19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 9

19. júní - 19.06.1957, Síða 9
GUÐRÚN ÓLAFSDÖTTIR CAND. MAG.: STÚDENTALÍF í OSLÓ Við sjálft lá, að stúdentalíf yrði ekkert í Osló, því að stofnandi háskólans, Friðrik konungur VI., var því andvígur, að honum yrði fenginn staður þar, enda var Osló, eða Kristjanía, eins og borgin hét þá, 1811, langt frá því að vera stærsta eða voldugasta borg Noregs, eins og nú er. En atvik réðu því, að Det Kongelige Fredriks Universitet, eða Universitas regia Fredriciana eins og það hét upp á latínu allar götur fram til 1939, þegar nafn- VALBORG BENTSDÓTTIR: Við gröf Bríeiar 27. sept. 1956. Á gröf þína leggjum viS lifandi blóm til a8 litprýSa moldina snauSa. En hvers virSi er hefS sú, ef höndin er tóm, sem heiður þann ber á þig dauSa? Ef konan, sem heiÖrar þitt hundraÖ í kvöld, ei heldur til sigurs því merki, sem hófstu svo djörf fyrir helmingi’ af öld, og heiðrar þitt lífsstarf í verki, er fánýtt allt hjal um þann fortiSararf, þáS er framtíS, sem ber í sér dóminn. Og hugsjónir gleymast viS hálfvelgjustarf, ef heit okkar fölna’ eins og blómin. En baráttuverk þitt ei gleymist viS gröf, og þá gœfust þér dýrastar bœtur, ef færum viS lífinu’ aS framtíSargjöf frjálsbornar hugsandi dætur. Guðrún Ólafsdóttir, cand. mag. inu var breytt í Universitas Osloensis, var staðsett í Kristjaníu þvert ofan í óskir stofnandans. Þar með var Oslóarborg tryggð staðan sem miðstöð vísinda og menntalífs Norðmanna, því að með há- skólanum fylgdu ekki aðeins stúdentar og prófess- orar, heldur og margs konar vísindafélög og út- gáfustarfsemi, auk safna, eins og þjóðfræðasafn, þjóðminjasafn og fyrst og fremst bókasafn, en há- skólabókasafnið, Universitets biblioteket, var stofn- að um leið og háskólinn með 30.000 bindum, sem stofnandinn gaf því úr tvíritum Konunglega bóka- safnsins í Kaupmannahöfn. Það er nú stærsta bókasafn Noregs með yfir 1.2 millj. binda, auk kortasafns, handritasafns o. fl. Það er ríkissafn og því ber með lögum eintak af öllu því, sem út er gefið í Noregi. Fyrir stofnun háskólans höfðu norskir mennta- menn eins og íslenzkir, orðið að sækja til Hafnar- háskóla, eða til hinna þriggja háskólanna á Norð- urlöndum, en þeir voru háskólinn í Uppsölum, 19. JÚNl 7

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.