19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 3

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 3
19. JUNI ÚTGEFANDI: KVENRÉTTINDAFÉLAG ISLANDS Reykjavík 19 5 7 AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: Bríet Bjarnhéðinsdóttir 100 dra minnmcý K.R.F.l. hefur fengið leyfi Útvarpsráðs til þess að minnast hér í kvöld 100 ára afmælis frú Brí- etar Bjamhéðinsdóttur, sem var stofnandi og fyrsti formaður K.R.F.I., en K.R.F.f. heldur einmitt þessa dagana 9. landsfund sinn hér í Reykjavík, með mættum fulltrúum víðs vegar að af landinu. Nafn B.B. þarf í rauninni ekki að kynna fyrir íslenzkri þjóð, því hún er ein af þeim fáu íslenzku konum, sem hefur markað spor í sögu þjóðarinnar, svo stór, að þau marka enn í dag að mörgu leyti braut- ina, sem hin unga, framsækna íslenzka kona er að reyna að brjótast eftir fram til betra lífs og rétt- látari samfélagshátta. Verða því hér aðeins rifjuð upp helztu atriði úr lífi og starfi frú Bríetar, sem nokkurs konar yfirlit, en af svo miklu er að taka, að ekki er hægt að gera efninu nein vemleg skil á þeim stutta tíma, sem ég hef hér til umráða. Frú Bríet Bjamhéðinsdóttir fæddist að Hauka- gili í Vatnsdal þ. 27. sept. 1856. Foreldrar hennar voru Bjamhéðinn Sæmundsson bóndi að Hauka- gili og kona hans Kolfinna Snæbjörnsdóttir, og ólst Briet upp hjá þeim. Innan við fermingu varð hún að taka við forstöðu heimilisins innanbæjar, vegna þess að móðir hennar missti þá heilsuna og lá rúm- föst ámm saman. Mun þá þegar hafa reynt mjög á þrek og þolgæði hinnar ungu stúlku, en hið mikla átak orðið til þess að þroska hana fyrir aldur fram og vakið athygli hennar á ýmsu, sem böm taka vanalega lítið eftir. Þá þegar, á unglingsárunum, fór hún mjög að hugsa um misréttið á milli karla og kvenna, bæði að því er snerti verkaskiptingu þeirra á milli, launakjör og ekki sízt, hversu greið- ari karlmanninum var menntavegurinn en kon- unni, sem var ef til vill eins vel eða betur gefin. Sæmundur, bróðir hennar, sem síðar varð pró- fessor við Háskóla íslands, var settur til mennta, þó efni heimilisins væru ekki mikil, en sjálf sá hún ekki fram á neina menntunarmöguleika. Sjálf sagði hún mér frá því, er hún 16 ára gömul skrif- aði sína fyrstu grein í gömlu baðstofunni á æsku- heimilinu. Sat hún þá með rúmfjöl á hnjánum við lítið ljós og skrifaði niður hugleiðingar sínar um „Menntun og réttindi kvenna“, sem mörgum árum síðar urðu svo uppistaðan í fyrstu blaðagreinina hennar og fyrsta opinbera fyrirlesturinn, sem kona hélt hér á landi. Innan við tvítugt missti Bríet föður sinn. Móðir hennar hafði þá náð aftur nokkurri heilsu og yngri systir hennar, Guðrún, farin að geta aðstoðað við heimilisverkin. Fór Bríet þá í vist til vandalausra, til þess að vinna fyrir sér, um annað var þá ekki að ræða, og réðist nokkru síðar norður að Bægisá til séra Amljóts Ólafssonar, sem þá var talinn meðal hinna mikilhæfustu manna i prestastétt 19. JÚNl 1 .ANDbdOKÁSAK 210615 ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.