19. júní


19. júní - 19.06.1957, Side 29

19. júní - 19.06.1957, Side 29
aðbúnaði, starfsskilyrðum og launakjörum kenn- ara frá því að þér hófuð starfið. Þér vilduð kann- ske segja mér dálítið frá þessu? — f stuttu máli mun ekki auðvelt að greina frá breytingum þeim, er orðið hafa á kennslumál- um þjóðarinnar á síðari tímum, en segja má, að þær séu miklar. Verið getur, að mér vaxi þær fremur í augum sökum þess, að ég byrjaði að kenna í sveit við frumstæð skilyrði. Þar sem ég var farkennari, kenndi ég á fjórum stöðum, og aldrei mátti ég vera lengur á hverjum stað en hálf- an mánuð í senn. Varð ég því alltaf að vera að flytja mig með öll áhöld, kort og annað, er að kennslu laut. Var það oft slarksamt í vondum veðrum, enda þótt ég hefði oftast góða samfylgd. Börnin voru 10—20 í hverjum stað á aldrinum 10—-14 ára og þvi sitt á hverju þroskastigi, og þess vegna ógerningur að samræma kennsluna. Víðast var kennt í stofum heimilanna, þar sem fullorðna fólkið þurfti oft að ganga um. Fleira mætti nefna, er sýnir, hversu mikill reginmunur var á aðbúð og starfsskilyrðum áður fyrr og nú er, að minnsta kosti eins og er hér í Reykjavík Hins vil ég geta, að ég var mjög heppin með kennslu- staði, og óvíða hef ég mætt jafnmikilli vinsemd og hjálp með sjálft starfið, en þannig voru skil- yrðin. öðru máli var að gegna þar, sem var heiman- gönguskóli. Þar var hægt að skipta börnunum í deildir, og nýttist kennslan því betur. Hygg ég, að slíkt fyrirkomulag sé það bezta í sveitum og nota beri þá skólabíla, þar sem langt er að fara. Laun kennara voru ekki mikil, þegar ég byrjaði að kenna, enda þóttu kennslustörf, einkum far- kennslan, ekki eftirsóknarverð. Kaup farkennara yfir 6 mánuði vetrarins var kr. 300.00, og var það borgað um vorið að starfi loknu. Auk þess var frítt fæði og húsnæði yfir veturinn. Hvernig þróunin hefur orðið í launamálum kennara og hvernig þeim málum er nú háttað, má fá ágætar upplýsingar um í grein eftir Arngrím Kristjánsson skólastjóra í nýútkomnu hefti „Menntamála“ (l.tbl. 1957). — Ég heyri á því, sem þér segið um heiman- gönguskólana, að þér teljið það skólaform heppi- legra en heimavistarskóla barna? —- Já, það er bæði, að ég tel fremur óheppilegt að taka börnin alveg burt af heimilunum, og svo hitt, að ég álit, að kennara við slíkan heimavistar- skóla, sem oftast er aðeins einn, sé ætlað of mikið starf, því óhjákvæmilega þarf hann að hafa á hendi margvíslega umsjá með börnunum utan Helga Þoigilsdóttir yfizkennazi kennslustunda. Það þyrftu því að minsta kosti að vera tveir kennarar við þessa skóla, ef vel ætti að vera. — Hér á landi hefur aldrei, frá því að fyrst voru sett lög um laun kennara, verið gerður neinn mismunur á þeim eftir því, hvort karl eða kona átti hlut að máli. Hafið þér nokkurn tíma orðið varar við óánægju út af þessu, eða að karhnenn- irnir, stéttarbræður yðar, þættust beittir órétti af þeim sökum? — Nei, alls ekki. Væri þó ástæða til að ætla að svo væri, þar sem karlmennirnir hafa áreiðan- lega verið skeleggari í baráttu fyrir bættum kjör- um kennara og við kvenþjóðin notið þar góðs af. Get ég ekki betur séð, en að fyllsta jafni'étti sé innan stéttarinnar. -— Finnst yður samt ekki nokkuð áberandi fáar konur vera kennai'ar við framhaldsskólana? — Ég tel, að konur hafi ekki sótzt mikið eftir þessum stöðum, þó fer þeim fjölgandi i seinni tíð, enda nú meiri völ á vel menntuðum konum. — Hve lengi hafið þér verið yfirkennari hér við Melaskólann? — Þegar þessu skólaári lýkur, hef ég gegnt því starfi í 10 ár. 1 lxverju er starf yfirkennara við svona skóla fólgið? — Það er einkum í því falið að aðstoða skóla- stjóra við margs konar störf, er skólann varða. Ég afhendi námsbækur, ski'ifa skýrslur, kenni stundum í forföllum o. fl. — Hvað um samvinnu heimila og skóla. Haldið þér ekki, að foreldraráðið, sem stofnað hefur verið hér á skólasvæðinu, sé spor i rétta átt? 19. J 0 N1 27

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.