19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 29
aðbúnaði, starfsskilyrðum og launakjörum kenn- ara frá því að þér hófuð starfið. Þér vilduð kann- ske segja mér dálítið frá þessu? — f stuttu máli mun ekki auðvelt að greina frá breytingum þeim, er orðið hafa á kennslumál- um þjóðarinnar á síðari tímum, en segja má, að þær séu miklar. Verið getur, að mér vaxi þær fremur í augum sökum þess, að ég byrjaði að kenna í sveit við frumstæð skilyrði. Þar sem ég var farkennari, kenndi ég á fjórum stöðum, og aldrei mátti ég vera lengur á hverjum stað en hálf- an mánuð í senn. Varð ég því alltaf að vera að flytja mig með öll áhöld, kort og annað, er að kennslu laut. Var það oft slarksamt í vondum veðrum, enda þótt ég hefði oftast góða samfylgd. Börnin voru 10—20 í hverjum stað á aldrinum 10—-14 ára og þvi sitt á hverju þroskastigi, og þess vegna ógerningur að samræma kennsluna. Víðast var kennt í stofum heimilanna, þar sem fullorðna fólkið þurfti oft að ganga um. Fleira mætti nefna, er sýnir, hversu mikill reginmunur var á aðbúð og starfsskilyrðum áður fyrr og nú er, að minnsta kosti eins og er hér í Reykjavík Hins vil ég geta, að ég var mjög heppin með kennslu- staði, og óvíða hef ég mætt jafnmikilli vinsemd og hjálp með sjálft starfið, en þannig voru skil- yrðin. öðru máli var að gegna þar, sem var heiman- gönguskóli. Þar var hægt að skipta börnunum í deildir, og nýttist kennslan því betur. Hygg ég, að slíkt fyrirkomulag sé það bezta í sveitum og nota beri þá skólabíla, þar sem langt er að fara. Laun kennara voru ekki mikil, þegar ég byrjaði að kenna, enda þóttu kennslustörf, einkum far- kennslan, ekki eftirsóknarverð. Kaup farkennara yfir 6 mánuði vetrarins var kr. 300.00, og var það borgað um vorið að starfi loknu. Auk þess var frítt fæði og húsnæði yfir veturinn. Hvernig þróunin hefur orðið í launamálum kennara og hvernig þeim málum er nú háttað, má fá ágætar upplýsingar um í grein eftir Arngrím Kristjánsson skólastjóra í nýútkomnu hefti „Menntamála“ (l.tbl. 1957). — Ég heyri á því, sem þér segið um heiman- gönguskólana, að þér teljið það skólaform heppi- legra en heimavistarskóla barna? —- Já, það er bæði, að ég tel fremur óheppilegt að taka börnin alveg burt af heimilunum, og svo hitt, að ég álit, að kennara við slíkan heimavistar- skóla, sem oftast er aðeins einn, sé ætlað of mikið starf, því óhjákvæmilega þarf hann að hafa á hendi margvíslega umsjá með börnunum utan Helga Þoigilsdóttir yfizkennazi kennslustunda. Það þyrftu því að minsta kosti að vera tveir kennarar við þessa skóla, ef vel ætti að vera. — Hér á landi hefur aldrei, frá því að fyrst voru sett lög um laun kennara, verið gerður neinn mismunur á þeim eftir því, hvort karl eða kona átti hlut að máli. Hafið þér nokkurn tíma orðið varar við óánægju út af þessu, eða að karhnenn- irnir, stéttarbræður yðar, þættust beittir órétti af þeim sökum? — Nei, alls ekki. Væri þó ástæða til að ætla að svo væri, þar sem karlmennirnir hafa áreiðan- lega verið skeleggari í baráttu fyrir bættum kjör- um kennara og við kvenþjóðin notið þar góðs af. Get ég ekki betur séð, en að fyllsta jafni'étti sé innan stéttarinnar. -— Finnst yður samt ekki nokkuð áberandi fáar konur vera kennai'ar við framhaldsskólana? — Ég tel, að konur hafi ekki sótzt mikið eftir þessum stöðum, þó fer þeim fjölgandi i seinni tíð, enda nú meiri völ á vel menntuðum konum. — Hve lengi hafið þér verið yfirkennari hér við Melaskólann? — Þegar þessu skólaári lýkur, hef ég gegnt því starfi í 10 ár. 1 lxverju er starf yfirkennara við svona skóla fólgið? — Það er einkum í því falið að aðstoða skóla- stjóra við margs konar störf, er skólann varða. Ég afhendi námsbækur, ski'ifa skýrslur, kenni stundum í forföllum o. fl. — Hvað um samvinnu heimila og skóla. Haldið þér ekki, að foreldraráðið, sem stofnað hefur verið hér á skólasvæðinu, sé spor i rétta átt? 19. J 0 N1 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.