19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 46

19. júní - 19.06.1957, Síða 46
BROSTNIR HLEKKIR Þessar félagskonur hafa hátizt síðan blaðið kom út í fyrra: Þórdís Jónsdóttir Carlquist, f. á Hofi í Svarfaðar- dal 19. okt. 1879, d. 7. nóv. 1956. Hún lærði ung ljósmóðurfræði bæði í Reykjavík og Kaupmanna- höfn. Var skipuð ljósmóðir í Reykjavík 1. nóv. 1904 og gegndi því starfi í 45 ár, oft við erfið skilyrði, fyrstu árin a. m. k. Þórdís var mjög farsæl i starfi sínu og elskuð og virt af öllum, sem nutu hjálpar hennar. Hún giftist 1915 Axel V. Carlquist kaup- manni í Reykjavík. Mann sinn missti Þórdís árið 1922. GuÖrún Halldórsdóttir, f. 3. des. 1894 í Reykja- vik, d. 6. ág. 1956. Hún var áhugasöm um félags- erindi með skuggamyndum: Konan í íslenzkri myndlist, en Halldóra B. Björnsson rithöfundur las frumsamið efni. 1. febrúar las Þórunn Elfa rithöfundur frumsam- ið efni og Vigdís Kristjánsdóttir flutti erindi um listvefnað. 2. febrúar flutti Guðrún Helgadóttir kennari er- indi: Fjallkonan í íslenzkum bókmenntum, og Val- borg Bentsdóttir las frumsamda smásögu og kvæði. 3. febrúar, síðasta dag sýningarinnar, fluttu þær skáldkonurnar Arnfríður Jónatansdóttir, Jóhanna Friðriksdóttir og Sigríður Einarsdóttir frá Munað- arnesi kvæði. Sýningunni var mjög vel tekið og oft var mikill fjöldi áheyrenda á kvöldvökunum. I sýningarnefnd voru þessar konur: Sigríður J. Magnússon, formaður, Bjarnveig Bjarnadóttir, Guðný Helgadóttir, Soffía Ingvarsdóttir og Valborg Bentsdóttir. Kvenréttindafélagið þakkar öllum þeim mörgu konum og körlum, sem lögðu sinn skerf til þess að sýningin varð svo myndarleg sem raun varð á. mál, átti lengi sæti í „19. júni“-nefndinni, er safn- aði fé til Landsspítalans. Starfaði í Mæðrastyrks- nefnd og var lengi í stjórn hennar. Hún gekk ótrauð að hverju verki, er henni var trúað fyrir, þar á meðal fjársöfnun fyrir Hallveigarstaði. GuÖrún Ólafsdóttir, f. 14. des. 1892 í Reykjar- firði, N.-Isafjarðarsýslu, d. 5. maí 1957. Stundaði húsmæðrakennaranám í Noregi, og var húsmæðra- kennari víða á Vestfjörðum. I 6 ár var hún for- stöðukona Sjúkrahúss Akureyrar og 4 ár barna- heimilisins í Laugarási. 1917 giftist hún Bjarna Hákonarsyni frá Reykhólum og eignuðust þau 7 börn. Hún var áhugakona um kvenréttindamál eftir að hún fluttist til Reykjavikur. Einnig starf- aði hún mikið fyrir Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Jósefína Rósantsdóttir, f. 18. janúar 1902 á Saur- um, Vindhælishreppi, Húnavatnssýslu. Fluttist til Reykjavíkur 1920. Giftist 1930 eftirlifandi manni sínum, Birni Andréssyni. Hófu þau búskap að Leynimýri í Fossvogi og bjó hún þar til dauðadags 15. des. 1956. Þau hjón eignuðust 3 börn, sem öll eru á lífi og eiga heima í Leynimýri. Hún hafði mikinn áhuga fyrir kvenréttindamálum og fylgd- ist með þeim af lifi og sál, þótt hún gæti eigi beitt sér við þau eins og hún óskaði, vegna þess að hún var lengst af fremur heilsuveil. Engilborg Helga SigurÖardóttir, f. 19. maí 1896 að Ölvaldsstöðum í Borgarfirði, dáin 29. marz 1957. Fluttist ung til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hún giftist 9. okt. 1915 Helga Gugmundssyni, nú- verandi umsjónarmanni með kirkjugörðum Reykja- víkur. Þau eignuðust 7 börn, öll mannvænleg. Auk þess sem hún var félagi í Kvenréttindafélagi Islands o. fl. kvenfélögum, starfaði hún af miklum áhuga í Góðtemplarareglunni. 44 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.