19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 48

19. júní - 19.06.1957, Síða 48
um efnum úr fiskúrgangi, svo sem plastefni o. fl., svo og verksmiðjum, er vinni úr ýmsum landbún- aðarafurðum, svo sem úr garðávöxtum, e) að innflutningur á nauðsynlegum hráefnum til iðn- aðar verði aukinn og tollum af þeim létt, svo inn- lendi iðnaðurinn verði samkeppnisfær við sams konar innfluttar vörur og sparaður með því útlend- ur gjaldeyrir. III. Fundurinn telur aðkallandi, að skipulögð sé vor- og sumarvinna fyrir námsfólk og unglinga, til þess að námsfólk geti gengið að ákveðnu starfi, er skólum lýkur. Vegna þess, hve mikil eftirspurn er sums staðar eftir vinnuafli við framleiðslustörfin snemma á vorin, vill fundurinn beina því til fræðslumálastjórnarinnar, hvort ekki sé þörf ó því, að námstími unglinga sé eitt- hvað breyttur fró þvi, sem nú er, þar sem svo hagar til. IV. 9. Landsfundur K.R.F.I. skorar á ríkisstjórnina að láta rannsaka, hvernig jafnréttisákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru í framkvæmd, og láta fara fram endurmat á þeim störfum hjá ríkis- og bæjarfélögum, sem hingað til hafa verið vanmetin til launa með tilliti til þess, að þau hafa verið talin kvennastörf, svo sem störf ljósmæðra, talsimakvenna, hjúkrunarkvenna, vélritara o. fl. Fundurinn væntir þess, að athugun þessi sé framkvæmd af konum og körlum, og leitað sé álits K.R.F.l. og B.S.R.B. með val kvenna til starfsins. V. 9. Landsfundur K.R.F.Í. skorar á stjórn félagsins að að- stoða Ljósmæðrafélag Islands eftir föngum við að fó nú þegar endurmetin kjör félaga þess og bætt til sam- ræmis við kjör annarra opinberra starfsmanna. Tryggingamúl: I. Grunnupphæð bamalífeyris verði hækkuð um allt að 50% (sbr. næstsíðustu málsgr. 17.gr. Tryggingarlag- anna). II. Barnalifeyrir vegna munaðarlausra bama verði greidd- ur tvöfaldur (sbr. siðustu málsgr. 17.gr. Tryggingar- laganna). III. Felld verði niður síðasta málsgr. 22. gr., er veitir heim- ild til skerðinga á lífeyrisgreiðslum. IV. Árlegur ellilífeyrir sé eigi lægri en % hluti árslauna Dagsbrúnarverkamanns. Sama gildi um örorkulífeyri eftir því sem við á. (Sjá 13.gr.). V. 13. gr. verði breytt í það horf, að hjón njóti sama elli- lífeyris sem tveir einstaklingar. VI. Tryggingarstofnuninni sé heimilt, ef sérstaklega stend- ur á, að lóta rétt til ellilífeyris ekki falla niður við sjúkrahússvist allt upp í 26 vikur (sjó 59.gr.). VII. Ellilifeyrisþega, sem missir maka sinn, skuli greiddar bætur. Sama gildi um örorkulífeyrisþega. VIII. Dánarbætur slysatrygginganna almennt verði hinar sömu og dúnarbætur lögskráðra sjómanna. IX. Hjónum sé greiddir sjúkradagpeningar eftir sömu reglu og öðmm einstaklingum, og gildi það um gifta konu, hvort sem hún vinnur utan heimilis eða eigi. (Sjá sein- ustu málsgr. 53. gr.). X. Heimilað verði, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, að greiða mæðralaun einstæðum mæðrum, sem hafa eitt barn á framfæri sinu. XI. Tekinn verði aftur inn í lögin kafli um heiisugæzlu, sem komi í stað þess, er felldur var niður við endur- skoðun laganna. XII. Fundurinn telur aðkallandi nauðsyn að koma upp fyr- ir öryrkja: Vinnuheimilum, vinnumiðlun og verkþjólf- un, ásamt leiðbeiningum um nám og starfsval. Allra ráða sé leitað til að fyrirbyggja örorku. Jafnframt lýs- ir fundurinn ánægju sinni yfir að hafizt hefur verið handa um þessi mál. XIII. Fundurinn vekur athygli á nauðsyn þess, að laga- ákvæði um innheimtu barnsmeðlaga verði færð í það horf, að þau verði innheimt mánaðarlega af launum á sama liátt og útsvör, og skorar á rikisstjórn og Al- þingi að taka þetta atriði til meðferðar og úrlausnar þegar á þessu ári. Skattamál: I. 9. Landsfundur K.R.F.Í. skorar á rikisstjórnina að gera svo fljótt sem auðið er nauðsynlegar róðstafanir til þess að breyta þeim ákvæðum í gildandi skattalögum, sem „ofþyngja hjónum í opinberum gjöldum" miðað við aðra skattþegna, og torvelda stofnun hjónabanda. Enn- fremur sé þess gætt, að einstæðum foreldrum með börn á framfæri sé ekki gert að greiða hærri skatt en hjón- um með jafnháar tekjur. Fundurinn telur nauðsyn, að skipuð sé nú þegar nefnd, til þess að vinna að undirbúningi málsins, með það fyrir augum, að það geti hlotið afgreiðslu ó næsta Alþingi. Til nefndarstarfa sé valið jafnt konur og karlar Fundurinn beinir þeim tilmælum til væntanlegrar nefndar, að hafa tillögur 8. landsfundar og 5. fulltrúa- ráðsfundar K.R.F.I. til hliðsjónar við störfin, eftir því sem við verður komið. Fundurinn felur stjórn K.R.F.I. að semja greinargerð með tillögum þessum og treystir henni til að fylgja málinu fast eftir. II. 9. Landsfundur K.R.F.l. beinir þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að framkvæmd skattalaganna sé gerð einfaldari en verið hefur, t. d. með staðgreiðslukerfi, þar sem miðað sé við tekjur þess árs, sem skatturinn er innheimtur á. Áfengismúl: I. 9. Landsfundur K.R.F.I. leggur áherzlu á nauðsyn þess, að unnið sé gegn ofnautn áfengis. Telur fundur- inn mikilvægt, að þeim málum sé fyllsti gaumur gef- inn og hvetur til aukinnar bindindisstarfsemi í landinu. II. Þá telur fundurinn nauðsynlegt, að haldið sé uppi öflugri fræðslu um skaðsemi áfengis fyrir andlega og likamlega heilbrigði manna, og hvetur æskulýðs- og menningarfélög til þess að stuðla að ófengislausu skemmtanalífi. III. Fundurinn lýsri ánægju sinni yfir vaxandi skilningi á nauðsyn þess ,að rekin sé í landinu starfsemi til hjálp- ar og lækningar drykkjusjúku fólki, og þakkar þeim aðilum, sem hafa haft forgöngu um að hún kæmist á. Jafnframt skorar fundurinn ó rikisstjórn og Alþingi, að láta fram fara gaumgæfilega athugun á því, á hvern hátt bezt megi samræma með lögum þær ýmsu tilraunir, sem gerðar hafa verið í þessum efnum af 46 19. JtJNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.