19. júní - 19.06.1957, Side 30
KATRlN SMÁRI:
Hugleiðingar um æskuna
Æska hverrar þjóðar er fjöregg hennar, — og
svo fer um framtíð hennar, sem að þessari dýr-
mætustu eign þjóðarinnar er búið. 1 rauninni er
enginn heilvita maður svo skyni skroppinn, að
hann ekki sjái þetta, ef hann þá yfirleitt leiðir hug-
ann að því, — þetta er svo augljóst mál.
Þvi furðulegra er það, hversu það virðist vera
tilviljunar- og handahófskennt, sem að æskunni
berst í þvi augnamiði að sjá henni fyrir skemmt
unum, að maður nú ekki tali um það, að svo virð-
ist, sem beinlinis sé stefnt að því af ábyrgðarlaus-
um aðilum í fjárgróðaskyni —, að ala á ofbeldis-
hneigð og æsa upp frumstæðar og vanþroskaðar
hvatir barna og unglinga. En heilbrigð skemmtun
er hvild, og hvíldar og afslöppunar frá starfi þurfa
— Jú, ég held, að foreldraráðið geti gert mikið
gagn, ef rétt er á haldið. Annars virðist mér helzt
sem enginn hafi tíma til samvinnu, hvorki for-
eldrar né kennarar. Það er mikið um þetta rætt
og margar leiðir reyndar í hinum ýmsu skólum,
en allir hafa svo mikið að gera, og í ölduföllum
daglega lífsins drukkna hæglega hin góðu áform.
— Að síðustu langar mig að vita, hvort það er
ekki eitthvað sérstakt, sem þér vilduð segja um
skóla og uppeldismál yfirleitt?
— Um þetta mætti margt segja, sem ekki er
hægt í stuttu viðtali.
Við höfum tekið upp viðamikið fræðslukerfi,
þar sem til mikils er ætlazt af börnunum. Við
látum þau taka próf og rannsökum þekkingu þeirra.
En til er annar þáttur uppeldisins, sem ekki er
minna um vert, en erfiðara er að prófa. Það er
hinn félagslegi þroski og siðgæði. Við þurfum víst
öll, sem umgöngumst börn, að taka höndum sam-
an og vera þeim fyrirmynd, því það læra börnin,
sem fyrir þeim er haft. Og gætum við gefið börn-
börn og unglingar ekki síður en fullorðnir. En þar
er bara sá munur á, að þar sem fullorðnir þykj-
ast yfirleitt vera orðnir nokkuð leiknir í listinni að
lifa, þá fara þeir ekki á skemmtanir eða horfa á
leiklist til þess að læra þaS, — heldur til þess að
„drepa timann“ og gleyma amstri hversdagslífsins,
þar sem bömin og unglingamir aftur á móti
drekka í sig áhrifin af því, sem þeir sjá og heyra,
með það fyrir augum, — án þess að þau geri sér
það beinlínis ljóst, — að læra á því, hvemig á að
hegða sér, og bregðast við í hinum ýmsu tilfell-
um, og leggja svo mat sitt á lífið og gang þess út
frá þessum áhrifum, sem þau verða fyrir. Þetta
stafar af vaxtarþránni, sem er svo sterk í ungling-
unum og þeim, sem eru ungir í anda, þótt ámn-
unum bjartsýna lifstrú og tillitssemi við aðra, er
það bezta veganesti þeirra, er út í lífið kemur.
— Mætti ég spyrja, hvers vegna þér völduð
kennarastarfið að lífsstarfi?
— Þetta er nú hálfgerð samvizkuspurning. En
ég held, að það hafi verið af því, að ég ólst upp
í stómm systkinahópi og strax, er ég gat eitthvað
gert, hafði ég þann starfa að gæta yngri systkina
minna. Mér finnst alltaf ég kunna bezt við mig
þar, sem fullt er af börnum. Það er kannske af
því, að ég er barnaleg í mér sjálf, en það er lika
af því, að þar er maður í mestum tengslum við
vorið og gróðurinn í þjóðlífi okkar.
Ég kveð nú frú Helgu og þakka henni fyrir við-
talið. Á heimleiðinni verður mér hugsað til þess,
er hún sagði um jafnrétti innan kennarastéttar-
innar, og það styður það, sem raunar lengi hefur
verið mín skoðun, að jafnrétti sé bezta tryggingin
fyrir góðu og árekstralitlu samstarfi, og eini ör-
uggi grundvöllurinn, sem gerir tvær eða fleiri
persónur að góðum félögum.
B
28
19. JÚNl