19. júní


19. júní - 19.06.1957, Page 35

19. júní - 19.06.1957, Page 35
Taj Mahal í Agra við af byggðinni, var efnt til stórfenglegrar sýn- ingar, þar sem kynntar voru rnargai' helztu grein- ar listiðnaðar og verklegar framkvæmdir sýndar með likönum og teikningum. Einnig var þar stór- fengleg og glæsileg sýning í tilefni af 2500 ára afmæli Búddha og hafði verið dregið til hennar efni frá öllum Austurlöndum, þar sem Búddhatrú er ríkjandi. Handunnir munir eru fluttir frá Indlandi um víða veröld og má þar til nefna útskorna gripi úr tré og fílabeini, skartgripi, útsaum og vefnað margs konar, bæði úr ull, baðmull og silki. Á þessari sýningu mátti sjá silkiiðnaðinn allt frá hinu fyrsta stigi, er silkiormurinn byrjar að spinna hinn örfína þráð um púpuna. Þar mátti sjá þrjár mismunandi tegundir af ormasilki, og fer litur þráðarins eftir því, á hvers konar laufi ormurinn nærist. Vinnsla silkisins hefst á því, að púpurnar eru hitaðar í ofni, þar til lirfan deyr, þá eru tvær af tegundunum lagðar í vatn og þráðurinn rakinn af þeim, þrem- ur eða fjórum í senn, því einn þráður er of veikur. Af þriðju tegundinni er silkið táið og spunnið og verður sá þráður naumlega eins fínn og hinir, en hann er ákaflega sterkur og fallegur í grófari dúka. Hinu fullunna silki þarf ég ekki að lýsa, en hvergi hef ég séð fegurri og fjölbreyttari dúka en þarna. 1 hinu umdeilda fjallahéraði, Kashmír, er mikið unnið af fínum ullardúkum, og sjöl og ábreiður þaðan eru heimsfræg. Erlendu konurnar, sem sóttu UNESCO-ráðstefnuna, en störfuðu við hana, voru ákaflega sólgnar í Kashmirsjölin og gerði ég mér stundum til gaman að fylgjast með því, hverjar skörtuðu með nýjum sjölum þann og þann daginn. Þau eru líka eiguleg, hvort sem þau eru skrautofin eða útsaumuð. Einu sinni komum við inn í fornverzlun i Delhi, og ægði þar saman hinum ótrúlegustu munum. Mér varð litið á tvær ábreiður, sem lágu þar á borði, og snarsnéri við, til að athuga þær nánar. Sú stærri var úr rauðu silkiflosi, á að gizka þrír 19. JÚNÍ 33

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.