19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 39

19. júní - 19.06.1957, Síða 39
skapast tiltölulega snemma hið hættulega tímabil í lífi konunnar, sem fyrir löngu er orðið þekkt fyr- irbæri. Andleg stöðnun og einhvers konar leiði verður alls ráðandi. Kraftar konunnar fullnýtast ekki og eðlileg starfsþrá hennar fær ekki útrás. Jafnvel líkamleg vanheilsa án greinilegra sjúk- dómseinkenna er algeng. Konunni finnst tilgangur lífsins hafa horfið með börnum sínum. I ein- manaleik sinum getur hún orðið bitur og vansæl, jafnvel fyllzt hatri til umhverfisins, sem er hættu- legt sálarheill hvers manns. Hafi hún aftur á móti starf, getur þetta tímabil ævinnar orðið hamingju- ríkt. Hún er þá fullþroska með lífsreynslu, sem oft er mikils virði þeim, er hún umgengst. Kona, sem komin er um eða yfir fertugt, á sannarlega ekki létt með að hefja vinnu utan heimilis í fyrsta sinn eða jafnvel að taka upp fyrri störf, það er að nokkru leyti að byrja nýtt líf og er erfitt viðfangs- efni, sem ekki er auðleyst. Ég er sannfærð um, að kona, er stundað getur sjálfvalið starf nokkurn veginn sleitulaust, eðli- legt starfstímabil, hvort sem hún er móðir eða ekki, verður bezt sett, þegar til lengdar lætur og hamingjusömust. Andlegir hæfileikar eru alltaf misjafnir, hvort sem um er að ræða konur eða karla. Mörgum sinnum algengara er, að konurnar neyðist til að bæla niður þær sérgáfur, er þeim eru áskapaðar, því hingað til hafa þær átt í miklu striði að fá tæki- færi til að láta hæfileika sina njóta sín, jafnvel þó þær hafi fengið menntun. Bindandi vinna við heimilisstörf, mörg börn og þröngur efnahagur eru algengar hindranir. Oft láta shkurn konum illa húsverk og daglöng barnaumsjá. Þrásinnis hef ég heyrt aðrar konur stimpla þær sem ómyndir og því um hkt. En þær hinar sömu ómyndir geta orðið elskulegar mæður, hafi þær börn sín styttri tíma í kringum sig, og staðið framarlega í öðru starfi, fái hæfileikarnir að njóta sín á réttum vett- vangi. Flestar konur eiga þó ótrúlega létt með að laga sig eftir umhverfinu, leysa vel og samvizkusamlega af hendi öll störf, er á þeim hvíla. IIII. Það hefur löngum verið talað um, að konur verði að hlýta sömu skyldum og karlmenn, ef þær heimta sama rétt til vinnu. Allar konur undantekn- ingarlaust, er ung börn eiga, hvort sem þær taka þátt í framleiðslustörfum landsins eða vinna önnur þjóðhagsleg störf, eða ekki, eiga rétt á að geta } 19. J Ú N í < ( ÚTGEFANDI: KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS ) \ Útgáfustjóm: SigríSur J. Magnússon, ) ( Valborg Bentsdóttir, ) ( GuSný Helgadóttir, ) ( Katrín Smári, S ( Petrina Jakobsson. \ ) Auglýsingastjóri: Snjólaug SigurSardóttir. < ( Afgreiðsla blaðsins er í skrifstofu K.R.F.Í., Skálholts- \ / stig 7, Reykjavik. — Simi 81156. \ / Prentsmiðjan Leiftur. \ sinnt eðlilegum móðurskyldum sínum. Hinn ungi þegn landsins á rétt til móður sinnar, enda öllum fyrir beztu, að þau fái að njóta livors annars á því tímabili ævinnar. Heimilin hafa um langan aldur verið hornsteinn þjóðfélagsins, og þau hvorki mega né eiga að hverfa. Aftur á móti verður ekki kraf- izt af konunni, að hún sé bundin heimilisstörfum allt sitt starfstímabil. Störf kvenna utan heimilanna auka mjög á þjóðartekjurnar og skapa fjölbreyttni í atvinnu- lífinu. Það sannast bezt á stríðstímum, að þjóðfélagið telur vinnu kvenna einhvers virði. Konur eru þá miskunnarlaust kallaðar til alls konar framleiðslu- starfa. Þá er enginn gamall eða nýr tími, engir krakkar né heimili, landið kallar á vinnuafl. Allar konur, ungar sem gamlar, mæður, giftar sem ógift- ar, koma og taka vinnuna á sínar herðar mögl- unarlaust. Því miður, má ef til vill segja. Þá gæti verið tækifæri fyrir þær að mótmæla manndráp- unum allar fyrir eina i öllum stríðslöndunum. Eftirtektarvert er, að hafi konan eitt sinn tekið þátt í þjóðfélagsuppbyggingunni með þátttöku í framleiðslustörfum, lætur hún þau ógjarnan aftur af hendi, jafnvel þótt starfið sé henni alls ekki hentugt. Það virðist vera ótvíræð sönnun þess, að konunni sé sálfræðileg nauðsyn á vinnu, er gefur henni öryggi og sjálfsákvörðunarrétt. Með jafnrétti karls og konu er horfinn fyrir fullt og allt sá einkaréttur til starfa, er karlmenn höfðu áður. Konur hefja störf sín utan heimilis til að standa við hhð hans, hvar sem er og á hvaða sviði sem er í lífsbaráttunni, þannig að lífið geti orðið léttara og hamingjuríkara. Ef til vill tekst með hjálp konu hins nýja tíma að auka á mannkærleika í heiminum, og væri vel, ef félli í hennar skaut að uppræta hatur og mann- fyrirlitningu þá, sem enn skipar liáan sess. 19. JÚNÍ 37

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.