19. júní


19. júní - 19.06.1957, Side 22

19. júní - 19.06.1957, Side 22
mikla. Ég lauk prófi frá Verzlunarskóla Islands, en frá því ég var mjög ung og fór að lesa bækur Ólafíu Jóhannsdóttur, langaði mig að vinna á þessu sviði. Ég er meðlimur í K.F.U.K., og þótt K.F.U.K. hér hafi ekki slíka hjálparstarfsemi, þá hefur þar ver- ið lesið mikið um lif og störf Ólafíu Jóhannsdóttur, og mig langaði lika til að hjálpa einhverjum þeim, sem mér fannst þurfa aðstoðar við. — Finnst yður þá sérsvið og verkefni næg fyr- ir kvenlögreglu? — Já, það eru mjög mikil verkefni, sem liggja hér fyrir. Venjulega byrjar kynning okkar af hverju einstöku máli á því, að foreldrar eða að- standendur ungra telpna hringja til min eða koma og biðja mig um aðstoð, þegar viðleitni þeirra og fortölur bera engan árangur. Telpan fer að van- rækja skólann og koma seint heim á kvöldin, fyrst ef til vill kl. 12—1—2 og svo seinna, og er þá for- eldrunum oftast ljóst, að hún er komin út á ein- hverjar villigötur. Fyrst boða ég telpurnar til mín, en ef þær koma ekki, leita ég þeirra á þeim stöðum í bænum, sem telpur safnast helzt að, þegar þær eru komn- ar út á þessa braut. — Er þetta þá mest flakk um bæinn í fylgd með öðrum eldri eða veraldarvanari telpum? — Jú, oftast er það. Unglingar safnast saman við veitingastaði eða „ísbari“, eða að mörg leggja fé sitt saman og taka sér leigubifreiðar sem húsa- skjól og aka um bæinn. Þessir unglingar lesa allt, sem þau geta náð i af kynæsandi og siðspillandi blöðum, sem alls staðar eru á boðstólum, en það hefur þau áhrif, að ung- lingarnir vilja sjálfir upplifa einhver „ævintýri“, „æsandi og spennandi“. Vegna þess, hvað þau eru fáfróð og hafa engr- ar fræðslu notið um þær breytingar og þann vanda, sem steðja að einstaklingnum á þessu aldursskeiði, eru þau þegar komin lengra en þau kannske hafa ætlað sér. — Eru mikil brögð að því að börn, sem stunda skóla að deginum, lendi í þessari óreglu? — Það virðast vera mikil brögð að því, að börn á þessum aldri hætti um miðjan vetur i skólanum og ljúki ekki skyldunáminu. Ég er hrædd um, að það sé ekki eins fast gengið eftir því, að skóla- skyldan þetta siðasta ár sé rækt. Undanþága er gefin þeim börnum, sem ætla sér að fara að vinna. En mér finnst oftast lítið verða úr vinnu, hún er aðeins átylla til þess að losna við skólann. Þau böm, sem rækja skólann, lenda sjaldan í óreglu. — Álítið þér, að það sé stór hópur unglinga hér í Reykjavik, sem þannig er á vegi staddur? — Það er ekki hægt að segja. Oftast er þetta aðeins timabil í ævi unglingsins, sem flestir kom- ast fljótlega yfir, ef næst til þeirra áður en til al- varlegra vandræða kemur fyrir þeim. Þessa hætti taka þau oftast upp um fermingu, eða við skólaskipti. En þau eru nú orðið færð fram um eitt ár, þar sem unglingaprófið er nú tekið þegar börnin eru 12 ára og gagnfræðaskólinn tek- ur við. Börn eiga oft erfitt með að stöðva sig við bóknám á kynþroskaárunum. — Eru afskipti kvenlögreglunnar þá mestmegn- is af telpum innan 16 ára aldurs? — Já, frá 12 til 16 ára. En auðvitað, ef stúlk- ur valda ónæði eða brjóta eitthvað af sér, þá tekur kvenlögreglan einnig fyrir mál þeirra, enda þótt þær séu eldri. — Er mikið um að telpur fremji afbrot? — Nei, það má segja, að það sé mjög sjaldgæft með telpur, en aftur á móti eru það helzt siðferðis- brot, sem hendir þær, og alltaf bein afleiðing af óeðlilega langri útivist eða drykkjuskap. — Er ekki erfitt að fá telpur, sem farnar eru að eyða tómstundum sínum þannig, til þess að breyta um lifnaðarhætti? — Jú, en það er einmitt aðalviðfangsefni kven- lögreglunnar. Skilyrðin hér eru ennþá mjög slæm. Það má heita, að enginn staður sé til, þar sem hægt er að hafa telpur, sem ekki er óhætt að láta afskipta- lausar. Hjálparstöð Barnaverndar að Elliðahvammi er eini staðurinn, en þar eru börn af ýmsum ástæð- um og öllum aldri höfð, á meðan vandi hvers eins er leystur og gerðar framtíðarráðstafanir. Oftast nægir að koma telpunum úr fyrri félags- skap um tima og fá þeim vinnu. Eina lausnin er því ennþá að senda telpurnar í sveit til þess að vinna, og er það gjört í samráði við Barnavemdamefnd. Stundum tekst það vel, enda þótt varla sé hægt að búast við því, að sveita- fólk hafi tíma eða tækifæri til þess að taka slíka unglinga þeim tökum, sem með þarf. Utivinna og heilbrigt líf nægir sumum, gefur þeim ró til þess að átta sig, en aðrar una sér ekki í sveitinni og eru því óðar komnar aftur á götuna. — Em þá mörg tilfelli, þar sem engu tauti er við komandi, en afglöp telpnanna endurtaka sig æ ofan í æ? — Oftast er mjög gott að tala við telpumar. Þær em alltaf kurteisar við okkur. Ég álít, að þeg- 20 19. JtJNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.