19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 26

19. júní - 19.06.1957, Síða 26
Einhver valhoppar niður hallandi túnið og kann sér ekki læti, hendist af einum þúfnakollinum á annan, styður annarri hendi á girðingarstaur, tyll- ir fæti á neðsta strenginn og sveiflar sér yfir, still- ir ána þar sem komið er að henni og tekur stefnu í landsuður yfirí heiðina. Tíu ára stelpuhnokki með beizli um öxl á sunnudegi. Hestarnir eru hinumegin við gilið í heiðinni. Þegar kemur spölkorn frá ánni rennur gilið í djúpu og skuggalegu gljúfri, en þar er bannað að fara yfir það; það er lika óþarfi að fara þar yfir og það gerir enginn, annaðhvort er farið yfir gilið strax niðurvið ána, þar sem það rennur um sléttar eyrar, eða farið uppfyrir fossinn, þar er aftur orð- ið grunnt, og kýr og hestar hafa gert sér þar slóða yfir. f dag lægi beinast við að hún færi yfir gilið strax niðurvið ána, því hestarnir eru ekki nema miðja vegu uppað fossinum, það er bæði krókur og tímatöf að fara þangað. En þó fer hún ekki strax yfir, af því henni finnst skemmtilegra að ganga héma megin við gilið og þá sér hún svarta gljúfrið svo vel, því gilbarmur- inn hinumegin er miklu hærri. Hún telur heldur ekki eftir sér að ganga þennan spöl uppfyrir foss- inn, og það tekur víst enginn eftir því, þótt hún tefjist aðeins, hún er alltaf vön að gaufa dálítið, þegar hún sendist, það er svo margt að sjá. Nú er það gljúfrið, sem á alla athygli hennar, en hún veit vel, að það er algerlega bannað að reyna að komast yfir það. Það er sem standi skrif- að á klettavegginn: Þú mátt ekki! Og auðvitað gerir maður það ekki. Hún er búin að ganga þarna framhjá óteljandi sinnum og aldrei reynt að kom- ast yfir, þar sem það var bannað. Henni miðar vel áfram, hleypur við fót, þar sem ekki er bratt, svo hún fái meiri tíma aflögu, er komin yfir mýrina, vallendisbrekkurnar og lyng- flákana, svo taka við grjótholtin uppmeð gljúfrinu, hrjúf við fótinn, tilsýndar ekkert nema grjót, grátt grjót, morautt grjót, fjólugrátt þegar fjær dregur. En þegar gengið er um það, er það allt annað en bert grjót, hver einasti steinn er vaxinn einhverj- um gróðri, geitnaskóf, litunarmosa, grámosa, það er varla ber blettur á nokkrum steini í heiðinni. Jú, þegar hún lítur upp, sér hún það. Hinumeg- in í gilinu vex ekki neitt á löngum kafla, þar sem það er brattast og næstum aldrei sér sól. Og það er þar, sem ekki má fara yfir, alveg harðbannað, og henni dettur heldur ekki í hug að gera það. 24 19. JtJNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.