19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 23
ar þessi órói grípur telpur, sé það vegna veilu i
skapgerð bamsins, sem má oftast rekja til erfið-
leika, sem steðjað hafa að á heimili þess, svo sem
veikindi, drykkjuskapur eða húsnæðisleysi og upp-
lausn heimilisins af þeim ástæðum. Oftast er for-
eldrum þetta ljóst,, og mér hefur alltaf reynzt vel
samstarf við foreldrana.
Hjá sumum telpum gætir lika vonleysis: „Ég
kem frá drykkjuheimili, er ekki von, að ég sé
svona.“ Þetta er ekki óalgengt að heyra.
— Hvað álítið þér um þessa kröfu kvennasam-
takanna, að koma upp vinnuskóla?
— Ég tel, að slíkur skóli sé mjög nauðsynlegur,
að einhver staður sé til, þar sem þessi börn geta
lært að vinna.
Ef slíkur skóli væri fyrir hendi, þá mætti vænta
meiri árangurs og hægt væri að forða fleiri frá
glötun.
Persónulega álit ég, að slíkur skóli þyrfti að geta
haft trúarleg áhrif á unglingana. Þau þekkja ekki
grundvallaratriði kristindómsins, það siðgæði, sem
ég tel grundvöll fyrir heilbrigðu lífi.
— Teljið þér, að ein lögreglukona geti annað
þessum verkefnum sem skyldi?
-—- Nei, það vantar mikið á að svo sé. Það þarf
að fjölga kvenlögreglunni.
— Hafið þér ekki sömu launakjör og aðrir lög-
regluþjónar?
— Nei, það hef ég ekki. Ég er ráðin samkvæmt
10. launaflokki ríkisstarfsmanna, en ég fæ ekki
greidda neina eftirvinnu eða næturvinnu, eins og
allir aðrir lögregluþjónar. Yinna mín er mjög oft
á kvöldin og jafnvel er ég kölluð út á nætumar
líka.
Beiðni minni um eftirvinnugreiðslu eins og karl-
lögreglan fær, hefur ekki verið sinnt.
— Það er þá ekki farið að lögum um launa-
greiðslur kvenlögreglunnar. Það er þó skýlaust
lagaákvæði, að konum beri sömu laun hjá ríkinu,
þegar þær vinna sambærileg störf.
— Já, mér er það ljóst. En ég tel, að þessi þátt-
ur í starfi lögreglunnar megi aldrei falla niður, úr
því sem komið er.
— Við gætum lengi haldið áfram, það er svo
margt fleira, sem ég vildi spyrja um, en nú hef
ég þegar tafið yður lengi. Ég þakka yður kærlega
fyrir viðtökumar og óska yður alls góðs í starfi
yðar.
VALBORG BENTSDÖTTIR:
Við lækinn.
ViS bláa lœkinn blöS ég óf í sveig
og beiS þín löngum sumarhlýja nótí,
þá blundur hafSi á bleikan smára sótt
og blómin drukku þráSa svalaveig.
Er leiS um dalinn lognsvæfS vorsins ró,
í IjóSi nóttin blessun okkur gaf.
Bjartsýn og glöS, er blœr í lautu svaf,
blómgySjan vakti ein í þöglum mó,
hjá okkur tveim, sem töfruS huldumögn
tóku í faSm sinn nœturlangt um vor.
Nú þegar döggin dylur gengin spor,
draumur þess liSna er sem gömul sögn.
ViS bláan læk, ef biSi hann, sem var,
bliknáSir draumar rætast myndu þar.
(1945).
Verðlaunasamkeppnin.
1955—56 efndi 19. júní til verðlaunasamkeppni
um smásögu, sem frumsamin væri af íslenzkri
konu, og var lieitið 1000 kr. verðlaunum. Alls bár-
ust 8 sögur. Það var einróma álit dómnefndar, að
bezt væri sagan Ófæran. Höfundur hennar reynd-
ist vera Halldóra B. Björnsson, og lilýtur hún þvi
umrædd verðlaun.
Dómnefnd skipuðu: Andrés Bjömsson fulltrúi,
Líba Einarsdóttir cand. mag. og Valborg Bentsdótt-
ir skrifstofustjóri.
Halldóra B. Björnsson, höfundur verSlaunasög-
unnar, er lesendum bláSsins aS göSu kunn. Hún
var í ritnefnd 19. júní 1953—1956 og eftir hana
hafa birzt þar IjóS, frumsamin og þýdd, smá-
saga og greinar. Bækur, sem komiS hafa út eftir
Halldóru, eru: LjöS, 1949, og Eitt er þaS land,
1955.
19. JÚNl
21