19. júní - 19.06.1957, Page 40
PETRlNA JAKOBSSON:
Lög um barnavernd 25 dra
Á þessu sumri eru liðin 25 ár frá því Alþingi
samþykkti lög um barnavernd. Samkvæmt þeim
voru kosnar barnaverndarnefndir i öllum kaup-
stöðum á landinu, en skólanefndum falin barna-
vemdarmál í sveitum. Lögin voru staðfest af Krist-
jáni konungi X. þ. 23. júní 1932.
Lög þessi voru að nokkru leyti samin eftir lög-
um um þessi mál á Norðurlöndum, sem verið höfðu
í gildi í Noregi frá 1896, í Svíþjóð frá 1902 og í
Danmörku frá 1905.
Hér á landi voru fram að þessu nokkur ákvæði
á fátækralögunum um að fátækrastjóm ásamt við-
komandi ráðuneyti eða valdsmanni væri skylt að
athuga og fylgjast með aðbúð og uppeldi barna.
Sérstaklega var þó tekið fram: óskilgetinna barna
og sjúkra.
Framkvæmd þeirra ákvæða og það vald, sem
fátækrastjórnir og hreppsnefndir þar með höfðu
yfir fátækum og munaðarlausum, áttu oft litlum
vinsældum að fagna. Einstæðingum eða vangæf-
um einstaklingum var ekki ósjaldan holað þar nið-
ur, sem hagstæðast þótti fjárhirzlu hreppsins.
Það var ekki fyrr en 1947, þegar barnaverndar-
lögin vom endurskoðuð, að upp í þau voru tekin
ákvæði, sem áttu að tryggja, að umhyggja fyrir
velferð barnsins væri látin ráða, þegar dvalarstað-
ur var ákveðinn, en ekki hagsmunir sveitarfélags-
ins. 1 niðurlagi 23. gr. laganna segir um ráðstöfun
barna: „. . . . enda er óheimilt að vista slík börn
á öðmm heimilum en þeim, sem barnavemdar-
nefnd sú, er í hlut á, samþykkir“. Fram að þeim
tíma kom oft til ágreinings, hvort heimilið ætti
að taka, það sem fátækrafulltrúinn mælti með, eða
hitt, sem nefndin átti völ á.
Með barnaverndarlögunum voru öll ákvæði varð-
andi vernd og velferð bama sameinuð í ein lög
og bamaverndarnefndunum fengið töluvert vald í
þeim málum, sem. hafið var yfir hið þrönga svið,
sem fjárhirzlan setti venjulega.
Fyrsti kafli laganna telur upp hlutverk þeirra í
stórum dráttum. Ég tek hann hér upp, af því að
konur hafa yfirleitt ekki handbær lögin.
1. kafli.
Vernd bama og unglinga tekur yfir:
1. Almennt eftirlit með aðbúð og uppeldi á heim-
ilum.
2. Eftirlit með hegðun og háttsemi utan heimilis.
3. Ráðstöfun í vist, í fóstur, til kjörforeldra eða
á sérstakar uppeldisstofnanir.
4. Eftirlit með uppeldisstofnunum, svo sem barna-
hælum, dagheimilum, leikskólum, sumardvala-
heimilum, fávitahælum fyrir börn og ung-
menni o. s. frv.
5. Eftirlit með börnum og ungmennum, likam-
lega, andlega eða siðferðislega miður sín. Koma
einkum til greina börn og ungmenni, blind,
málhölt, fötluð, fávita og á annan hátt vangef-
in, svo og börn og ungmenni, sem framið hafa
lögbrot eða eru á annan hátt á siðferðislegum
glapstigum.
6. Vinnuvernd.
7. Eftirlit með skemmtunum.
Með lögum þessum var einnig skipað Barna-
verndarráð, eða Yfirbarnaverndarnefnd, eins og
það var nefnt. Það fer með æðsta vald í öllum
þeim málum, er lögin taka til, um allt land.
Ef einstaklingur sættir sig ekki við úrskurð eða
ráðstöfun nefndanna, getur viðkomandi áfrýjað
málinu til ráðsins og fengið það tekið upp aftur.
Barnavemdarnefndir um allt land eru skyldar
að senda ráðinu árlega skýrslur um störf sín.
Fram að fyrra stríði voru atvinnuhættir lands-
manna að mestu bundnir við landbúnað. Kaup-
staðir ekki fjölmennari en svo, að öll börn þaðan
gátu átt þess kost að dvelja í sveitunum við rækt-
un, skepnuhirðingu og framleiðslustörf, sem um
38
19. JfJNl
í