19. júní


19. júní - 19.06.1963, Síða 20

19. júní - 19.06.1963, Síða 20
eða grisjuumbúðum, sperglar, kálfsiður, grjúpán og fleira góðmeti, jafnvel sums staðar hákarls- beita, sem fékkst bezt glær í gegn við það að hanga í reyk. Framar í rótinni héngu bjórar og húða- partar á prikum eða hrífum, ristar lengjur á orf- um, því að allir vildu helzt fá að geyma amboð sín í reyk, svo þau yrðu endingarbetri. Þá skulum við hverfa frá að athuga rótina nán- ar, þó óneitanlega sé þar björgulegt og virða fyrir sér eldhúsið framan til nær og næst dyrum. — Einhvers staðar miðskipa er búið um vatnstunnu, trégyrta tunnu með hlemm yfir. — Fremst í eld- húsinu stendur svo önnur tunna, regluleg áma. Hún er líka byrgð og stundum hlaðið upp með henni skánataði öllum megin, svo hún er ekki fyr- ir allra sjónum. Þessi áma hefur einnig verðmæti að geyma, aðal þvottaefni heimilisins, keytuna. Þar var stundum litað bæði ull, band, ný vaðmál og skinn, einkum þvengjaskinn, sem rist var niður í skóþvengi og til að bæta með leðurskó. I einu elldhúshorninu stóð oft kornmyllan, kvörnin, sem allt korn var malað í á elztu tím- um, sem ekki var étið heilt. Stundum var moð- bingur umhverfis kvörnina eða einhvers staðar fremst í eldhúsinu, því moðbinginn mátti ekki vanta. Moðinu var sáldað á glæðurnar, þegar suða var komin upp í pottinum, til að spara elds- neytið. Því var líka troðið í vikin meðfram pottin- um, svo loginn færi ekki til spillis, og að síðustu var kynt með því ofan á pottkökunni, áður en hún var byrgð niður í öskuna. Við moðbinginn var venjulega stungið undir stoð hrísvendinum, sem var jafnómissandi og öll hin áhöldin. Með honum sópaði þrifin eldabuska hóinn, áður en hún kveikti upp, eða blés upp eldinn, og síðan hlóðarsteinana við og við á daginn. Bezt voru þeir þó sópaðir á kvöldin, eða að lokinni matseld, ef þurfti að baka flatbrauð og undir nóttina, þegar plögg og föt fólksins voru þurrkuð á hlóðarsteinunum, felhell- unni og á hellum og járngrindum yfir hlóðum og umhverfis þær. A gólfið sjálft var hafður annar vöndur, grófgerðari. Var hann oft svo vel notaður, að al'lt lim var uppurið og eftir stóðu aðeins ber- ir kvistirnir. Meðfram veggjunum voru oftast bekkir, sem smærri áhöldum var skákað á, pott- um, kirnum og kollum. Líka voru slár negldar milli tveggja stoða, og á þær hvolft ílátum, sem sjaldnar voru notuð. Sérstök slá var höfð í göng- unum, fjær eldhúsreyk, til að hvolfa á mjaltaföt- unum, svo mjaltakonur gætu gengið að þeim hrein- um, á vísum stað. Var bannað að grípa þær milli mjalta, á öllum heimilum, sem höfðu í heiðri boð- orð regluseminnar: Staður fyrir hvern hlut, og hver hlutur á sínum stað. — Hef ég nú lýst eld- húsinu nokkurn veginn, og minnzt á helztu hlut- ina, sem þar voru notaðir daglega og geymdir, nema handkvörninni. Mér er aðeins barnsminni að handkvörn, því fjögurra eða fimm ára gömul starði ég undrandi á móður mína tímunum sam- an, meðan hún malaði kornið. — Fjórir ferkantað- ir stöplar af mátulegri hæð, voru festir saman að neðan með slám. Ofan á þessa sterklegu grind, var negldur lágur, ferkantaður kassi, og kvarnar- stokkurinn. Hann var allur heill, nema í einu horn- inu var lítið op, svo hægt væri að sópa mjöl'inu frá kvörninni út um það ofan í poka, skjóðu eða ann- að ílát. I miðjan stokkinn voru svo festir kvarn- arsteinarnir. Kvarnarsteinarnir voru þykkar, þungar og kringlóttar hellur, sporaðar af miklum hagleik á þann veg, að út frá miðpunkti voru greyptir geislalaga farvegir, dálítið djúpir á ó- slitnum kvörnum, sem náðu alla leið út á brúnir steinanna. Sá var munur á efri og neðri kvarnar- steini, að dálítii, slétt kringla var á miðjum neðri steininum en jafnstórt op á hinum. Neðri kvörnin var óbifanlega fest við kvarnarstokkinn, en hin snerist laus, ef hún var sett í samband. Yfir kvörn- unum miðjum var komið fyrir lítilli skál eða trogi. Neðan á því var lítið op, og var trétappi í opinu, sem hékk í festi eða spotta við botninn. í þessa skál var korninu hellt. Féll ekki kornið beint of- an í kvörnina, heldur var það látið sáldast ofan í lítinn tréstokk, sem var lauslega festur undir skál- ina á öðrum endanum. Hinn endi kornrennunnar var hafður laus og festi eða spotti tengdur við neðri endann. Þegar kvörnin var sett á stað, hristist kornið fram úr rennunni við skjálftann, sem kom af snúningi kvarnarinnar. Igjöfinni mátti stilla í hóf með því, að færa stokkinn upp eða niður, auka halla rennunnar eða minnka. Þegar grjóna- hveiti var malað, var spottinn styttur, svo lítill halli yrði á rennunni; minkaði þá ígjöfin og malað- ist betur, og svo öfugt, ef ekki þurfti að mal'a fínt. Ofan í efri kvarnarsteininn var greypt alk djúp hola, næstum út við brún. Efst á yfirbygg- ingu kvarnarinnar var járnstöng látin leika laus í hólk. Neðri enda stangarinnar var stungið í hol- una, þegar átti að mala korn. Tók þá malarinn um handfang stangarinnar, sem var rétt ofan við kvörnina, og snerist kvörnin án afláts. Þá hraut 18 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.