19. júní - 19.06.1957, Page 38
að konur í borgum annarra landa ynnu við hlið
manna sinna á heimilunum. Uppeldi barna kom
þá í hlut beggja líkt og nú er til sveita hér á landi.
Vinna konunnar var talin svo mikils virði, að hún
gaf henni nokkurn rétt og gildi sem mannveru,
jafnvel þótt hún væri ambátt karlmannsins, hins
ótvíræða drottnara heimilisins.
Þrátt fyrir allar hinar miklu breytingar, er þó
svo, að enn þann dag í dag vinna konur í sveitum
og sjávarþorpum þríþætt störf: heimilisstörf öll og
barnaumsjá ásamt vinnu við framleiðslustörfin,
stundum myrkranna á milli. Við hlið manna sinna
standa þær, i það minnsta sumarlangt, og leggja
fram ómetanlega vinnu til þjóðarbúsins í heild,
skapa sér og sínum betri kjör, jafnvel hindra, að
ýmsir atvinnuvegir í þorpum landsins leggist nið-
ur sökum fólkseklu eða jarðir fari í eyði meir en
orðið er. Störf þessara kvenna eru vissulega ómet-
anleg fyrir þjóðfélagið, en það gefur að skilja, hve
erfitt er fyrir barnakonur að leysa af hendi erf-
iðisvinnu ásamt öllum öðrum störfum án nokk-
urrar hjálpar.
II.
Þrátt fyrir alla byrjunarörðugleika og mót-
spyrnu, þokast sá timi nær og nær, að konur hér
á landi hefji störf sem virkir þjóðfélagsþegnar
með jafnan rétt og sömu laun sem karlmenn.
Vandamálin, sem upp koma, eru knýjandi og
verða ekki leyst nógu fljótt og vel, nema allt sé
undirbúið í tíma. Mál málanna er og verður jafn-
an, að starf konunnar er tvíþætt í langflestum
tilfellum. Hún er líka móðirin.
Hin andlega frjálsa kona, er neitað hefur að
sætta sig við að vera lengur liálf manneskja, ein-
skorðuð við vanabundin störf, losnar ekki að fullu,
fyrr en almenn, varanleg lausn er fundin á þessu
máli. Hvernig verður bezt séð fyrir börnum kvenna,
er vinna úti, hvort sem þær sjá börnum sínum
einar farborða eða foreldrar báðir? Það er létt fyr-
ir talsmenn gamla tímans að gera vandlætingar-
hróp að móður, er sækir vinnu sína utan heimilis,
að hún vanræki börn sín, en erfitt að andmæla
með fullum rétti, fyrr en fengin er varanleg og
örugg lausn. Það er næstum útilokað fyrir bæjar-
konur að stunda misjafnlega erfiða vinnu og jafn-
framt hugsa um heimili og nokkur börn. Barna-
heimili og aftur barnaheimili eru svo nauðsynleg,
að án þeirra stæði fjöldi kvenna í dag algerlega í
vandræðum. Þau verða þó aldrei fullnægjandi.
I greinarkorni, er ég skrifaði í Tímann s.l. haust,
gat ég þess lauslega, hvernig Svíar reyna að leysa
þessi viðfangsefni, án þess þó að þeim hafi tekizt
það að öllu leyti. Það er síður en svo, að vanrækt
börn tilheyri frekar mæðrum, er vinna úti, enda
ætti ekki að þurfa að koma til þess í nútíma-þjóð-
félagi, ef konur hafa öruggan samastað fyrir þau.
Það er sannarlega af allt öðrum ástæðum en
vinnu, sem fjöldi barna er vanræktur, bæði and-
lega og líkamlega, hér sem annars staðar.
Skýrslur, er gerðar hafa verið í Englandi um
afbrot barna, sýna, að þar eru ekki í meiri hluta
börn þeirra kvenna, sem stunda vinnu utan heim-
ilis. Talið er öruggt, að skapgerð foreldra ráði þar
miklu meira um, hvort barn lcndir á glapstigum.
Vandræði, er skapazt hafa annars staðar, vegna
fjarveru beggja foreldra mikinn hluta dags frá
heimilum, ættu að verða okkur til varnaðar.
Trúað gæti ég því, að tala giftra kvenna, er
koma til með að vinna utan heimilanna, verði
svipuð hér sem annars staðar í náinni framtíð,
ekki sízt vegna hinnar öru þróunar á öllum svið-
um, er kallar eftir vinnuafli.
Ég leyfi mér að taka tvær skýrslur, er frú Alva
Myrdal hefur gert, aðra frá Ameríku, en hina frá
Svíþjóð. I Svíþjóð hækkaði á árunum 1945—50
tala giftra kvenna, er unnu úti, um 53%. 1 Am-
eríku unnu á árinu 1930 11.5%, á árinu 1940
17%, og á árinu 1950 24%.
Ég leyfi mér jafnframt að vitna í ummæli cand.
polit. Karen Gredal. Hún telur, að helmingur allra
liúsmæðra í Kaupmannahöfn muni vinna úti, en
fjórði hluti kvenna í Danmörku allri. Ennþá er
algengt, bæði hér á landi sem annars staðar, að
konurnar sjálfar telji afkomu sína bezt tryggða
með giftingu. Það er jafnframt nokkuð áberandi,
að þær taki hvorki nám né vinnu nægilega alvar-
lega.
En þær ungu stúlkur, er rjúka í að hætta námi
eða vinnu við giftingu, ættu að skoða hug sinn og
aðstæður vel.
Aldurinn milli fertugs og sjötugs er langur tími.
Konan getur á þeirh árum skapað mikil verðmæti,
jafnt andleg sem veraldleg, í því starfi, sem hún
er menntuð til. Með breyttum hugsunarhætti get-
ur lífsstarf hennar engu síður orðið á því sviði en
að ala upp börn sín.
Nútímakonan á færri börn en áður. Umönnun
móðurinnar er vissulega líka nauðsynleg eftir að
böm hennar stækka, en á allt annan hátt, og alls
ekki æskilegt, að sé um of, allra sizt eftir að þau
fara að heiman. Sé ekki stór hópur af börnum,
36
19. J ONl