninu. Parson var á leið til lands. „Parson!
Parson! hrópaði Harry. ,,Ég fann fiskinn þinn!"
,,Það var gott hjá þér, Harry! Þakka þér fyrir.“
Parson renndi nú báti sínum aö landi. ,,Hvaó
fékkstu marga?“ spurði hann. ,,Engan,“ ansaði
Harry. „Þetta gengur ekki!“ sagði Parson
hvatléga.
,,Faróu í bátinn. Þú dregur einn, þaö er alveg
víst.“ Hann réri aftur út á dýpið. „Tilbúinn, nú!“
Harry var of spenntur til að tala, en hann náði
góðu kasti. Og aborri rann á færió í fyrsta kasti.
„Hægan! hægan!“ Parson var með háfinn
viðbúinn þegar Harry dró fiskinn nær bátnum.
Meö snöggu handtaki sveiflaói Parson veiöinni
innbyrðis.
,,Þetta er þín veiði Harry," sagði Parson. ,,Það
var enginn annar en þú sem gómaðir hann. Það
er ekkert efamál. Móðir þín og faðir þinn verða
hreykin af þér— það veit ég svo sannarlega.“
Smávegis til umhugsunar.
Hvaö varð til þess, að Harry breytti um skoðun
varðandi aborrann hans Parsons? Heldurðu að
Harry hafi verió ánægöur þegar hann valdi að
gera þaö sem rétt var?
— Biblr-inLife READER. HG.
Lítli hvolpurinn á myndinni hefur
villst frá kofanum sínum.
Getur þú hjálpað honum aftur heim?
Þú verður að gæta þess að þú
mátt aldrei fara yfir strik á leiðinni.
MUNIÐ AÐ
TILKYNNA
AÐSETURSSKIPTI
K
h
Sími 20735
i
27
L