19. júní


19. júní - 19.06.1957, Side 11

19. júní - 19.06.1957, Side 11
til franskt institút og enskt o. fl., þá liggja leiðir þeirra í fyrrnefndan Kjallara. Þar er lágt undir loft og varla hægt að sjá horn- anna á milli fyrir reykjarmekki frá heimatilbún- um sígarettum eða pípum. Kliðurinn af samtali heyrist langar leiðir, einhver spilar á píanó og syngur. I liann er hent fimmeyringi og hann beð- inn að hætta, en hann lætur ekkert vanmat á list- inni trufla sig. Þar er oftast svo fullt, að þó að sagnfræðingar sitji 20 við eitt fjögurra manna borð og lagastúdentar 30 við annað, þá verða nokkrir að láta sér nægja að sitja í breiðum glugga- kistunum. 1 Kjallaranum fer fram margs konar starfsemi. Þangað koma sálfræðingar í leit að rann- sóknardýrum, en þeir, sem eru svo léttúðugir að gefa sig í hendur þeirra, geta átt á hættu að sitja uppi með skriflegt vottorð upp á það, að gáfnastig þeirra sé á við meðalgreindan simpansíapa. Þar dreifa hinir pólitiskt þenkjandi stúdentar, sem ekki eru margir miðað við íslenzka stúdenta, út blöðum sínum og kappræða við menn með rangar skoðanir. Þar er aðsetur Lúdóklúbbsins undir stjórn liidó- kóngins, sem er talinn beztur lúdóspilari í gjörv- öllu Noregsveldi og jafnvel þótt hin gömlu skatt- lönd væru með talin. Þangað er farið, ef leiklistar- félagið vantar statista eða súflör. Þar eru áríðandi mál afráðin eins og hver eigi að bjóða sig fram sem formannsefni í félagi lagastúdenta. Þar sitja stúdinur og láta sér tíðrætt um búningana, sem þær ætla að bera á grímuballi húmanista. — Þar hefur margur stúdentinn og mörg stúdínan hitt hamingju sína. Eitt af erfiðustu vandamálum Oslóarstúdenta hefur verið húsnæðiseklan. Húsnæðismiðlunar- skrifstofa er rekin af Studentsamskipnaden, en það eru ópólitísk samtök, sem allir stúdentar skráðir við háskólann eru félagar að. Það annast hags- munamál stúdenta, eins og miðlun ríkislána, rek- ur ódýra matsölu, ferða- og vinnumiðlunarskrif- stofu, gefur út blað og sér um, að stúdentar fái afslátt í leikhúsum, á tónleikum o. m. fl. Húsnæð- ismiðlunarskrifstofan átti oft erfitt með að útvega öllum þeim stúdentum húsnæði, er til hennar sóttu og oft voru það bæði dýr og léleg húsakynni, sem þeir urðu að gera sér að góðu. Margir þurftu að leita sér hælis í rakafylltum Þjóðverjabröggum frá stríðsárunum. En með hinum nýja stúdenta- garði, sem kallaður er Stúdentabærinn að Sogni og íslendingum mun kunnur af starfi frú Guðrúnar Brunborg, var blað brotið í sögu húsnæðismála stúdenta í Osló. Hann var tekinn í notkun haustið 1952 og búa þar nú 600 stúdentar, en innan skamms mun ný blokk verða fullbúin og á þá að vera pláss fyrir 900 stúdenta. Þeir, sem hafa verið svo lánsamir að fá herbergi í stúdentabænum, geta lagt frá sér allar áhyggjur um húsnæði meðan á náminu stendur, svo framarlega sem þeir greiða sínar 75 kr. á mánuði, og teljast það engin ósköp. Hin ýmsu sveita- og bæjarfélög Noregs hafa keypt lyklavöldin að fleiri eða færri herbergjum fyrir stúdenta sína. Frú Brunborg gekkst fyrir að kaupa 10 herbergi til handa íslenzkum stúdentum í Osló, en hana tók sárt til þeirra. Nú búa nokkrir fyrr- verandi braggabúar í ágætum herbergjum, hafa stóra forstofu, eldhús og bað fimm saman. 1 eld- húsinu er setið á kvöldstundum yfir trektu kaffi úr blárri emaléraðri könnu, eins og á hverjum öðr- um íslenzkum sveitabæ og rætt um síðustu fréttir að heiman. Þeir eru margir, sem notið hafa góðs af þessum ágætu húsakynnum, þar af þrjár íslenzk- ar stúlkur, en alls munu 7 íslenzkar stúlkur hafa stundað háskólanám i Osló eftir síðustu heims- styrjöld, en 2 hurfu heim til háskólans hérna eftir stutta dvöl, en 4 munu liafa lokið embættis- prófi. Vist er um það, að seint verður frú Brun- boi’g fullþakkað þetta frábæra starf, að ekki sé minnzt á alla þá umhyggju og hjálpsemi, sem hún hefur sýnt stúdentum í hvívetna. Stúdentabærinn verður manni fljótt sem annað heimili. Þar er hægt að loka sig inni i einveru til þess að njóta bóka sinna, eða ef umræðurnar í eld- húsinu gerast háværar, má gera sér þangað erindi og leggja orð í belg. Sé félagslundin sterk, má líta inn í eina dagstofuna og sjá, hvað þar er manna, eða fara upp í veitingastofuna og fá sér snúning, ef það er laugardagskvöld, það er að segja, ef leiðin ekki liggur í bæinn í stúdentakrána. En kráin eru hin reykfylltu salarkynni stúdentafélagsins, Stu- dentssamfunnet, sem elzt er og göfugast allra stúd- entafélaga i landinu. Það er jafngamalt skólanum og á sér langa og viðburðaríka sögu. 1 því geysa stormar hinna ýmsu sjónarmiða og lífsskoðana. Stundum hafa hægrisinnaðir yfirtökin, öðru sinni er félagið róttækt. Það hefur klofnað og runnið saman aftur. Margir af merkustu mönnum Noregs hafa fyrst látið til sín taka innan þessa félags. Sjálfur Björnstierne Björnson var fomaður þess um skeið. Á þjóðhátíðardaginn, 17. maí, stígur for- maður félagsins upp á stöpul Wergelands-stytt- unnar í Stúdentalundinum og strengir þess heit að vinna í anda skáldsins, sem einnig gaf félaginu 19. JONl 9

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.