19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 44
hana siðferðiski'öfu, því að það færist nú æ meira í vöxt, að fólk hætti við að gifta sig vegna þess- arar skattalagningar á hjónabönd, þar sem þann- ig hagar til, að hjónin vinna bæði utan heimilis, sem nú er orðið mjög algengt. Tvö frumvörp um sérsköttun hjóna liggja nú fyrir Alþingi, og hver svo sem örlög þeirra verða, má gera ráð fyrir, að þetta vandamál leysist á þessu ári eða því næsta, þar sem fjármálaráðherra hefur lofað að skipa milliþinganefnd í málið, ef það ekki verður leyst á því Alþingi, er nú situr. Barnavernd og skólamál hafa lengi verið á dag- skrá hjá félaginu, og hefur verið komið á samvinnu foreldra og skóla við tvo af barnaskólum bæjarins. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp áhugamál félagsins. Kvennatíma útvarpsins annað- ist félagið hálfsmánaðarlega í um 10 ár, eða þang- að til þeir voru felldir niður. 50 ár eru ekki langur tími í lífi þjóðar, en þessa síðastl. hálfa öld hefur íslenzkt þjóðlíf tekið þeirri stökkbreytingu, að fágætt má teljast, og hafa kon- urnar ekki látið sinn hlut eftir liggja. Fyrir 50 árum mátti það heita undantekning, að konur stunduðu utan heimilis annað en ströng- ustu erfiðisvinnu, en vegna þeirrar þróunar, er orðið hefur í opinberri þjónustu, verzlun og iðnaði, getur þjóðfélagið ekki verið án þátttöku þeirra í atvinnulífinu. LaunajafnréttiS hefur verið eitt af aðalbaráttu- málum K.R.F.Í. allt frá því að það beitti sér fyrir stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar árið 1913. Á afmælisdegi félagsins afhenti félagsmála- ráðherra, Hannibal Valdimarsson, formanni félags- ins bréf, þar sem hann skýrði frá, að ríkisstjórnin mundi leggja fyrir Alþingi þingsályktun um full- gildingu á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunar- innar frá 1951 um jöfn laun karla og kvenna fyrir störf af sama verðmæti. Þingsályktun þessi hefur nú verið samþykkt á Alþingi og má því vænta, að brátt verði bætt úr því misrétti, sem konur hafa orðið að þola hingað til í þessum efnum, og það þvert ofan í skýlaus lagafyrirmæli, svo sem greint er frá á öðrum stað í þessu blaði. Afmœlissýning. Sunnud. 27. janúar var opnuð bóka- og listsýning kvenna í „bogasal“ þjóðminja- safnsins, og sýndi forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir félaginu þá vinsemd að vera verndari sýningar- innar og opnaði hana með hlýlegri ræðu. Einnig talaði við þá athöfn menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og sagði m. a.: „Það var afbragðs hug- mynd að minnast þessa merka afmælis með list- sýningu, með kynningu á skerfi íslenzkra kvenna til íslenzkrar menningar. Baráttan fyrir auknum kvenréttindum hefur verið árangursrík. En þessi réttindi hafa ekki verið markmið í sjálfu sér, frem- ur en önnur mannréttindi. Þeim hefur jafnframt verið ætlað að vera gróðurmold, sem fagrir og nytsamir ávextir á sviði lista og vísinda gætu sprottið úr, og þau hafa reynzt það. Þau hafa orð- ið grundvöllur fegurra og fjölbreyttara lífs.“ Formaður gat þess í ávarpi sínu við opnun sýn- ingarinnar, að vegna takmarkaðs húsrúms hefði ekki verið unnt að hafa þar allar þær bækur, er ís- lenzkar konur hafa skrifað, en að gerð hefði verið bókaskrá, þar sem skráðar eru eftir beztu getu allar bækur, blöð og tímarit, sem konur hafa ritað og gefið út síðastliðin 156 ár. Aðsókn að sýning- unni var góð, miðað við veður og færð, en einmitt þessa daga geisaði óvenjulegt óveður, stormur og fannkoma. Rithöfundar lásu úr verkum sínum flesta daga eða kvöld þann tíma, sem sýningin var opin. Hafa þau erindi síðan komið í útvarpi. Þá hafði félagið einnig útvarpskvöld til að minnast liðinna 50 ára. Afmælishóf félagsins sóttu 136 kon- ur þrátt fyrir slæmt veður. Landsfundur K.R.F.I. Vegna aldarafmælis Bríetar Bjarnhéðinsdóttur var Landsfundi K.R.F.l. 1956, sem venjulega hef- ur verið haldinn í júní, frestað þangað til í sept- ember. Var hann haldinn dagana 22.—27. sept., og eru ályktanir hans birtar hér á eftir. Einn daginn sóttu fundarkonur boð forsetahjón- anna að Bessastöðum. Kvöldið 26. sept. flutti Aðal- björg Sigurðardóttir í útvarp erindi það, sem birt er í blaðinu. Sigríður J. Magnússon flutti kveðjur frá erlendum kvenréttindakonum og átti viðtal við Védísi Jónsdóttur og Þóru Vigfúsdóttur um kynni þeirra af B. B. og starfi hennar. Arnheiður Sig- urðardóttir las upp úr verkum Bríetar. Afmælis- daginn gengu fundarkonur í fylkingu suður í kirkjugarð og lögðu blómsveig á gröf Bríetar. Um kvöldið var fundinum slitið í fjölsóttu og virðulegu hófi í Tjarnarcafé, en þar hafði fundurinn verið haldinn. 42 19. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.