19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 6
^J^ntrCn ^ónódóttir Margir íslendingar geta rakið ættir sínar til séra Jóns Steingrímssonar og telja heiður að. En fáum er kunnugt um, að dóttir hans, Katrín, var vel' hagmælt og þótti skáld gott á sinni tíð. Eftir hana liggja tvö kvæði í handriti á Landsbókasafni. Annað er Lítið bænarljóð til afþreyingar, ort við lát sonarins, og hitt Brúðkaupskvæði til föður hennar, en hvorugt hefur verið prentað. Sagnir herma, að Katrín hafi fært enska klerkinum Hend- erson Lukkuóskakvæði, sem honum hafi þótt vænt um, en það kvæði finnst nú hvergi. Þegar Katrín var í móðurlífi, var beðið um nafn hennar, ef þar fæddist dóttir. Kom það til af því, að séra Jón Steingrímsson var í miklu vinfengi við séra Jón Bergsson, og hafði hann beðið um Katrínarnafnið, og það sem meira var, að á dánardægri bað hann vin sinn séra Jón Steingrímsson fyrir son sinn Berg, og höfðu þeir vinirnir ákveðið með sér mægðir, er fram liðu stundir. Enginn veit nú lengur um óskir né hug Katrínar prestsdóttur, en hitt er víst, að ráðagerð þeirra vina varð að veruleika, og Katrín gekk að eiga séra Berg Jónsson. Séra Jón Steingrímsson lét sér alla tíð annt um Katrínu, dóttur sína. I móðuharðindunum, þeg- ar sulturinn og volæðið svarf sem harðast að, kom hann henni fyrir í Hlíðarhúsum á Seltjarnarnesi, svo að henni gæti liðið betur, en Þórunn hús- freyja þar hafði verið til lækninga hjá séra Jóni um hríð. Jórunni, dóttur séra Jóns, var einnig komið fyrir á sama bæ, og höfðu þær systur að sögn hans sjálfs skemmtun hvor af annarri ,,á þeirri sorglegu tíð“. Séra Bergur var undarlegur í háttum. Almæli var, að honum fylgdi Hörgslandsmóri. Við messu- gerðir átti séra Bergur til að klæðast sauðsvartri hempu. Eitt sinn varð honum það á í messunni að segja, að 12 stig væru til Helvítis, og þá var andstæðingum hans skemmt. Mál'a-Davíð á Bratt- landi orti þá þessa vísu: Tólf máttu ganga tröppustig truflaður stór-syndari niður til vítis, vara pig, vellysta slökktu á skari, fyrr en af heimi fer þú brott fuinn skáldraftur, Dvergur, þér gefst ei framar purrt né vott þetta er sannleiks mergur, svo kennir séra Bergur. En á maddömuna á Prestbakka féll engin rýrð; hún hélt virðingu sinni óskiptri fram í andlátið. Hún eignaðist 13 börn, og þá liggja ræturnar víða, þótt höggvið sé oft í sama knérunn. Sex barna hennar dóu ógift og barnlaus, og af þeim dóu fjögur um tvítugt. Sonur Katrínar, efnismað- ur, drukknaði á bezta aldri í Geirlandsá, og mörg- um árum síðar drukknaði þar dóttir hennar, en þá var maddaman á Prestbakka löngu komin und- ir græna torfu. Sum börn sín missti maddaman um ,,misereris“, en það var ein tízku-sjúkdóms- greiningin á þeim tíma. En sjö börn hennar kom- ust upp og eignuðust afkomendur, og nú er kviknað út frá maddömu Katrínu í marga liði. A Prestbakka eru margir legsteinanna lúnir og barðir, og ferðafólk gefur sér varla tíma til að líta á þá. Sagnir herma, að áletranir þeirra séu samdar af maddömu Katrínu. Vitað er, að séra Jón Steingrímsson mat Katr- ínu, dóttur sína, mikils. Þegar svefnleysið sótti hann heim „með þönkum og iðjuleysi“ segir Katrín eitt sinn við föður sinn, að hann hljóti að gifta sig. Og það var upphafið á öllu kvon- bænastússi eldklerksins, þar sem Katrín var oft höfð með í ráðum. En loks eftir langa mæðu gekk séra Jón að eiga Margrétu Sigurðardóttur prests í Stafholti, og þá orti Katrín brúðkaups- kvæði til þeirra, sem nú er glatað. Geymd kvæða og sjálf heppnin í því, hvað varð- veitist, er stundum duttlungafull1. Til er eitt brúð- kaupskvæði, sem Maddama Katrín hefur ort. Það yrkir hún, þegar Margrét, ekkja Jóns Steingríms- sonar, föður hennar, gengur að eiga séra Þórð Brynjólfsson. Séi’a Þórður hafði áður átt Jór- unni, dóttur séra Jóns, en misst hana eftir stutta sambúð og þurfti nú sérstakt leyfi, því að nú gekk hann að eiga stjúpmóður fyrri konu sinnar. En maddaman á Prestbakka lítur á samtíð sína úr örlítilli fjarlægð, sem er einkenni þeirra, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.