19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 45
mœ á tóáýrung- Ji.tt.3J. 1 tilefni af 50 ára afmæli Kvenréttindafélags fslands þann 27. janúar 1957, efndi félagið til sýn- ingar í Bogasal Þjóðminjasafnsins, á bókmenntum, listaverkum og listiðnaði kvenna. Höfuðtilgangur sýningarinnar var sá, að vekja athygli almennings á því, livað mikinn skerf kon- ur leggja til menningar þjóðarinnar með verkum sinum, ekki hvað minnst á sviði bókmennta og lista. Tilgangurinn var einnig sá, að sanna að aukin réttindi konum til handa hefur skapað þeim aukna möguleika til þess að þroska hæfileika sína og hafa áhrif á sköpun menningar samtíðarinnar. Stærsti þáttur sýningarinnar var sýning á bók- um, sem íslenzkar konur hafa skrifað. Þar voru sýndar bækur eftir konur, sem skrif- að hafa allt frá fjögra síða bæklingum til skáld- verka, sem telja 2189 blaðsíður. Auk þess voru sýnd tímarit, blöð og safnrit. f þessu safni gaf að líta sjaldséðar bækur og merkar. Til dæmis var þar fyrsta ljóðabókin, sem út kom eftir íslenzka konu, Júlíönu Jónsdóttur, prentuð á Akureyri 1876, fyrsta húsmæðrafræðslu- bókin, sem út kom, „Vasakver fyrir heldri manna húsfreyjur",. gefin út af frú Assessorinnp Mörtu Maríu Stephensen i Leirárgörðum árið 1800 o. fl. o.fl. Ýtarleg bókaskrá var einnig gefin út með sýn- ingarskrá, og teljum við það töluverðan feng, að hafa í einni skrá allar ba'kur og rit, sem konur hafa gefið út. En höfundar eru um 300 og auk þess hafa konur gefið út um 40 tímarit, blöð og safnrit. Margvíslegur hstiðnaður var einnig til sýnis, svo sem silfursmíði, allt frá hefðbundnum stíl víra- virkisins til nútíma stils. Bókband, útskurður, postu- linsskreyting og margt fleira var einnig til sýnis. Síðast en ekki sízt var töluvert af vcrkum fær- ustu listamanna okkar íslendinga, kvenna, sem haslað hafa sér völl bæði hér heima og víða um lieim, með verkum sínum. Til dæmis má nefna myndhöggvarana Gerði Helgadóttur, Nínu Sæ- mundsson, Ólöfu Pálsdóttur og Gunnfríði Jóns- dóttur, og málarana Nínu Trvggvadóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Guðmundu Andrésdóttur, Karenu Agnete Þórarinsson, Grétu Björnsson, Barböru Árnason og Vigdisi Kristjánsdóttur, sem sýndi myndvefnað. Sýningin var opin frá 27. janúar til 3. febrúar. Á kvöldin kynntu konur ritverk sín eða fluttu fyr- irlestra: Þann 28. janúar fluttu skáldkonurnar Elinborg Lárusdóttir og Margrét Jónsdóttir verk eftir sig. 30. janúar flutti Ragnheiður Jónsdóttir rithöf- undur frumsamið efni, en Guðrún Ólafsdóttir flutti erindi um stúdentalíf í Osló. 31. janúar flutti Selma Jónsdóttir listfræðingur 43 19. JtJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.