19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 24

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 24
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR FRÁ LUNDI: Minningar um Elínu Eggertsdóttur Briem Það þótti ekki einskis vert á fyrsta tug þessarar aldar að ráðast í fínt kaupstaðarhús. Svo var og fyrir mér. Ég var ekki lítið upp með mér, þegar mér bauðst vist hjá frú Elínu Briem á Sauðár- króki, þessari landskunnu, mikilhæfu konu, sem hafði það fram yfir fjöldann að hafa siglt til ann- arra landa. Slíkt þótti mikill frami á þeim árum. Mér fannst þessi nýja húsmóðir mín mjög tilkomu- mikil kona, klædd peysufötum hversdagslega, með Jökkt hár niður í Tiitti, þegar hún var búin að næla það upp í húfufitina. Ég bjóst við, að ég yrði feimin við hana, en svo varð þó ekki. Alúð henn- ar og hispursleysi vísaði allri feimni á bug. Elín Briem var hlýleg og umhyggjusöm húsmóðir, og gætti þess sérstaklega, ef við urðum veikar. Enda býst ég við, að allar vinnukonur hennar og nem- endur hafi átt góðar endurminningar frá samver- unni við hana. Konur á Sauðárkróki höfðu handavinnunámskeið fyrir telpurnar í bamaskólanum (handavinna var þá ekki skyldunámsgrein). En skömmu eftir að ég kom í vistina, fékk frú Elín frændkonu sina til að kenna drengjunum tréskurð. „Það má ekki setja aumingja drengina hjá, þeir verða að fá að læra eitthvað líka,“ sagði hún. „Það verða allir að fá að læra.“ Hún sagðist vona, að þeir tímar ættu eftir að koma, að allar stúlkur væm búnar að læra að sauma og matreiða, áður en þær fæm að hugsa um sitt eigið heimili. Svona var hugsunarháttur henn- ar, hún var langt á undan samtíð sinni, henni fannst það sjálfsagt, sem flestum fannst þá hé- gómi. Ekki var mikið um skemmtiferðir hjá fólki á þeim ámm. Þá dreymdi víst engan um, að það yrði hægt að komast milli Norðurlands og höfuð- staðarins á einum degi, hvað þá klukkustund, eins og nú er. Helzta skemmtun manna var að fara eitthvað um sveitina á hestum. Frú Elín lánaði mér reiðhestinn sinn fram í Hólm, svo ég gæti heimsótt frændfólk mitt. Ég var tvo daga í ferð- inni og var ákaflega ánægð með þetta sumarfrí. Það þætti líklega heldur stutt núna . Ári síðar var ég nokkrar vikur við nám hjá frú Elínu. Það var ákaflega skemmtilegur timi. Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að njóta kennslu hennar og fá að heyra frásögur af dvöl hennar utan lands. Enn fremur sagði hún okkur margt frá æskuheimili sínu á Beynistað, þeim fagra og sögu- fræga stað. Þá taldi ég vist, að þessi kona hefði alltaf verið sólarmegin í lífinu, en hún hefur sjálf- sagt þekkt skuggana eins og flestir aðrir. Enda fannst mér það, þegar ég heyrði um hina ógleym- anlegu sjóhrakninga, sem þau hjónin lentu i tveim árum siðar. Frú Elin ætlaði til Kaupmannahafn- ar sér til heilsubótar. Það var lagt af stað með hálfum huga, þvi is var víða á fjörðum inni. Ekki var þó mikill ís á Skagafirði. Þegar komið var út fyrir Langanes festist skipið i ísbreiðunni. 22 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.